01/09/2025
Gefðu ungu fólki verkfæri til að blómstra!
Ný sjálfsvinnudagbók fyrir ungt fólk sem styður við geðheilsu ungmenna. Be kind, ekki kind er hvetjandi sjálfsvinnudagbók byggð á sannreyndum aðferðum sem getur hjálpað ungu fólki að:
🩷 efla sjálfsmildi
🩷takast á við tilfinningar með hugrekki
🩷 byggja upp góð tengsl
🩷finna tilgang og gleði í lífinu
Sjálfsvinnudagbók fyrir ungt fólk þar sem lögð er áhersla á að efla eiginleika eins og hugrekki, samkennd, þrautseigju, góðvild og von – allt sem styður við sjálfsþroska, tengsl og vellíðan.
Með vísindalegri nálgun styður bókin ungt fólk í því að blómstra, bæði í eigin lífi og í samskiptum við aðra.
Bókin fæst í öllum betri bókaverslunum og inn á eird.is
Höfundar bókarinnar eru Aðalheiður Mjöl náms- og starfsráðgjafi, kynjafræðingur og jóga- og núvitundarkennari með MA diplómu í jákvæðri sálfræði og Helga Nína, 20 ára sálfræðinemi við Háskóla Íslands. Þær sameina fræðilega þekkingu, innsæi og hlýja orku sem talar beint til ungs fólks.
Eirð náttúruhús er vettvangur þar sem lífsgæði byggjast á innri ró, sjálfsumhyggju og náttúruupplifun. Við trúum því að í kyrrðinni, góðvild og nærveru felist lykillinn að vellíðan, vexti og blómstrun – bæði í tengslum við okkur sjálf og aðra. Þar gefst rými til ...