Líkami Sálar

Líkami Sálar Harpa Dowan Howee er fædd og uppalin á Akureyri. Hún býður einnig upp á hóptíma í hljóðheilun.

Hún hefur verið næm frá barnsaldri og mikið náttúrubarn alla tíð. Það var þó ekki fyrr en hún fór að njóta stuðnings og leiðsagnar hjá heilurum í Sálarrannsóknarfélaginu á Akureyri að hún fór að nýta þessa andlegu hæfileika sína fyrir alvöru og starfaði í framhaldinu tímabundið sem heilari hjá félaginu. Einnig hefur hún lokið námskeiði í þróun miðilshæfileikans hjá Ásthildi Sumarliða miðli hjá Sálarrannsóknarfélaginu í Reykjavík. Til að þróa og styrkja sinn andlega þroska ennþá meira og fá faglega þekkingu í heilun- og hljóðheilun hóf hún nám frá Spáni, þar lærði hún margskonar meðferðir fyrir einstaklinga og hópa sem eru vottaðar af Alþjóðasamtökum hljóðmeðferðar. Í því námi fékk hún einnig faglega aðstoð við þjálfun í raddbeitingu til heilunar og hefur lært að heila með röddinni einni og sér ásamt því að spila á fjölmörg hljóðfæri eins og gong, shaman flautu, indíánatrommu, sjávartrommu, tíbetan söngskálar, kristalsskálar, shruti box, tampura og monochord svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur einnig lokið einkaþjálfaraprófi frá World Class, námskeiði í áfallajóga og framhaldsnámskeiði í gong áslætti. Hún er sjálfstætt starfandi trans- og hljóðheilari í dag ásamt því að sinna tilfellum sem þarfnast fjarheilunar.

Takk fyrir samveruna í tímanum í dag 🌺Það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessari vegferð með ykkur og eins o...
21/09/2025

Takk fyrir samveruna í tímanum í dag 🌺

Það eru mikil forréttindi að fá að taka þátt í þessari vegferð með ykkur og eins og ég minntist á við ykkur í tímanum að þá er ég endalaust þakklát fyrir ykkur💖

Hlakka til næst🥰

Hér má sjá komandi tíma hjá mér í Hjartanu 🌺Og ég vil sérstaklega hvetja karlmenn til að kanna kosti hljóðheilunar og ný...
18/09/2025

Hér má sjá komandi tíma hjá mér í Hjartanu 🌺

Og ég vil sérstaklega hvetja karlmenn til að kanna kosti hljóðheilunar og nýta sér þennan lokaða tíma sem er framundan🌺

24.september - Hljóðheilun Opinn hóptími - LAUST https://fb.me/e/52BZm1WzV

29.september - Hljóðheilun Opinn hóptími - Fullbókað https://fb.me/e/50BTR81uL

01.október - Hljóðheilun og róandi faðmlag hengirúma - Fullbókað https://fb.me/e/555bdRFH5

13.október - Hljóðheilun og róandi faðmlag hengirúma -Fullbókað https://fb.me/e/7Lx0ZSRhZ

20.október - Hljóðheilun og róandi faðmlag hengirúma - Tími fyrir börn og foreldra - LAUST https://fb.me/e/3LYF2722O

16/09/2025

Elsku vinir 💖

Ég er svo spennt að kynna fyrir ykkur nýstárlega og kyrrláta upplifun sem er hönnuð með vellíðan ykkar að leiðarljósi 🌺

Ímyndið ykkur að þið sveiflist mjúklega í fallegu og róandi umhverfi umvafin heilandi litum og læknandi hljómum sem sameinast í dásamlegt andrúmsloft.
Andrúmslofti sem veitir slökun og lækningu við bæði róandi faðmlag hengirúmanna sem og róandi titring gonga, kristalssöngskála, sjávarniðs, laglínu frumbyggjaflautu og trommusláttar🌺

Þessi einstaka meðferð hljóðs og rósemi er frábær fyrir ykkur hvort sem þið eruð að leitast eftir að slaka á eftir annasama vinnuviku, draga úr streitu eða kanna kosti hljóðheilunar🌺

01.október https://fb.me/e/555bdRFH5

13.október https://fb.me/e/7Lx0ZSRhZ

20.október https://fb.me/e/3LYF2722O - Börn og foreldrar

Yndislegur tími að baki 🌺Takk öll þið dásamlegu sem tóku þátt 🥰Læt spegilmynd af englinum fylgja en hann speglaðist svo ...
15/09/2025

Yndislegur tími að baki 🌺

Takk öll þið dásamlegu sem tóku þátt 🥰

Læt spegilmynd af englinum fylgja en hann speglaðist svo fallega í öðru gonginu í tímanum ❤️

29/05/2025

Kæru vinir 🥰

Þið megið endilega hjálpa mér að stækka fylgjendahópinn með því að bjóða vinum sem gætu haft gagn og gaman af því að fylgjast með dagskránni í Hjartanu. En í haust munum við byrja með fjölbreytta tíma sem verða auglýstir seinnipart sumars.

Hjartað er bjart og fallegt yoga studio sem Líkami Sálar hefur tekið í notkun fyrir hljóðheilun og yoga tíma. Hjartað er staðsett við Súluveg 2 á Akureyri og er til útleigu með öllu tilheyrandi. Nánari upplýsingar má fá með því að senda inn fyrirspurnir.

í næstu viku verð ég með tvo tíma, annars vegar hljóðheilunartíma  og hins vegar trommuhring 🌺Næst síðasti tími í hljóðh...
09/05/2025

í næstu viku verð ég með tvo tíma, annars vegar hljóðheilunartíma og hins vegar trommuhring 🌺

Næst síðasti tími í hljóðheilun fyrir sumarfrí:

Mánudagur 12.maí - https://fb.me/e/5sAQejKk1 - 6 laus pláss, opinn hóptími og allir velkomnir 🌺

Trommuhringur:
Góður tími fyrir þá sem vilja upplifa trommuhring og áhrif hans en einnig fyrir þá sem vilja fá hugmynd af trommuhring og hvernig hann er settur upp. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja mynda góð tengsl við trommuna sína fyrir sumarið og jafnvel gera eitthvað skemmtilegt á sumarsólstöðum sem eru ekki langt undan eða bara við allavegna tækifæri 🌺

Þátttakendur þurfa að koma með trommu🌺

Miðvikudagur 14.maí - https://fb.me/e/4OvCg3q0B Opinn hóptími í trommuhring, 6 laus pláss, allir velkomnir 🌺

Í maí verð ég með fjóra hljóðheilunartíma og einn trommutíma🌺  Næstu tímar verða svo ekki fyrr en í haust 💖Þriðjudagur 0...
04/05/2025

Í maí verð ég með fjóra hljóðheilunartíma og einn trommutíma🌺 Næstu tímar verða svo ekki fyrr en í haust 💖

Þriðjudagur 06.maí - https://fb.me/e/36wZa4kt9 ATH Opinn hóptími í Hjartanu, laust. Aðeins 2.000 kr í stað 3.500 kr.

Fimmtudagur 08.maí - https://fb.me/e/5FaoUWJjL Opinn hóptími, laust.

Mánudagur 12.maí - https://fb.me/e/5sAQejKk1 Opinn hóptími, laust.

Miðvikudagur 14.maí - https://fb.me/e/4OvCg3q0B Opinn hóptími í trommuhring, allir velkomnir. Haldinn í Hjartanu, laust.

Sunnudagur 18.maí - https://fb.me/e/35poIaRfv Opinn hóptími, extra langur, laust.

Address

Akureyri
600

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Líkami Sálar posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram