Birta Heilsa

Birta Heilsa Heilsunudd, ráðgjöf og hópatímar

Ég heiti Kristín Berta Sigurðardóttir og er eigandi Birtu - Heilsu. Ég býð upp á hópatíma, heilsunudd, heilsuráðgjöf og heilsutengda fyrirlestra fyrir fyrirtæki.

Ég er útskrifaður heilsunuddari frá heilbrigðisskóla FÁ.

Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og vinn heildrænt með nuddþegum mínum að lausn þeirra mála.

Yoga nidra á Sólheimum🙏🏻🫶Þvílík helgi og þvílík upplifun. Nú höfum við Marta lokið fyrri hluta þessa náms og eigum seinn...
09/11/2025

Yoga nidra á Sólheimum🙏🏻🫶

Þvílík helgi og þvílík upplifun. Nú höfum við Marta lokið fyrri hluta þessa náms og eigum seinni lotuna eftir í lok nóvember.

Þetta var alveg magnað og ótrúlegt hvað gerist þegar maður leyfir sér að vera og finna í stað þess að hugsa og gera❤️ Mér fannst seinni hlutinn í þessari lotu reyna töluvert á og oft var stutt í tárin og stundum erfitt að vera bara. Kamini Desai er einn magnaðasti kennari sem ég hef fyrirhitt og ég hlakka til að fara aftur og ná mér í kennararéttindin.

Þetta er algjörlega fullkomin viðbót við nuddið og allt hitt sem ég er nú þegar að gera. Við Marta vorum sammála um að það er margt í yoga nidranu sem minnir á cranio-ið (höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun).

Það verður ljúft að geta boðið upp á þessa dásamlegu slökun og heilun í viðbót við allt hitt💙🫶

Ykkar, KB.

Nú erum við vinkonurnar staddar á Sólheimum í dásamlegu yoga nidra kennaranámi. Tveir dagar búnir af 8 og þetta er vægas...
07/11/2025

Nú erum við vinkonurnar staddar á Sólheimum í dásamlegu yoga nidra kennaranámi. Tveir dagar búnir af 8 og þetta er vægast sagt dásamlegt en jafnframt rosalega mikið að taka inn og læra. Ég hlakka óendanlega mikið til að fara að bjóða upp á yoga nidra í paradísinni minni.

Annars stendur það algjörlega upp úr að ég fékk að hitta Doppumeistarann Kristján Atla í dag, en ég er mikill aðdáandi hans og nýtti tækifærið og keypti 2 uglur og eina rjúpu sem ég hlakka til koma fyrir á góðum stað.

Mikið er yndislegt að vera hér á Sólheimum í kyrrðinni og notalegheitunum. Ég hvet ykkur öll til að versla dásamlegu vörurnar þeirra í jólagjafir og tækifærisgjafir og styðja við fallega starfið hér í sveitinni❤️🫶😍

Kreatín!Ég fæ að deila þessum frábæra pistli hennar Írisar vinkonu minnar, sem er eigandi og þjálfari í Primal Iceland. ...
03/11/2025

Kreatín!

Ég fæ að deila þessum frábæra pistli hennar Írisar vinkonu minnar, sem er eigandi og þjálfari í Primal Iceland. Það er svo mikil umræða um kreatín þessa dagana og kosti þessi. Ég er nýfarin að taka það inn og finn töluverðan mun (yfirleitt finn ég ekki mikinn mun þegar ég tek bætiefni). Bæði finn ég meiri orku og úthald á æfingum og eins er svefninn betri! Njótið vel.....

Ég þreytist ekki á því að gera tilraunir með hitt og þetta þegar kemur að heilsunni. Mig langar að vekja áhuga ykkar á því að prófa ykkur áfram með allskonar, í þeim tilgangi að bæta líðan, svefngæði, frammistöðu, andlega skerpu, orku ofl ofl.
Ég t.a.m. sef með munnplástur sem ýtir undir neföndun í svefni og stuðlar að aukinni slökun og bættum svefngæðum, ég horfi á sjónvarp á kvöldin með „blue light blokker“ gleraugu m.a. til þess að sjónvarpsglápið hægi ekki á náttúrulegri framleiðslu melatónins og ég sef á „grounding laki“. (mjög skiptar skoðanir á slíkri jarðtengingu EN mér er sama hvaðan gott kemur og er alltaf til að prófa)
Ég deildi fyrir stuttu þeim vítamínum sem ég nota dags daglega – hægt að sjá neðar á síðunni og þar fremst í flokki fyrir utan D-vítamínið góða, er Shilajit.
Nýverið bætti ég inn í rútínuna mína öðru efni, og ég er ekki frá því að það sé orðið mitt nýja uppáhald. Ég hafði lengi gllímt við vöðvaverki í lærum eftir æfingar sem raskaði svefninn minn. Eftir að hafa tekið þetta inn daglega í ca 2 mánuði finn ég mun á endurheimt eftir æfingar, vöðvaverkir farnir og ég upplifi mig skýrari í kollinum.
Þetta efni heitir kreatín og er víst nauðsynlegt fyrir konur og ekki síst konur á mínum/okkar aldri – rétt fyrir eða í kringum breytingaskeiðs-aldurinn. Ég tók saman punkta um kreatín fyrir ykkur til þess að lesa sem byggðar eru á rannsóknum en kreatín er eitt mest rannsakaða fæðubótaefnið í dag.

Ég var föst í gömlu mýtunni að kreatín væri bara fyrir karlmenn og myndi stuðla að þyngdaraukningu en svo er víst ekki.
Kíkið yfir punktana og kynnið ykkur málið. Verið forvitnar og prófið ykkur áfram.
Það er svo gaman þegar maður finnur mun og líður betur!
Ekki satt? 😊
Kreatín fyrir konur - af hverju?

1. Vinnur gegn vöðvatapi: Kreatín getur hjálpað til við að varðveita og auka vöðvamassa. Sýnt hefur verið fram á að kreatínuppbót eykur styrk og afköst á æfingum, sem getur minnkað með tímanum og við eða í kringum tíðahvörf.

2. Kreatín ásamt styrktarþjálfun, getur hjálpað til við að bæta beinþéttni, draga úr hættu á beinþynningu (algengt áhyggjuefni hjá konum eftir tíðahvörf.)

3. Kreatín styður heilsu heilans með því að auka orkugjafa til heilafrumna, hugsanlega bæta minni og vitræna virkni. Verndar gegn vitrænni hnignun: Sumar rannsóknir benda til þess að kreatín geti hjálpað til við að berjast gegn aldurstengdum vitrænum vandamálum og bæta andlegan skýrleika.

4. Kreatín eykur orku. Með því að auka ATP (adenósín þrífosfat) aðgengi getur kreatín hjálpað til við að draga úr þreytu, sem er algengt einkenni fyrir eða í kringum tíðahvörf. Kreatín eykur einnig endurheimt eftir æfingar.

5. Kreatín getur hjálpað til við að draga úr skapsveiflum eða þunglyndiseinkennum sem oft tengjast tíðahvörfum.

6. Kreatín getur aukið insúlínnæmi og glúkósastjórnun. Kreatín hjálpar til við að viðhalda vöðvamassa og getur því aðstoðað við þyngdarstjórnun.

7. Nýjar vísbendingar benda til þess að kreatín geti bætt starfsemi æðaþels (slímhúð æða), sem styður hjarta- og æðaheilbrigði hjá konum eftir tíðahvörf.

8. Kreatín getur haft bólgueyðandi eiginleika, sem gæti dregið úr liðverkjum og stirðleika.

9. Kreatín styður við betri frammistöðu í þolþjálfun og loftfirrtri hreyfingu (sprettum oþh). Kreatín stuðlar einnig að hraðari bata eftir líkamlega áreynslu, sem er mikilvægt til að viðhalda reglulegri æfingarrútínu.

10. Með því að styðja við vöðva-, beina-, heila- og efnaskiptaheilbrigði hjálpar kreatín konum í kringum eða eftir tíðahvörf að viðhalda orku og lífsgæðum.

Venjulega er mælt með 3-5 grömm á dag.
Kreatín er vel rannsakað og talið öruggt fyrir flesta, en þeir sem eru með nýrnavandamál ættu að nota það með varúð eða undir eftirliti læknis.

31/10/2025

Öryggi - Traust - Fagmennska💙🫶

Þetta eru klárlega mín gildi þegar kemur að vinnunni minni og bara almennt í lífinu.

Í þessu föstudagsmasi fer ég yfir af hverju þetta skiptir mig máli og ætti almennt að skipta alla meðhöndlara og meðferðaraðila máli💙🙏🏻

Góða helgi, ykkar KB🫶

Pop up  sunnudaginn 2. nóvember næstkomandi🥳💙🫶Nú ætla ég að bjóða upp á næsta tíma á sunnudegi! Hversu notalegt að ljúka...
27/10/2025

Pop up sunnudaginn 2. nóvember næstkomandi🥳💙🫶

Nú ætla ég að bjóða upp á næsta tíma á sunnudegi! Hversu notalegt að ljúka helginni svona og fara drekkhlaðin af orku inn í nýja vinnuviku.☺️

Ég er að fá gríðarlega góð viðbrögð og endurgjöf og dásamlegt að heyra hversu mörg finna mikinn mun á svefninum eftir svona tíma🙏🏻

Vegna fjölda áskorana endurtek ég mjaðma- og hryggjar tímann!💪

Ég hlakka til að sjá ykkur á sunnudaginn💙🫶

Ykkar, KB

Bóka dýnu:

https://book.sinna.is/birtaheilsa/service

25/10/2025

Ert þú í tengslum við líkamann þinn?💖

Hvað gerist í líkamanum þegar við lendum í áföllum?

Hvernig hjálpar nuddið við að tengjast sér?

💖

22/10/2025

Það verður alltaf að vera VON💝

Mikilvægi þess að hafa vonina og hugarfarið sitt með í för alla daga💖

Ekki láta aðra segja þér hvers þú ert megnug/megnugur💕

Smá vestfirskt skap í þessu masi😬 Stundum þarf það líka🥳

Verið góð við ykkur, ykkar KB.

Að eiga flotholtin sín💝Tæp 4 ár á milli mynda. Fyrri tekin í des 2021 og seinni á bleikri æfingu í Primal í morgun! Þvíl...
18/10/2025

Að eiga flotholtin sín💝

Tæp 4 ár á milli mynda. Fyrri tekin í des 2021 og seinni á bleikri æfingu í Primal í morgun! Þvílíkt sem hefur gerst á þessum fjórum árum og enn halda þessar elskur fast utan um vinkonu sína. Ég get ekki talað nógu mikið um hvað félagslega heilsan okkar skiptir miklum sköpum!

Ég finn að taugakerfið mitt er pinku á röngunni þessa dagana og það er ok. Ég dreif mig á æfingu, tók vel á því, grét af mér maskarann og var gripin eins og alltaf af mínu fólki og upplifði svo ótrúlega djúpt þakklæti fyrir að vera á lífi og að eiga öll þau sem ég elska að.

Held að það sé gott að æfa sig í að finna þakklætið sitt, daglega og segja fólkinu okkar hvað það er dýrmætt.💙🫶

17/10/2025

Tilfinningar og triggerar í bleikum október💝💖💕

Hvað á ég að gera við óþægilegu tilfinningarnar og óttann sem banka upp á?

Hvað eru triggerar?

Smá föstudagsmas💝

Góða helgi, ykkar KB🫶

15/10/2025

Forréttindi💙🫶🙏🏻

Bleikur október💝💖🩷💕Fyrir 4 árum greindist ég með brjóstakrabbamein. Í síðustu viku fékk ég bestu fréttir sem hægt er að ...
05/10/2025

Bleikur október💝💖🩷💕

Fyrir 4 árum greindist ég með brjóstakrabbamein. Í síðustu viku fékk ég bestu fréttir sem hægt er að fá úr síðustu mynd - allt lítur eðlilega út🙏🏻💙

Eitt ár eftir í eftirliti og svo held ég áfram sem endranær að gera allt sem í mínu valdi stendur til að lifa - og lifa gæðalífi💝 Stundum líður mér eins og það sé full vinna að halda lífi, en þessi vinna er samt svo skemmtileg!

Að vera svo lánsöm að geta hreyft mig, hugsað vel um mig og að hafa styrk og orku til að vinna vinnuna mína🙏🏻🫶

Og ég er rétt að byrja! Ég ætla að gera sem mest gagn og hjálpa sem flestum og ekki síst konum sem hafa gengið í gegnum það sama og ég. Þar er kjarninn minn.

Fyrir áhugasama er heilmikið efni hér fyrir neðan sem ég setti inn í fyrra, mæli með að skrolla bara aðeins niður, kannski tengir þú við eitthvað af því sem þar er. Og ef það kallar, heyrðu í mér og við hjálpumst að. Það þarf nefnilega heilt þorp til að koma fullorðnu fólki í gegnum lífið. Ég vil vera hér fyrir þau sem á þurfa að halda💙🫶🙏🏻👇👇👇

Ykkar, KB

Address

Skólagerði 36
Kópavogur
200

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Birta Heilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Birta Heilsa:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram