Birta Heilsa

Birta Heilsa Heilsunudd, ráðgjöf og hópatímar

Ég heiti Kristín Berta Sigurðardóttir og er eigandi Birtu - Heilsu. Ég býð upp á hópatíma, heilsunudd, heilsuráðgjöf og heilsutengda fyrirlestra fyrir fyrirtæki.

Ég er útskrifaður heilsunuddari frá heilbrigðisskóla FÁ.

Ég legg mikla áherslu á fagleg vinnubrögð og vinn heildrænt með nuddþegum mínum að lausn þeirra mála.

Fyrirlestur á Bókasafni Kópavogs🙏🏻💙Af tilefni geðræktarviku í gulum september, var ég beðin um að leggja lóð á vogarskál...
20/09/2025

Fyrirlestur á Bókasafni Kópavogs🙏🏻💙

Af tilefni geðræktarviku í gulum september, var ég beðin um að leggja lóð á vogarskálarnar, sem mér þykir mikill heiður.💙

Þriðjudaginn 23. september kl 17:00, verð ég því með heilsutengdan fyrirlestur á bókasafni Kópavogs.

Þar mun ég fjalla um helstu viðfangsefni í vinnu minni sem heilsunuddari og leggja til bjargráð og tillögur til að bæta andlega og líkamlega heilsu.

Frítt er inn meðan húsrúm leyfir og ég vona að ég sjái sem flest💙🙏🏻 Mæli með að skoða dagskrána hjá MEKÓ, gríðarlega mikið spennandi í boði.

Ykkar, KB

https://menning.kopavogur.is/event/gedraektarvika-baett-andleg-og-likamleg-heilsa/

UPPSELT þann 24. sept! Takk fyrir mig!🥹🙏🏻💙 Ég er eiginlega orðlaus, meyr og djúpþakklát fyrir dásamlegar viðtökur!Þetta ...
19/09/2025

UPPSELT þann 24. sept!

Takk fyrir mig!🥹🙏🏻💙 Ég er eiginlega orðlaus, meyr og djúpþakklát fyrir dásamlegar viðtökur!

Þetta staðfestir það sem ég er alltaf að tala um, við þurfum meira andrými fyrir líkama og sál.💙🫶

Það verður nóg í boði framundan og ég hlakka til að fá að umvefja og hlúa að ykkur - fullt af viðburðum í smíðum!

Takk fyrir að treysta mér fyrir ykkur💙🙏🏻🫶

Ykkar, KB.

Pop up 24. september - aukatími💙🫶Vegna mikillar eftirspurnar er ég búin að opna fyrir bókanir á glænýjum tveggja tíma po...
16/09/2025

Pop up 24. september - aukatími💙🫶

Vegna mikillar eftirspurnar er ég búin að opna fyrir bókanir á glænýjum tveggja tíma pop up í næstu viku, miðvikudaginn 24. sept💙🫶

Hlakka til að sjá ykkur💙

Bókanir á Sinna:

https://www.sinna.is/birtaheilsa

UPPSELT í pop up 18. september og annar tími í smíðum. Auglýsi hann eftir helgi💙🫶
13/09/2025

UPPSELT í pop up 18. september og annar tími í smíðum. Auglýsi hann eftir helgi💙🫶

Fyrsti pop up tíminn kominn í loftið! Verður fimmtudaginn 18. sept milli kl 17:00-19:00.💙🫶Nánari upplýsingar og skráning...
11/09/2025

Fyrsti pop up tíminn kominn í loftið! Verður fimmtudaginn 18. sept milli kl 17:00-19:00.💙🫶

Nánari upplýsingar og skráning á Sinna:

https://www.sinna.is/birtaheilsa

Stíf fascia (bandvefur)!Það er áhugavert að skoða áhrif áverka, streitu og allskonar hluta á fasciuna okkar.Í gær fór ég...
08/09/2025

Stíf fascia (bandvefur)!

Það er áhugavert að skoða áhrif áverka, streitu og allskonar hluta á fasciuna okkar.

Í gær fór ég í cupping og var bollanum rennt eftir öllu bakinu, mjöðmum og öxlum. Eini staðurinn sem marðist var vinstri öxlin.

Ástæðan er líklega sú að ég fékk brjóstakrabbamein vinstra megin og er búin að fara í 5 aðgerðir á holhönd í það heila, auk þess er mikill örvefur eftir geisla.

Og þar sem fascian okkar er ein heild (byrjar hvergi og endar hvergi) er eins og kóngulóavefur sem umlykur allt, þá getur hún stífnað út frá áverkasvæði. Í mínu tilfelli alveg aftur á herðablað og öxl.

Þess vegna er svo mikilvægt að vinna aldrei bara þar sem verkur birtist - orsökin getur leynst annarsstaðar. Mæli með fyrir áhugasama að gúggla Tom Myers og fasciulínur.

Fróðleiksmoli dagsins!🥳🤓

Áhugavert!🙏🏻🫶
07/09/2025

Áhugavert!🙏🏻🫶

Klíníkin Ármúla er nútíma læknamiðstöð þar sem framkvæmdar eru bæði dagaðgerðir og aðgerðir sem krefjast innlagnar.

Skellti mér á stutt námskeið í morgun þar sem við vorum að vinna með cupping og nuddbolta á bekknum.Hér var  ég búin að ...
07/09/2025

Skellti mér á stutt námskeið í morgun þar sem við vorum að vinna með cupping og nuddbolta á bekknum.

Hér var ég búin að setja nuddbolta við brjóstvöðva á meðan ég vann með herðablað og handlegg - tveir fyrir einn!🥳

Geggjað stöff! Nú kemur sér vel að eiga nóg af boltum - mitt fólk á von á góðu.🥳☺️🙏🏻🫶

Pop up í sept!Um miðjan september ætla ég að bjóða upp á tveggja klukkustunda pop up tíma🥳Teygjur, triggerpunktar og slö...
02/09/2025

Pop up í sept!

Um miðjan september ætla ég að bjóða upp á tveggja klukkustunda pop up tíma🥳

Teygjur, triggerpunktar og slökun!

Vinnum vel með bandvefinn og losum um triggerpunkta. Endum svo á dásamlegri slökun, þar sem fólki verður pakkað vel inn að hætti KB💙

Mun auglýsa nánar fljótlega. Er þetta ekki eitthvað?!🙏🏻😇💙🫶

Skiptir svo miklu máli hvernig við nærum okkur. Mæli með að þið fylgið Önnu Lind, hún veit svo sannarlega hvað hún syngu...
25/08/2025

Skiptir svo miklu máli hvernig við nærum okkur. Mæli með að þið fylgið Önnu Lind, hún veit svo sannarlega hvað hún syngur💙🫶

Kröftugar konur!Fékk þessar ægifögru myndir sendar frá Einari vini mínum á dögunum, sem hann greinilega laumutók á æfing...
23/08/2025

Kröftugar konur!

Fékk þessar ægifögru myndir sendar frá Einari vini mínum á dögunum, sem hann greinilega laumutók á æfingu. 😆

Maður er ekki alltaf gleiðbrosandi í lífinu! Svona fara hnébeygjur með 50 kg sandpoka með mann😬💪

Ég elska þessa fight tíma! Finna styrkinn aukast og seigluna. Stundum nauðsynlegt að taka slow pace í korter eftir svona keyrslu til að ná taugakerfinu niður.

Ég blanda þessu og movement tímunum saman og elska það. Styrkur, liðleiki og þol. Elska Primal 💙💪🫶


Ég hef séð að það er að aukast aðeins umferðin á þessari síðu minni og á insta. Mig finnst því tilvalið að endurpósta þe...
20/08/2025

Ég hef séð að það er að aukast aðeins umferðin á þessari síðu minni og á insta. Mig finnst því tilvalið að endurpósta þessu og gefa fólki örlitla innsýn í það hver ég er, bæði sem meðhöndlari og manneskja. Þessi pistill lýsir því ansi vel.

Þeir sem vilja hlusta geta slegið inn nafnið mitt eftir að þið klikkið á hlekkinn og þá poppar þessi pistill minn upp, ásamt viðtali sem ég fór í á árinu.

Gaman að sjá ykkur öll hér. Ég held áfram að setja inn efni sem vonandi gagnast sem flestum ❤️🙏

Fyrir nokkru síðan var haft samband við mig frá Rás 1 og ég beðin um að skrifa pistil fyrir dagskrárliðinn ,,Uppástand”, sem ég gerði með mikilli gleði. Þemað að þessu sinni var SNERTING og mér fannst óskaplega gaman að grúska aðeins innra með mér um hvaða þýðingu þetta orð hefur fyrir mig.

Í dag fór pistillinn minn svo í loftið og áhugasamir finna hann á síðu RÚV, ég læt fylgja tengil með hér fyrir neðan. Mig langar líka að þakka fyrir falleg viðbrögð við honum og öll símtölin og skilaboðin sem ég hef fengið í dag frá fólki sem ég þekki hreint ekki neitt. Það býr svo óskaplega mikil fegurð í fólki, það sé ég á hverjum degi❤️ Ást og ylur, KB.

https://www.ruv.is/utvarp/spila/uppastand/33185/9sf89c

Address

Skólagerði 36
Kópavogur
200

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Birta Heilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Birta Heilsa:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram