Sportlab

Sportlab Einstaklingsmiðaður árangur til betri heilsu

Þriggja svæða æfingasvæði hefur verið að auka aftur vinsældir sínar og hefur tekið upp ýmsar myndir og ýmis heiti. Polar...
15/08/2023

Þriggja svæða æfingasvæði hefur verið að auka aftur vinsældir sínar og hefur tekið upp ýmsar myndir og ýmis heiti. Polarized training, 80/20 og fleiri nöfn. Sumir vilja segja að Norwegian training method sé líka þriggja þrepa, sem er að hluta til rétt og fjöllum við seinna um hana sérstaklega. En 3ja svæða æfingasvæði eru mæld eingöngu út frá mjólkursýruþröskuldum LT1/VT1 og LT2/VT2 og er álag síðan stillt af út frá þeim mælingum, hvort sem er við afl, hraða eða hjartslátt. Ef þessari áætlun er fylgt eftir er ekki hægt að notast við aðrar mælingar en mjólkursýru til að áætla skilin á milli svæða. Allt annað en þær mælingar eru mjög rúmar ágiskanir.

Hendum í eina skemmtilega æfingu sem er hægt að taka hvar sem er.Hvetjum þig til að skoða mun á hraða, vöttum og hjartsl...
09/08/2023

Hendum í eina skemmtilega æfingu sem er hægt að taka hvar sem er.
Hvetjum þig til að skoða mun á hraða, vöttum og hjartslætti bæði í "all-out" og hvíldarsettunum.

Í nýlegri rannsókn með 218 hlaupurum þar sem skoðuð voru m.a. mælingar á æfingasvæðum og þau borin saman við útreikninga...
08/08/2023

Í nýlegri rannsókn með 218 hlaupurum þar sem skoðuð voru m.a. mælingar á æfingasvæðum og þau borin saman við útreikninga á snjalltækjum og forritum sem eru vinsæl meðal hlaupara, kom fram að hjartsláttur einn og sér frá öllum þessum tækjum og forritum sem skoðuð voru, sýnir í ekki rétta mynd af æfingasvæðum (training zones) og ber í raun mikið á milli út frá hefðbundinni Lactate mælingu og öndunarmælingum (MAE = LT1 13,8 slög og LT2 15,4 slög). Við hjá Sigma Sportlab bjóðum upp á mælingar á æfingasvæðum, þar sem við skoðum æfingasvæði og berum saman út frá, mjólkursýruþröskuldum (LT og VT), hlutfalli af súrefnisupptöku og hjartslætti, síðan heimfærum við æfingasvæði í hraða, afl eða hjartslátt.

Ert þú í vandræðum með árangur í þinni hreyfingu og veist ekki hvort þú sért á réttu æfingasvæði? Komdu til okkar í álag...
26/06/2023

Ert þú í vandræðum með árangur í þinni hreyfingu og veist ekki hvort þú sért á réttu æfingasvæði? Komdu til okkar í álagsmat og við finnum út þín æfingasvæði til að hámarka árangurinn.
Smelltu til að bóka https://sportlab.is/alagsmat/

En hægt að skra sig i Hólmsheiðathlaupið
12/06/2023

En hægt að skra sig i Hólmsheiðathlaupið

Sigma Sportlab er eitt af styrktaraðilum hlaupsins í ár og ætla að gefa fjórum heppnum mælingar sem varða líkamlega heilsu: heildarmat og álagsmat 👏🙏

12/06/2023

Sigma Sportlab er eitt af styrktaraðilum hlaupsins í ár og ætla að gefa fjórum heppnum mælingar sem varða líkamlega heilsu: heildarmat og álagsmat 👏🙏

Fyrir hjólreiða áhugasama einstaklinga og þá sem vilja fá smá innsýn í keppnisheim hjólreiða, þá er komin þáttasería á N...
10/06/2023

Fyrir hjólreiða áhugasama einstaklinga og þá sem vilja fá smá innsýn í keppnisheim hjólreiða, þá er komin þáttasería á Netflix sem heitir Tour De France UNCHAINED. Hún lofar góðu um hvað raunverulega fer fram í stærstu hjólreiðakeppni heims.

Það eru til mismunandi aðferðir að áætla FTP, þar sem 60mín mælingin er tiltölulega sársaukafull, eiginlega vægt til orð...
31/05/2023

Það eru til mismunandi aðferðir að áætla FTP, þar sem 60mín mælingin er tiltölulega sársaukafull, eiginlega vægt til orða tekið. 20mín mæling með aukalegum 5 mín spretti, 20 mín mæling, 12 mín mæling, 2 x 8 mín mæling, 8 mín mæling, 5 mín mæling og svokallað ramp test. Síðan er reiknuð ákveðin prósenta af meðaltali hverjar mínútna. En allar þessaar mælingar hafa ákveðin frávik og þegar við erum að þjálfa fyrir keppni eða ná árangri að þá er frávik eða skekkja sem er hærri en 5% engan vegin ásættanleg. VIð hjá Sportlab, erum með yfir tíu ára reynslu í notkun aflmæla á hjólum og erum með vottað æfingahjól frá UCI til mælinga.

Hvað er FTP?FTP er skammstöfun fyrir Functional Threshold Power, og er hugsuð sem mælieining þess meðalafls sem hjólreið...
29/05/2023

Hvað er FTP?
FTP er skammstöfun fyrir Functional Threshold Power, og er hugsuð sem mælieining þess meðalafls sem hjólreiðamaður getur haldið í um 60 mínútur. Hjá hlaupurum er oft talað um mjólkursýruþröskuld (LT2) og er það sama hugsun þar á bakvið. En hvernig mælum við FTP? Áræðanlegasta leiðin er einfaldlega að hjóla eins hratt og kröftuglega og þú getur í 60 mínútur og reiknar síðan meðalvött á þeim tíma (ekki Normalized Power) og þá ertu komin með þitt FTP á viðkomandi hjóli og tíma. Það er síðan eðlilegt að FTP sé nokkuð sveiflukennt yfir árið eftir því í hvaða fasa maður er í árlegri æfingaáætlun. Í næstu póstum ætlum við að skoða aðeins FTP, hvernig það er mælt á mismunandi vegu og fjalla um mítur því tengdu.
Sigma heilsa

Hvað getur virkilega farið úrskeiðis í maraþoni, eða hlaupum?Það eru mjög margir hlutir sem geta haft áhrif á árangur ok...
18/04/2023

Hvað getur virkilega farið úrskeiðis í maraþoni, eða hlaupum?
Það eru mjög margir hlutir sem geta haft áhrif á árangur okkar í hlaupum, sama hvort það eru keppnishlaup eða æfingar, í öllum vegalengdum, allt frá að hlaupa út í búð eða í næsta bæ.

En þessir 6 eftirfarandi hlutir eru þau atriði sem eru hvað oftast nefnd:

1. Meltingarvandræði. Hvað þú borðar síðustu daga fyrir æfingu eða keppni hefur áhrif, sem og sú næring sem þú notar við hreyfingu. Gullna reglan er að prófa ekkert nýtt í keppni og nota æfingar til að stilla sig af.
2. Vökvaskortur. Það er ekki nóg að drekka hreint vatn, sölt og steinefni verða að fylgja með. Oft er talað um að 2% vökvaskortur dragi úr 7% frammistöðu.
3. Vökvasöfnun. Merkilegt, nokk að þá eru nær sömu einkenni á vökvaskorti og vökvasöfnun og í miklum hita er nær ómögulegt að sjá hvort viðkomandi sé þjáður af vökvasöfnun eða vökvaskorti, en nauðsynlegt að vita hvað viðkomandi er búinn að innbyrða.
4. Orkufall - Lenda á veggnum. Glýkógenbirgðir í vöðvum og lifur eru tómar eða þú ert ekki búin(n) að innbirða næganlegt magn af næringu fyrir átökin.
5. Ofhitnun, sem er vanalega ekki tengt næringarinntöku, en við ofhitnun, þá er aukin hætta á vökvaskorti.
6. Vöðvakrampar. Sjaldnast tengdir næringu við æfingar eða keppnir, en geta myndast við aukið staðbundið álag vöðva, eða breytinga á bæði innri- og ytri aðstæðum.

01/08/2022

Address

Urriðaholtsstræti 22
Garðabær
210

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 08:00 - 16:00

Telephone

+3546181111

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sportlab posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sportlab:

Share