13/12/2022
Við kynnum til leiks Unnar Helgason sem ætlar að vinna á stofunni hjá okkur 19. - 28. desember 2022.
"Ein helsta ástæðan fyrir því að ég byrjaði að læra osteópatíu, er að ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannslíkamanum, og sem þjálfari til margra ára, vildi ég afla mér dýpri þekkingar til að veita betri þjónustu.
Ég hef einmitt verið svo heppinn að hafa í gegnum tíðina fengið að þjálfa og vinna með íþróttafólki á hæsta stigi - allt frá CrossFit Games íþróttafólki og Premier League atvinnufólki í fótbolta, ólympíufara í sundi, UFC íþróttafólki, X-Games gullverðlaunahafa, alþjóðlegum keppendum í ólympískum lyftingum og allt þar á milli. Fjölbreytnin í álagi, veikleikum, áhættu og öllum þeim þáttum sem þarf að líta til við þjálfun og meðhöndlun hefur því verið ómetanlegur skóli fyrir mig.
Þessi reynsla mín af þjálfun sendi mig á endanum inn á þá braut að búa til mína eigin þjálfunarheimspeki - Unleash Training - sem byggir á 15 ára reynslu og þeirri hugmyndafræði að líkami okkar er hannaður til að hreyfa sig á sem fjölbreyttastan hátt https://unleashtraining.co .
Sambland af reynslunni af þjálfun og osteopatíu hefur síðan dýpkað skilning og þekkingu á þörfum viðskiptavina minna og gert mér kleift að auka færni til að greina stöðu þeirra og þarfir – og veita þeim sérsniðna og sjálfbæra meðferð.
Ég er giftur, á tvær dætur (17 og 11 ára), stjúpdóttur og tvö barnabörn (7 og 2 ára) - og Cavapoo hvolp sem heitir Konni."
Þú getur bókað tíma hjá Unnari á https://www.noona.is/ibakogfyrir .