Skjaldkirtilinn okkar og heilsufar almennt tengt honum

Skjaldkirtilinn okkar og heilsufar almennt tengt honum Heilbrigður líkami, heilbrigð sál 🦋

Joð – vinur eða óvinur skjaldkirtilsins?Það er skiljanlegt að margir verði forvitnir um joð, sérstaklega þegar þeir heyr...
13/09/2025

Joð – vinur eða óvinur skjaldkirtilsins?

Það er skiljanlegt að margir verði forvitnir um joð, sérstaklega þegar þeir heyra sögur af fólki sem segist hafa náð betra jafnvægi með því að bæta joði inn. Joð er nauðsynlegt fyrir skjaldkirtilinn en það er líka tvíeggjað sverð.

👉 Of lítið joð getur valdið skjaldkirtilsvanda.
👉 Of mikið joð getur kveikt á sjálfsofnæmi, gert ofvirkni verri eða valdið ofstarfsemi hjá þeim sem áður voru í jafnvægi. Þetta kallast Jod-Basedow áhrif og getur komið eftir joðríka skuggaefnisrannsókn, fæðubótarefni eða lyf sem innihalda joð.

⚠️ Algeng mýta: Að bera joð á húðina og sjá hversu fljótt það hverfur er ekki áreiðanleg leið til að meta joðskort. Húðin er ekki mælitæki öruggar leiðir til að kanna joðstöðu eru blóð- eða þvagprufur.

📌 Staðan á Íslandi:
• Aðaluppsprettur joðs í fæðunni er fiskur, mjólk, mjólkurafurðir og egg ekki saltið sem við notum, þar sem það er yfirleitt ekki joðbætt.
• Joðneysla Íslendinga hefur dregist saman síðustu ár, meðal annars vegna minni fiskneyslu og breyttra matarvenja.
• Ungar konur og sérstaklega barnshafandi konur þurfa að huga að joðinntöku því skortur getur haft slæm áhrif á þroska fósturs og heilaþroska barns.

Það sem virkar fyrir einn getur verið skaðlegt fyrir annan. Þess vegna leggja sérfræðingar áherslu á að mæla joðstöðu einstaklings, fylgjast með í blóðprufum og stilla meðferð af í stað þess að allir prófi hið sama.

🦋 Í stuttu máli: Joð er mikilvægt en það þarf að nálgast það með varúð og eftirliti. Það er ekki skyndilausn sem hentar öllum og getur jafnvel gert illt verra hjá sumum. 🦋.

Heimildir:

1. Gunnarsdóttir I. Iodine intake and status in Iceland through a period of 60 years. Food & Nutrition Research (2009) – Fiskur og mjólkurvara eru helstu joðuppsprettur á Íslandi og joðbætt salt er ekki almennt notað. 
2. Adalsteinsdóttir S. o.fl. Insufficient iodine status in pregnant women as a consequence of dietary changes. Food & Nutrition Research (2020) – Sýnir ófullnægjandi joðstöðu hjá barnshafandi konum á Íslandi og áréttar mikilvægi joðs á meðgöngu. 
3. StatPearls (NCBI Bookshelf). Jod-Basedow Syndrome (endurskoðað 2023) – Yfirlit um joð-vakna ofvirkni (iodine-induced hyperthyroidism) eftir inntöku/útsetningu fyrir joði (t.d. skuggaefni). 

🦋Skjaldkirtillinn okkar🦋

10/09/2025

Ég var að setja upp Instagram síðu endilega fylgið henni kæru fylgjendur ef þið eruð með Instagram 🥰

3 Followers, 0 Following, 2 Posts - See Instagram photos and videos from 🦋Skjaldkirtilinn okkar🦋 ()

Mikilvæg áminning í tilefni 10.september er dagur átaks gegn sjálfsvígum og vonandi eru allir í einhverju gulu💛“Gulur se...
10/09/2025

Mikilvæg áminning í tilefni 10.september er dagur átaks gegn sjálfsvígum og vonandi eru allir í einhverju gulu💛

“Gulur september” 💛⭐️🌕

September er gulur til að minna okkur á mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.

Í dag, tíunda september er Alþjóðadagur Sjálfsvígsforvarna og áminning að tékka reglulega á okkar nánustu.

Líka þessum sem virðast vera með allt uppá tíu í teskeið.
Þau sem alltaf svara með: "Jahá allt í gúddí" þegar spurð um hvernig þau hafa það.

Því sterkasta fólkið er stundum bestu leikararnir með doktorsgráðu að slá ryki í augu náungans.
Hafa alltaf troðið tilfinningum lengst ofan í kjallara og sett þarfir annarra á Saga Class en eigin lengst niður í farangursgeymslu.... eða bara gleymt þeim á flugvellinum.

Ef þú ert að ströggla við vanlíðan og sjálfsvígshugsanir þarftu að minna þig á að þú skiptir máli, fólk elskar þig og heimurinn þarf á þér að halda.
Settu sjálfsrækt í forgang til að senda skilaboð til sjálfsins að þú sért þess virði.

Ekki taka afdrifaríkar ákvarðanir þegar neikvæðar tilfinningar lúra í kerfinu.

Allar tilfinningar koma og fara. Líka þessar óþægilegu.

Við þurfum að hvetja fólk til að sýna og segja frá tilfinningum sínum.
🔹Við þurfum að veita öruggt rými til að opna sig um hvernig þeim líður.
🔹Við þurfum að passa að verða ekki vandræðaleg þegar þau opna sig.
🔹Við þurfum að bregðast vel við þegar við erum beðin um hjálp og láta fólk ekki upplifa sig vera byrði.
🔹Við þurfum að vera til staðar þegar aðrir þurfa stuðning.
🔹Við þurfum að lána öxl og faðmlag þegar fólk þarf að gráta.
🔹Við þurfum að normalísera að leita sér faglegrar aðstoðar.

er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að sjálfsvígsforvörnum og geðrækt.
Semikomma (😉 er kennimerki fyrir gulan september en táknið vísar til framhalds; seiglu og vonar

Hjálparsími Pieta samtakanna er opinn allan sólarhringinn og sérþjálfað starfsfólk samtakanna sér um símsvörun.
s: 552 2218
Það er alltaf von.

Beinin þín eru í hættu með ofvirkni svo þú þarft að passa extra vel upp á beinin þín 🥰“Þegar skjaldkirtillinn fer á yfir...
10/09/2025

Beinin þín eru í hættu með ofvirkni svo þú þarft að passa extra vel upp á beinin þín 🥰

“Þegar skjaldkirtillinn fer á yfirsnúning hugsum við flest um hjartað, svefninn og kvíðann sem fylgir. En það er eitt sem fær oft minni athygli ,beinheilsan.

Of mikil framleiðsla skjaldkirtilshormóna hraðar niðurbroti beina og hægir á því að líkaminn byggi þau upp aftur. Með tímanum verða beinin veik og brothætt og hættan á beinþynningu og beinbrotum eykst verulega. Þetta er sérstaklega varasamt fyrir konur eftir tíðahvörf, sem eru nú þegar í meiri áhættu.

Það sem gerir þetta lúmskt er að fólk sér ekki breytingarnar strax. Það finnur kannski fyrir þyngdartapi, skjálfta eða hraðari hjartslætti en á sama tíma eru beinin að missa styrkinn.

Þess vegna er ofvirkni ekki „megrunarkúr“ eða eitthvað sem hægt er að líta framhjá. Hún rænir ekki bara orku, hún rænir líka styrk líkamans til framtíðar.”

🦋 Skilaboðin eru þessi:
Ofvirkni þarf alltaf meðferð og eftirlit, því lífsgæðin okkar byggja líka á sterkum beinum.

Ofvirkni: 🦋
⚡ Hraðar niðurbroti beina
⚡ Minnkar uppbyggingu beinvefs
⚡ Hætta á beinþynningu
⚡ Auknar líkur á beinbrotum

👉 Sérstaklega varasamt fyrir konur eftir tíðahvörf.

„Ofvirkni étur upp beinin – ekki fituna.“
👉🏼“Þyngdartap við ofvirkni er ekki góðs viti,
það eru oftast vöðvar og bein sem veikjast, ekki bara fita sem hverfur. Líkaminn missir styrk og burðarþol, sem eykur hættu á beinþynningu og slappleika.”

📌 Heimildir:
• Mayo Clinic – Hyperthyroidism: Symptoms and causes
• Verywell Health – Hyperthyroidism and Osteoporosis
• Wikipedia – Hyperthyroidism

🦋 Skjaldkirtillinn okkar

https://www.instagram.com/skjaldkirtillinn_okkar?igsh=MXJ4bHp3eHVtMXl1eQ%3D%3D&utm_source=qr

Ofvirkni (Graves) er ekkert djók!Ég sjálf hef aldrei verið greind með ofvirkan skjaldkirtil en ég hef kynnst ofvirkni í ...
09/09/2025

Ofvirkni (Graves) er ekkert djók!

Ég sjálf hef aldrei verið greind með ofvirkan skjaldkirtil en ég hef kynnst ofvirkni í gegnum það að fá of háan lyfjaskammt við vanvirkni. Það var hræðileg reynsla. Hjartað fór á yfirsnúning, líkaminn skalf og hugurinn fékk enga hvíld. Ég fann hvað það er erfitt þegar líkaminn fer í ofkeyrslu og ég get ímyndað mér hvað þeir sem búa við eiginlega ofstarfsemi þurfa að ganga í gegnum dag eftir dag áður en þeir fá hjálp.

Þessi reynsla gerði mér ljóst hversu mikið álag ofvirkni setur á líkamann og að hún getur rænt mann lífsgæðum. Ég finn enn meiri samkennd með þeim sem þurfa að lifa með ofstarfsemi dag eftir dag, ekki bara tímabundið.

Þess vegna langar mig að deila smá pistli um lífsgæði þegar skjaldkirtillinn fer á yfirsnúning , því þetta er meira en tölur á blaði, þetta er líf sem fer á hvolf.

******

“Það er erfitt að útskýra fyrir öðrum hvernig það er að lifa með skjaldkirtil sem er „á fullu blasti“. Þeir sem hafa upplifað ofstarfsemi (eða Graves) vita að þetta snýst ekki bara um tölur á blaði, þetta snýst um lífsgæði.

Svefninn hrynur, hugurinn fer á flug, hjartað fer á yfirsnúning og líkaminn virðist brenna upp orku sem maður hefur ekki einu sinni. Það er þreytandi að vera stöðugt „í ofkeyrslu“, finna fyrir kvíða, skjálfta, pirringi og vera jafnvel sveittur og sjóðheitur í rólegum aðstæðum.

Daglegt líf getur orðið brothætt. Það sem áður var sjálfsagt: að sofa vel, fara í vinnuna, hitta fólk eða halda einbeitingu, verður krefjandi. Það er eins og lífið sjálft verði óstöðugt og maður missir stjórn á eigin líkama.

Ofvirkur skjaldkirtill getur verið afleiðing sjálfsofnæmis (eins og Graves) en er sjaldgæfari en vanvirkni. En áhrifin á líkamann og lífsgæðin geta verið mjög sterk, sérstaklega á hjarta og taugakerfi. Þess vegna er mikilvægt að taka einkennin alvarlega og fá rétta meðferð, hvort sem það eru skjaldkirtilslyf, betablokkarar eða önnur úrræði.

Það hjálpar að hlúa að líkamanum í leiðinni. Lítil skref skipta máli: hvíld, slökun, næring sem styður við líkama í streituástandi og það að leyfa sér að draga andann djúpt. Að vita að það er ekkert „að þér sem manneskju“ þetta er líffræðilegt ástand sem hægt er að hafa stjórn á.”

Þú ert ekki ein/n og lífsgæðin geta skilað sér aftur. 🦋

******

Mikilvægt!

Hvíldu þig þegar líkaminn biður um það, ekki reyna að halda í sama hraða og áður.
Andaðu djúpt, einfaldar öndunaræfingar róa taugakerfið og hjartsláttinn.
Forðastu koffín og mikinn sykur, þau ýta undir skjálfta og hraðan hjartslátt.
Leitaðu stuðnings, talaðu við aðra sem hafa gengið í gegnum þetta, það hjálpar að vita að þú ert ekki ein/n.💖

******

Ath!
Fólk með vanvirkan skjaldkirtil sem tekur hormónalyf getur líka lent í ofvirkni ef skammturinn er of hár.
Þess vegna er mjög mikilvægt að fara reglulega í blóðprufur og stilla lyfjagjöfina af. Ofvirkni, hvort sem hún kemur af Graves eða of háum lyfjaskammti er aldrei góð fyrir hjartað.🫀

******

‼️Ofvirkni er álag, sérstaklega fyrir hjartað – pössum upp á það! ‼️❤️‍🔥🫀❤️‍🩹

Þyngdarstjórnun – fleiri leiðir en ein. 🏋🏻‍♀️“Við þekkjum flest hvernig umræðan um þyngd hefur oft verið: „borða  minna ...
28/08/2025

Þyngdarstjórnun – fleiri leiðir en ein. 🏋🏻‍♀️

“Við þekkjum flest hvernig umræðan um þyngd hefur oft verið: „borða minna og hreyfa sig meira.“
En lífið er ekki svona einfalt því margir hafa prófað endalausar leiðir án árangurs ekki vegna þess að þeir séu latir eða hafi ekki viljastyrk, heldur vegna þess að líkaminn vinnur ekki eins hjá öllum. Sjúkdómar, hormónaójafnvægi, skjaldkirtilsvandi eða erfðir geta haft mikil áhrif.

Þess vegna er svo mikilvægt að muna að það er ekki til “ein rétt leið”. Þyngdarstjórnun getur falið í sér hreyfingu, mataræði, lyf eða blöndu af þessu öllu allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.”

Hvað geta lyfin gert?

Lyf eins og Wegovy og Mounjaro eru ekki bara „þyngdartapslyf“. Rannsóknir sýna að þau hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna:

✅ Blóðsykur – lækkar blóðsykur og minnkar líkur á sykursýki 2
✅ Blóðþrýstingur – hjálpar til við að lækka háþrýsting
✅ Hjarta- og æðavernd – dregur úr hættu á hjartaáföllum og heilablóðfalli
✅ PCOS – geta stutt við hormónajafnvægi og auðveldað þyngdarstjórnun hjá konum með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni
✅ Blóðfita og bólgur – bæta kólesteról og draga úr bólgum
✅ Lífsgæði – hjálpa mörgum að hefja hreyfingu og nærast betur til lengri tíma

Þetta er því ekki bara spurning um „megrun“ heldur heilsu í víðu samhengi.

Engin „auðveld leið“

Lyf eins og Wegovy og Mounjaro eru ekki töfralausn. Þau krefjast aga, reglulegrar notkunar og fylgja oft aukaverkanir eins og ógleði, meltingaróþægindi eða orkuleysi.
Þetta er því alls ekki „auðveld leið“ heldur heilbrigðisúrræði sem getur hjálpað fólki að ná betra jafnvægi og heilsu til lengri tíma.

Hreyfing og mataræði: alltaf mikilvæg!🥗

Því sem lyfin breyta ekki er að við þurfum öll að huga að hreyfingu og næringu.
Lyfin geta hins vegar veitt mörgum nauðsynlegt forskot, til að komast af stað og byggja upp heilbrigðan lífsstíl sem var áður óraunhæfur vegna sjúkdóma eða efnaskipta ójafnvægis.

Ekki ein leið fyrir alla:
• Sumir ná árangri með lyftingum og hollu mataræði.
• Aðrir þurfa lyf til að hjálpa líkamanum að vinna með sér, ekki á móti sér.
• Margir þurfa blöndu af þessu öllu.

Allar leiðir sem bæta heilsu og vellíðan eru jafn virðingarverðar.

Mikilvægt að muna!

Það eru oft neikvæðar fréttir um þessi lyf og fólk gagnrýnt fyrir að velja „auðveldu leiðina“. En það er einfaldlega ekki rétt því aðstæður fólks eru ólíkar:

👉 Sumir geta náð árangri með hreyfingu og mataræði einu saman.
👉 Aðrir glíma við skjaldkirtilsvanda, hormónaójafnvægi, sjálfsofnæmi, insúlínviðnám eða aðra undirliggjandi sjúkdóma sem gera þetta miklu erfiðara.
👉 Fyrir suma eru lyf eins og Wegovy eða Mounjaro heilbrigðisúrræði ekki bara til þyngdartaps heldur líka til að bæta heilsu almennt (t.d. blóðsykur, blóðþrýsting, hjartaáhættu).

Fólk á að fá að velja sína leið, með eða án lyfja og eiga rétt á friði og virðingu í þeirri vegferð.

Aðalatriðið:
Þetta snýst ekki um útlit, heldur heilbrigði, lífsgæði og langlífi.

🦋“Ekki vera hrædd að stíga þetta skref. Lyfin eru ekki „auðvelda leiðin“ heldur raunverulegt úrræði sem getur skilað þér nýjum krafti og betri heilsu.”

🦋Skjaldkirtillinn okkar🦋

——

Heimildir
1. Wilding JPH, Batterham RL, Calanna S, et al. Once-Weekly Semaglutide in Adults with Overweight or Obesity. N Engl J Med. 2021;384:989–1002.

2. American Diabetes Association. Pharmacologic Approaches to Glycemic Treatment: Standards of Medical Care in Diabetes—2024. Diabetes Care. 2024;47(Suppl. 1).

„Mig langaði að deila með ykkur smá fróðleik um D-vítamín.”“Hér á norðurhjara er viðbót af D-vítamíni í formi bætiefna í...
20/08/2025

„Mig langaði að deila með ykkur smá fróðleik um D-vítamín.”

“Hér á norðurhjara er viðbót af
D-vítamíni í formi bætiefna í raun alltaf nauðsynleg því við fáum einfaldlega ekki næga sól mestan hluta ársins.

Ég sé aftur og aftur hvernig D-vítamínskortur getur legið að baki mörgum kvillum sem hrjá okkur: þreytu, veikindum, beinverkjum og jafnvel skapi. Skorturinn er lúmskur og fólk ruglar honum oft við annað, en hann hefur áhrif á orkuna, beinin, ónæmiskerfið og jafnvel geðheilsuna.

Hér ætla ég að fara yfir helstu einkenni skorts og hvernig við getum passað upp á að halda jafnvægi bæði með sólinni, fæðunni og bætiefnum.“

*****

☀️ D-vítamín – skortur og lausnir

D-vítamín er ekki bara „vítamín“ heldur hormónlíkt efni sem hefur áhrif á hundruð ferla í líkamanum. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir skjaldkirtilinn, ónæmiskerfið, bein, vöðva og geðheilsu.

🔎 Hvernig lýsir D-vítamínskortur sér?

Einkenni geta verið lúmsk og er oft ruglað við annað:
• Þreyta og orkuleysi
• Vöðvaverkir eða beinverkir
• Auknar sýkingar, t.d. kvef og flensur
• Slappleiki í vöðvum, stundum jafnvel dofi
• Þunglyndi eða skapsveiflur
• Hægari gróandi eftir áverka eða sýkingar
• Hármissir getur líka tengst lágum gildum

👉 Í lengri tíma getur skortur aukið líkur á beinþynningu og sjálfsofnæmissjúkdómum.

🌤️ Sólin, sólarvörn og tímasetning.

Líkaminn framleiðir D-vítamín í húðinni þegar hún fær beint sólarljós. (Við fáum aðallega D-vít úr sólinni í gegnum húðina)

• Ef þú notar alltaf sólarvörn með háum stuðlum eins og SPF (30+) dregur það verulega úr framleiðslunni. (Um að gera að nota það samt.) Það sem skiptir mestu máli er að ná réttum sólargeislum áður en sólarvörn er borin á húðina og þá erum við aðallega að tala um handleggi og fætur en annað borgar sig að verja strax.

• Kl. 11–15 er sólin sterkust og þá framleiðir húðin mest af D-vítamíni á stuttum tíma. En þá þarf líka að passa sérstaklega að stoppa áður en húðin roðnar, því bruni skaðar húðina.

👉 Í raun má segja að það sé tveggja þrepa nálgun:
1. Viðkvæmir (ljós húð, húðvandamál, börn, eldra fólk): Betra að fá sitt D-vítamín fyrr um daginn eða seinnipartinn. 10-12 eða eftir kl 16)
2. Aðrir: Stutt dvöl (10–15 mínútur) um miðjan dag getur verið mjög skilvirk, ef passað er að brenna ekki

• Á Íslandi:
Húðin framleiðir mest af D-vítamíni um hádegisbil (kl. 11–15). Hins vegar velja margir öruggari tíma – kl. 10–12 eða eftir kl. 16 til að draga úr brunaáhættu. Báðir kostir virka, ef passað er að brenna ekki.

• Í sólarlöndum:
Sólin er miklu sterkari, og þá er best að forðast hádegissólina og velja 10–12 eða eftir 16 fyrir örugga D-vítamín framleiðslu.

🎣Hvernig tryggjum við nægilegt D-vítamín?

• Fæða: Feitur fiskur (lax, síld, makríll), lýsi, egg og D-vítamínbætt mjólk/olíur.

• Bætiefni: D-vítamín í töflu- eða dropa eða úðaformi er örugg leið fyrir flesta.

• Blóðprufa: Ef þú ert í vafa skaltu láta mæla gildi (25-OH-D). Æskilegt er að halda þeim í jafnvægi (um 100).

💡 Hagnýt ráð
• Taktu D-vítamín með máltíð sem inniheldur fitu þá nýtist það betur.

• Magnesíum og K2 styðja við nýtingu D-vítamíns.

• Ef þú ert með skjaldkirtilsvanda eða langvarandi þreytu getur verið sérstaklega mikilvægt að fylgjast með D-vítamíni.

*****

✨ D-vítamín er lykill að orku og jafnvægi – sérstaklega fyrir okkur sem þekkjum til skjaldkirtilsvanda.

******

Munum því eftir D-vítamínu🌞
“Góð heilsa er gulli betri”

🦋Skjaldkirtillinn okkar 🦋

*****

PS: það má endilega deila, takk ☺️

🦋 Skjaldkirtilinn og frjósemi – það sem gott er að vita🦋Mig langaði að skrifa um þetta efni því ég heyri um svo margar k...
19/08/2025

🦋 Skjaldkirtilinn og frjósemi – það sem gott er að vita🦋

Mig langaði að skrifa um þetta efni því ég heyri um svo margar konur glíma við ófrjósemi, fósturlát og erfiðleika með hormónajafnvægi og karlar glíma einnig við ófrjósemi og hormónaójafnvægi.
Það eru fleiri en við höldum sem reyna að verða barnshafandi án árangurs og ekki er alltaf athugað með skjaldkirtilinn, þó hann gegni lykilhlutverki í öllu hormónakerfinu.

Svo margt í umhverfinu okkar eins og efni sem við setjum á húðina, förðunarvörur, plastílát, ilmsprey, þvottaefni og hreinsiefni, geta haft áhrif á hormónin okkar.
Þessi áhrif eru oft lúmsk en geta safnast saman yfir tíma og truflað jafnvægið sem líkaminn þarf fyrir heilbrigt egglos, testósterón framleiðslu og frjósemi almennt.

Þess vegna finnst mér svo mikilvægt að við ræðum þetta – með von um að þessi pistill geti hjálpað einhverjum.



👩‍🦰 Skjaldkirtillinn og frjósemi kvenna 👩‍🦰

Þegar skjaldkirtillinn er í ójafnvægi:
• Vanvirkur skjaldkirtill (Hashimoto):
→ getur truflað egglos, hækkað prolactin og leitt til óreglulegra tíða eða fósturláts.
• Ofvirkur skjaldkirtill (Graves):
→ getur valdið hormónaójafnvægi, aukinni hættu á fósturláti, meðgöngueitrun eða hjartsláttartruflunum hjá fóstri.

TSH og hormónagildin skipta máli:
• TSH ætti helst að vera undir 2,5 mIU/L ef verið er að reyna að verða barnshafandi.
• Frítt T4 og T3 ættu að vera í efri hluta viðmiða.
• Ef mótefni eru til staðar (anti-TPO eða TRAb) þarf oft að fylgjast sérstaklega með.



🌿 Næring og lífsstíll sem styður skjaldkirtil og frjósemi

Næringarefni sem skipta máli
og hlutverk:

Selen:
Minnkar bólgur og TPO mótefni

D-vítamín:
Styður ónæmiskerfi og hormónajafnvægi

B12 & fólínsýra:
Nauðsynleg fyrir egg og fósturþroska

Járn:
Nauðsynlegt fyrir egglos og blóðmyndun

Joð:
Mikilvægt fyrir skjaldkirtil – í miklu hófi

Lífsstíll sem styður:
• Dragðu úr streitu og hvíldu þig vel
• Hófleg hreyfing – ekki of mikið, ekki of lítið
• Forðastu plastílát, gervi-ilmi ( Forðast efni með „parfum“ eða „fragrance“ á innihaldslýsingu) og BPA efni sem trufla hormón.



🔻 Hvað getur truflað hormónajafnvægi hjá konum?

Þáttur
og áhrif:

Melatónín í háum skömmtum:
Getur truflað egglos

**Íbúprófen, Treo, Voltaren o.fl /NSAID – ofnotkun:
Getur hindrað egglos tímabundið

Hormónagetnaðarvarnir:
Getur tekið tíma að jafna hormón eftir notkun

Gerviefni (BPA, parabens o.fl.):
Truflar estrógen og prógesterón

Svefnleysi / streita :
Eykur kortisól, dregur úr prógesteróni

Of lítil fita í fæði:
Skortur á hráefnum fyrir hormónamyndun

Of mikil hreyfing/of mikið líkamlegt álag án nægrar næringar eða hvíldar:
Getur tímabundið stöðvað frjósemi

🟠 **ATH: Langvarandi eða mikil notkun NSAID lyfja getur haft áhrif á hormónajafnvægi og jafnvel hamlað egglosi tímabundið.

———

👨‍🦱Skjaldkirtill og frjósemi karla👨‍🦱

Skjaldkirtilssjúkdómar hafa einnig áhrif á hormónakerfi karla:
• Lækkað testósterón
• Minnkuð kynhvöt og orka
• Skert gæði sæðis (hreyfanleiki, fjöldi, uppbygging)



🔹 Hvað getur truflað testósterón hjá körlum?

Þáttur
og áhrif:

BPA og phthalates:
Hermir eftir estrógeni → dregur úr testósteróni

Melatónín (háir skammtar):
Getur dregið úr testósterónframleiðslu

NSAID lyf (t.d. Íbúprófen, Treo, Voltaren):
Geta tengst lækkuðu testósteróni

Of mikil kviðfita: Umbreytir testósteróni í estrógen

Sykur og unnin fæða:
Truflar hormónajafnvægi

Streita og svefnleysi:
Hækkar kortisól → lækkar testósterón

🟢 Hvað styður testósterón og hormónajafnvægi?
• Styrktarþjálfun og reglulegur svefn
• Gott blóðsykurs jafnvægi og bólguminnkandi fæði
• Sink, D-vítamín og magnesíum eru lykilsteinefni fyrir karlmenn



🔬 Heimildir
1. Alexander EK, et al. (2017). ATA Guidelines Thyroid, 27(3)
2. Poppe K & Velkeniers B. (2004). Thyroid disorders in infertile women
3. Medici M, et al. (2012). Thyroid autoimmunity and miscarriage
4. Raber W, et al. (2003). Spontaneous abortion and thyroid
5. Krassas GE, et al. (2008). Thyroid and male fertility
6. Rayman MP. (2012). Selenium and human health



🦋 Skjaldkirtillinn okkar 🦋

Eigið góða helgi kæru fylgjendur💛Munið að huga að heilsunni, hún er ein dýrmætasta eign okkar.Fyrir þá sem glíma við skj...
15/08/2025

Eigið góða helgi kæru fylgjendur💛

Munið að huga að heilsunni, hún er ein dýrmætasta eign okkar.
Fyrir þá sem glíma við skjaldkirtilsvanvirkni eða sjálfsofnæmissjúkdóma og fá sér vínglas stöku sinnum þá getur áfengi aukið bólgur og raskað jafnvægi líkamans.

Stöku glas ætti þó að vera í lagi fyrir þá sem það þola, lykillinn er að hlusta á líkamann. 👌🏼

Ætla alls ekki að vera neinn siðapostuli er bara að tala af reynslu fyrir minn líkama 💕

Njótið helgarinnar 💖

✨ B12 – týndur hlekkur í orku og heilbrigði skjaldkirtilsins? ✨Mörg okkar ganga um með B12-skort án þess að vita af því ...
14/08/2025

✨ B12 – týndur hlekkur í orku og heilbrigði skjaldkirtilsins? ✨

Mörg okkar ganga um með B12-skort án þess að vita af því jafnvel þótt blóðprufan segi „innan viðmiða“.
Þreyta, heilaþoka, dofi, depurð og jafnvel meltingarvandi geta verið merki sem við tengjum ekki við vítamín.

Hér fer ég yfir:
• Helstu einkenni B12-skorts.
• Hvaða form eru best.
• Af hverju skjaldkirtils- og B12-vandi fylgjast oft að.
• Hvernig tryggja má nægt B12 og hvaða mælingar skipta máli.

“B12 og skjaldkirtilsvanvirkni”

Í framhaldi af pistlinum mínum í gær um hvaða bætiefni styðja við skjaldkirtilinn, langar mig að fara aðeins dýpra í eitt sem oft gleymist – B12-vítamín.
Skortur á því getur haft margvísleg áhrif, sérstaklega hjá þeim sem glíma við skjaldkirtilsvanvirkni eða Hashimoto.
Margir tengja einkenni ekki við vítamínskort – og því gengur fólk jafnvel árum saman með B12-skort án þess að vita af því.



Hvað gerist þegar okkur vantar B12?

B12 (cobalamín) er lykilatriði fyrir orkumyndun, heilbrigða taugastarfsemi, DNA-framleiðslu og blóðmyndun. Þegar það vantar, getur það haft áhrif á líkamann frá toppi til táar.

1. Orka og taugakerfi
• Þreyta, kraftleysi og „heilaþoka“.
• Dofi eða náladofi í höndum og fótum.
• Skert jafnvægisskyn eða óstöðugleiki í göngu.
• Erfiðleikar með einbeitingu og minni.

2. Blóðmyndun
• Skortur getur leitt til megaloblastic anemia (blóðleysis).
• Einkenni geta verið föl húð, hjartsláttarónot og mæði við áreynslu.

3. Andleg líðan
• Auknar líkur á depurð, kvíða eða pirringi.
• Skortur getur haft áhrif á boðefnaframleiðslu í heila og þar með geðslag.

4. Melting og upptaka
• Algengt við skert magasýrumagn eða meltingaróþægindi.
• Skert frásog sést oft eftir magaaðgerðir, með celiac eða bólgusjúkdóma í meltingarvegi.
• GLP-1 lyf (eins og Wegovy) geta einnig haft áhrif á frásog næringarefna, þar á meðal B12.

5. Tengsl við skjaldkirtil
• Sjálfsofnæmissjúkdómar fylgjast oft að, t.d. Hashimoto og pernicious anemia, sem veldur lélegri upptöku á B12.
• Einkenni B12-skorts geta verið mjög lík einkennum skjaldkirtilsvanvirkni – sem gerir það erfitt að greina á milli án blóðprufu.



Hvaða B12 er best?
1. Methylcobalamin – virkt form sem líkaminn nýtir beint í orku- og taugastarfsemi.
2. Adenosylcobalamin – mikilvægt í orkuframleiðslu í frumum. Oft gott að fá bæði form saman.
3. Hydroxocobalamin – langtímavirkt form sem er oft gefið í sprautum við alvarlegum skorti.

⚠️ Cyanocobalamin er ódýrasta formið, en þarf að umbreytast í virkt form. Ekki alltaf hentugt fyrir þá sem hafa MTHFR-ensímbreytingu eða slaka lifrarstarfsemi.



B12 og mælingar

B12 er best að mæla ásamt metýlmalónsýru (MMA) og homocystein til að fá heildarmynd.
Þó gildið sé innan viðmiða á blaðinu getur þú samt verið með skortseinkenni – því er mikilvægt að horfa á einkenni og mælingar saman.



Hvernig tryggjum við nægt B12?
• Úr fæðu: Kjöt, fiskur, egg og mjólkurvörur.
• Í bætiefnum: Methylcobalamin eða adenosylcobalamin (undir tungu eða í spreyformi fyrir betri upptöku).
• Skammtar:
• Viðhaldsnotkun: 1000 mcg á dag.
• Við skort: 3000–5000 mcg á dag eða sprautur samkvæmt læknisráði.
• Best að taka fyrir hádegi þar sem það getur aukið orku.



Ef þú ert með skjaldkirtilsvanvirkni, sérstaklega Hashimoto, er skynsamlegt að láta mæla B12 reglulega – jafnvel þó þú sért ekki með augljós einkenni.

🦋Skjaldkirtillinn okkar🦋



Heimildir:
1. O’Leary, F., & Samman, S. (2010). Vitamin B12 in health and disease. Nutrients, 2(3), 299–316. doi:10.3390/nu2030299
2. NIH Office of Dietary Supplements. Vitamin B12 Fact Sheet for Health Professionals. https://ods.od.nih.gov/factsheets/VitaminB12-HealthProfessional

Bætiefni sem geta stutt okkur með skjaldkirtilsvanvirkni.„Ég veit hversu yfirþyrmandi það getur verið að reyna að halda ...
13/08/2025

Bætiefni sem geta stutt okkur með skjaldkirtilsvanvirkni.

„Ég veit hversu yfirþyrmandi það getur verið að reyna að halda orkunni uppi, þó maður sé á lyfjum fyrir skjaldkirtilinn. Ég hef sjálf upplifað dagana þar sem allt virðist ganga hægt fyrir sig, líkaminn, hugurinn, jafnvel hjartað. Með árunum hef ég lært að lyfin eru grunnurinn, en það eru líka ákveðin næringarefni sem geta hjálpað okkur að finna fyrir meiri styrk og vellíðan. Þau eru ekki töfralausn en þau geta verið góð stoð í daglegu lífi.“ 🦋

Vanvirkur skjaldkirtill getur haft áhrif á orkuna, meltinguna, húðina, hárið, hormónajafnvægið og líðanina okkar frá degi til dags. Þegar skjaldkirtillinn framleiðir ekki nóg af hormónum getur líkaminn hægt á sér og þá getur rétt næring verið lykillinn að betri heilsu.

Lyfin sem við fáum (eins og Euthyrox eða Levaxin ofl..) eru mikilvægur grunnur en þau gefa líkamanum hormónið en ekki næringarefnin sem hjálpa öllum kerfum að starfa vel. Þess vegna getur verið gagnlegt að bæta við ákveðnum vítamínum og steinefnum sem styðja bæði skjaldkirtilinn og orkuframleiðslu líkamans.

💖💛🧡

1. Selen
• Hvers vegna? Selen er nauðsynlegt til að umbreyta óvirku skjaldkirtilshormóni (T4) í virkt hormón (T3).
• Hvað gerist ef það vantar? Umbreytingin hægist, einkenni geta versnað (þreyta, kulvísi, þyngdaraukning).
• Fæst í: Brasilíu hnetum (1–2 á dag nægja oft), fiski, eggjum eða í bætiefnaformi.

💚💙🖤

2. Sink
• Hvers vegna? Sink tekur þátt í framleiðslu skjaldkirtilshormóna og styrkir ónæmiskerfið.
• Hvað gerist ef það vantar? Hármissir, brothættar neglur, húðvandamál eins og þurr húð, kláði, bólur, sár sem gróa seint og illa og hægari efnaskipti.
• Fæst í: Graskersfræjum, ostrum, kjöti, baunum – eða sem bætiefni.

🤍🩵💚

3. D-vítamín
• Hvers vegna? Mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og getur dregið úr bólgum sem tengjast sjálfsofnæmissjúkdómum eins og Hashimoto.
• Hvað gerist ef það vantar? Auknar bólgur, vöðvaverkir, skert orka og aukin sýkingarhætta.
• Fæst í: Sólarljósi, feitum fiski, lýsi – eða í bætiefnaformi (oft með K2 fyrir betri nýtingu).

💖❤️🩷

5. Magnesíum
• Hvers vegna? Hjálpar við orkuframleiðslu, svefn, vöðvaslökun og getur dregið úr harðlífi.
• Hvað gerist ef það vantar? Krampar, svefntruflanir, höfuðverkur, hægðatregða.
• Fæst í: Hnetum, fræjum, dökkum grænu grænmeti eða í bætiefnaformi (t.d. magnesium glycinate fyrir góða nýtingu.)

💜🤎🖤

6. Omega-3 fitusýrur
• Hvers vegna? Draga úr bólgum, styðja heilastarfsemi og liðheilsu.
• Hvað gerist ef það vantar? Auknar bólgur, þurr húð, heilaþoka.
• Fæst í: Feitum fiski, lýsi, hörfræolíu – eða sem viðbót.

💖💛💜

Mundu: Bætiefni koma ekki í stað næringarríkrar fæðu,heldur styðja við hann. Byrjaðu á einu eða tveimur sem er líklegast að þig skorti, fylgstu með líðan og fáðu mælingar hjá lækni þegar mögulegt er.
Við erum öll ólík, það sem hentar einum, hentar ekki endilega öðrum.

💝💖💗

🦋 Skjaldkirtillinn okkar 🦋

💞Saman í átt að meiri orku, betri heilsu og bættri líðan.💪🏼💕

Aldurstengd hækkun á TSH og hvað þetta þýðir fyrir okkur sem erum á lyfjum🤔*****Stundum, þegar ég sit með kaffibollann o...
13/08/2025

Aldurstengd hækkun á TSH og hvað þetta þýðir fyrir okkur sem erum á lyfjum🤔

*****

Stundum, þegar ég sit með kaffibollann og hugsa um heilsuna mína, kemur þessi spurning upp í hugann:
“Hvað gerist þegar við eldumst með skjaldkirtilsvandamál? Breytist eitthvað með lyfin eða er þetta bara það sama til æviloka?”

Kannski er það af því að ég er sjálf komin af „léttasta skeiði“ þessi hugleiðsla um líkamann, orkuna og hvernig hann breytist með tímanum hefur fært sig nær.

*****

Þegar TSH hækkar með aldrinum

Það er gott að muna að TSH-hormónið hækkar oft eðlilega með aldrinum hjá fólki sem hefur starfhæfan skjaldkirtil þ.e. normal kirtill án van eða ofvirkni.
Það er ekki alltaf merki um sjúkdóm hjá fólki heldur getur verið hluti af náttúrulegum breytingum í líkamanum.

Rannsóknir sýna að eðlileg mörk TSH geta hækkað með árunum:
• 65–70 ára: oft allt að ~5,5 mIU/L
• 71–80 ára: oft allt að ~5,9 mIU/L
• 80+ ára: allt að ~6,7 mIU/L
(ATH! Á eingöngu við þá sem eru ekki með vanvirkni )

Þetta þýðir að hjá eldri einstaklingum er stundum óþarfi að hefja lyfjameðferð ef hækkunin er væg, fT4 er eðlilegt og engin einkenni eru til staðar.

*****

En hvað með okkur sem erum með vanvirkni vegna sjálfsofnæmissjúkdómsins Hashimoto?
(90% vanvirkni er vegna Hashimotos)

Þar er myndin önnur.
Hashimoto er sjálfsofnæmissjúkdómur sem veldur því að skjaldkirtilinn missir smám saman getu til að framleiða hormón. Þegar við byrjum á lyfjum er það yfirleitt ævilangt við erum einfaldlega að bæta upp það sem líkaminn framleiðir ekki lengur sjálfur.

Það sem breytist með aldrinum er skammturinn:
• Efnaskiptin hægjast
• Þörfin fyrir hormónin getur minnkað
• Reglulegar mælingar á TSH og fT4 hjálpa til við að stilla skammtinn rétt

*****

Minn lærdómur:
• Ef skjaldkirtillinn er heilbrigður getur hækkun á TSH verið eðlileg hluti af því að eldast.
• Ef við erum með Hashimoto og á lyfjum, er meðferðin yfirleitt til frambúðar — en skammturinn getur breyst.
• Mikilvægast er að hlusta á líkamann, mæla reglulega og leyfa meðferðinni að vinna með okkur, ekki á móti okkur.

*****

🌟„Lífið heldur áfram að breytast og við með því. Með réttu jafnvægi, reglulegu eftirliti og hlustun á eigin líkama getum við stutt við heilsuna okkar og lifað lífinu af krafti, á öllum aldri.“🌟

🦋Skjaldkirtillinn okkar 🦋

——

Heimildir:
1. Surks MI, Hollowell JG. Age-specific distribution of serum thyrotropin and antithyroid antibodies in the U.S. population: implications for the prevalence of subclinical hypothyroidism. J Clin Endocrinol Metab. 2007 Dec;92(12):4575-82.
👉 Sýnir að eðlileg TSH-mörk hækka með aldri og að væg hækkun hjá öldruðum er oft ekki sjúkdómur.
2. Biondi B, Cooper DS. The clinical significance of subclinical thyroid dysfunction. Endocr Rev. 2008 Feb;29(1):76-131.
👉 Farið yfir hvenær meðferð er ráðlögð og að hjá eldri einstaklingum með TSH

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skjaldkirtilinn okkar og heilsufar almennt tengt honum posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram