29/10/2025
Opið er fyrir skráningar í nóvember og um að gera að tryggja sér pláss sem fyrst🙌
Við leggjum upp með góðar æfingar sem hægt er að aðlaga að þörfum hvers og eins - alltaf gaman og einstaklega góður félagsskapur 😊
Hér er hlekkur beint í skráningar ásamt frekari upplýsingum um hópana: https://www.abler.io/shop/ia/spraekirskagamenn
🏋️♂️ Á mánudögum er styrktarþjálfun þar sem við leggjum áherslu á styrktaræfingar til að viðhalda og bæta vöðvastyrk
🤹 Á fimmtudögum er stöðvaþjálfun þar sem við blöndum saman styrk, þoli, jafnvægi og samhæfingaræfingum
🧘♀️ Á fimmtudögum er bandvefslosun sem getur m.a. dregið úr verkjum og minnkað vöðvaspennu, aukið hreyfifærni, hreyfanleika og liðleika ásamt því að bæta líkamsstöðu
Að auki munum við hafa tvo pop-up tíma í nóvember:
🤸♀️ Fimleikaæfingu þann 21. nóvember🤸♂️
🕺 Zumba þann 17. nóvember💃
Hlökkum til að taka á móti ykkur 💛