18/04/2023
Hvað getur virkilega farið úrskeiðis í maraþoni, eða hlaupum?
Það eru mjög margir hlutir sem geta haft áhrif á árangur okkar í hlaupum, sama hvort það eru keppnishlaup eða æfingar, í öllum vegalengdum, allt frá að hlaupa út í búð eða í næsta bæ.
En þessir 6 eftirfarandi hlutir eru þau atriði sem eru hvað oftast nefnd:
1. Meltingarvandræði. Hvað þú borðar síðustu daga fyrir æfingu eða keppni hefur áhrif, sem og sú næring sem þú notar við hreyfingu. Gullna reglan er að prófa ekkert nýtt í keppni og nota æfingar til að stilla sig af.
2. Vökvaskortur. Það er ekki nóg að drekka hreint vatn, sölt og steinefni verða að fylgja með. Oft er talað um að 2% vökvaskortur dragi úr 7% frammistöðu.
3. Vökvasöfnun. Merkilegt, nokk að þá eru nær sömu einkenni á vökvaskorti og vökvasöfnun og í miklum hita er nær ómögulegt að sjá hvort viðkomandi sé þjáður af vökvasöfnun eða vökvaskorti, en nauðsynlegt að vita hvað viðkomandi er búinn að innbyrða.
4. Orkufall - Lenda á veggnum. Glýkógenbirgðir í vöðvum og lifur eru tómar eða þú ert ekki búin(n) að innbirða næganlegt magn af næringu fyrir átökin.
5. Ofhitnun, sem er vanalega ekki tengt næringarinntöku, en við ofhitnun, þá er aukin hætta á vökvaskorti.
6. Vöðvakrampar. Sjaldnast tengdir næringu við æfingar eða keppnir, en geta myndast við aukið staðbundið álag vöðva, eða breytinga á bæði innri- og ytri aðstæðum.