07/01/2026
Gleðilegt nýtt ár kæru Spræku Skagamenn ✨
Vonandi eruð þið búin að hafa það gott yfir hátíðarnar ❣️
Þá erum við loksins búin að opna fyrir skráningar á vorönn 2026 🤩
Hér er hlekkur í skráningu og frekari upplýsingar um tímana: https://www.abler.io/shop/ia/spraekirskagamenn
Það verða nokkrar breytingar á hjá okkur:
Við ætlum að svara ákalli um fleiri skráningarleiðir og hafa skráningu fyrir alla önnina.
⭐️Vor 2026 skráning: Það verður ein skráningarleið fyrir tímabilið frá 12. janúar - 12. júní. Hægt verður að greiða með eingreiðslu eða skipta greiðslum í allt að 5 mánuði - þá er hægt að greiða mánaðargjald í hverjum mánuði þó búið sé að skuldbinda sig til júní.
⭐️Stakur mánuður: Einnig verður hægt að skrá sig einungis einn mánuð í senn, en forgangur verður á skráningu fyrir þá sem skrá sig í "Vor 2026" skráningarleið (frá jan - júní). Við byrjum því á að opna á pláss fyrir þá sem ætla að skrá sig í "Vor 2026" skráningarleiðina, en á föstudagsmorgunn verður svo hægt að skrá sig í stakan janúarmánuð í þau pláss sem eftir verða í hverjum hóp.
Iðkendagjöld verða 7.500 kr. á mánuði,
stakur janúar mánuður verður þó 5.200 kr. þar sem ekki er um fullan mánuð á ræða.
Hóparnir verða 4: ❗️athugið breyttar tímasetningar❗️
⭐️Hópur 1 kl. 9:00 - Meiri ákefð
⭐️Hópur 2 kl. 9:50 - Minni ákefð
⭐️Hópur 3 kl. 10:40 - Meiri ákefð
⭐️Hópur 4 kl. 11:30 - Blandaður hópur
Þrátt fyrir að hóparnir séu merktir "minni ákefð" og "meiri ákefð" þá eru æfingar milli hópana eins upp settar og þjálfarar vel í stakk búnir til að aðlaga æfingar að hverjum og einum 🤗
Endilega kynnið ykkur stundatöfluna fyrir Janúar 2026, en við byrjum hress og kát mánudaginn 12. janúar🥳
Mikið hlökkum við til að taka á móti ykkur og endilega hafið samband ef eitthvað er óljóst🤗
Sjáumst vonandi sem flest 💛