31/12/2025
Gleðilegt nýtt ár💙🙏🏻
Í byrjun árs setti ég mér þetta markmið, að stækka mig sem manneskju og verða betri og líka litla fyrirtækið mitt. Í kröftugum byrjum við árið svona, setjum okkur markmið💙
Og alheimurinn hlustar🙏🏻
Við hjónin byrjuðum í lok janúar á að taka íbúðina okkar alveg í gegn og hér var nánast allt fokhelt. Svo þegar búið var að negla síðasta naglann, var mér sagt upp leigunni í Hamraborginni sem þýddi að meira rask var framundan, en líka svo margt frábært! .
Þvílík gæfa að enda í Borgartúninu. Ég er alsæl þar með nýju vinkonum mínum og það gerist bara eitthvað innra með mér þegar ég opna hurðina á morgnana og stíg inn í orkuna sem þar er, enda svo óendanlega falleg vinna sem fer fram á annarri hæðinni okkar. Þetta er bara eitthvað annað og fólkið okkar finnur það💙🫶
Ég held ég hafi sjaldan verið jafn þreytt á ævinni og bara aldrei verið jafn hamingjusöm. Ég er ekki búin að gera neitt nema hvíla mig um jólin og mæti með drekkhlaðið batterí í janúar. Get ekki beðið eftir nýju ári og ævintýrunum öllum og kraftaverkunum sem gerast í vinnunni minni alla daga! Það er ólýsanleg tilfinning að mæta glöð og full eftirvæntingar í vinnuna á hverjum einasta degi. Held að það sé 100% rétt sem ég las einhversstaðar: ,,when you do what you love, you never have to work a day in your life”
Takk elsku vinir mínir og nuddþegar fyrir að treysta mér svona fallega fyrir ykkur. Það er ekki gefið og ég tek því ekki af neinni léttúð💙 Á næsta ári held ég áfram að gera mitt allra, allra best til að stuðla að betri líðan ykkar sem til mín komið. Í dag og alla daga er ég djúpþakklát fyrir að fá að gera það sem ég elska mest, að hlúa að fólki. Takk fyrir ykkur💙🫶🙏🏻😇
Risa knús, ykkar KB.