
24/07/2025
Við kynnum til leiks nýjan sjúkraþjálfara hjá Sjúkraþjálfun Akureyrar.
Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir er nýútskrifuð með mastersgráðu í Sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands. Hún hefur talsverða reynslu af því að starfa við umönnun, er með bakgrunn úr handbolta og síðastliðin tvö sumur hefur hún starfað sem aðstoðamaður sjúkraþjálfara á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Heiðbjört Anna er Akureyringur í húð og hár og við bjóðum hana hjartanlega velkomna til starfa!