04/08/2025
🦋 Þetta er bara latur skjaldkirtill – eða hvað?
„Þú ert bara með vanvirkan skjaldkirtil.“
Það hljómar sakleysislega, ekki satt?
Einföld skýring. Ein tafla.
En líkaminn minn sagði annað.
Og ef þú ert að lesa þetta, þá giska ég á að sá þinn geri það líka.
Kannastu við þetta?
Að vakna þreytt eftir heilan nætursvefn.
Að finna hárið þynnast, andlitið bólgið og þrútið án skýringar.
Að finna depurð hellast yfir og enginn skilur.
Að fá að heyra að „þetta sé bara aldurinn“… eða þunglyndi.
Þá ert þú ekki ein/n.
Hvað veldur því að skjaldkirtillinn hægir á sér?
Í mínu tilfelli og hjá langflestum öðrum var það Hashimoto eða um 90% tilfella er vegna þess.
Sjálfsofnæmissjúkdómur sem læddist að mér í hljóði.
Ónæmiskerfið fer að ráðast á skjaldkirtilinn eins og hann sé óvinur
og hann veikist, hægt og rólega.
En það eru fleiri mögulegar orsakir:
• Sum lyf
• Brottnám skjaldkirtils eða geislameðferð
• Alvarlegur næringarskortur (t.d. á seleni, járni, B12)
• Langvinn streita – og hreinlega kerfishrun
• Skjaldkirtilsvandamál sem eru til staðar frá fæðingu
• Joðskortur – sérstaklega ef joð er lítið í mataræði yfir langan tíma
*Joð er hráefni sem skjaldkirtillinn notar til að búa til hormónin T3 og T4. Ef það vantar, hægir hann einfaldlega á sér.
En of mikið joð getur líka truflað starfsemi hans – og því þarf extra varfærni með joð.
Því þarf fólk með Hashimoto (sem eru flest okkar með vanvirkni eða um 90%) að fara extra varlega með joð (sérstaklega sem bætiefni)þar sem það getur ýtt undir bólgusvörun og valdið meiri vanvirkni sem stundum mælist ekki í blóðprufum.
Joðskortur á frekar heima sem orsök vanvirkni en er oftast ekki sem lausn fyrir þá sem eru með Hashimoto.
Það er því mjög mikilvægt að meta joðþörf út frá blóðprufum, mataræði og heildarstöðunni áður en bætiefni eru notuð.*
“Hashimoto er næstum aldrei nefndur þótt hann sé oftast mældur við greiningu”.
Af hverju segir þér enginn frá þessu?
Því kerfið hefur lært að horfa bara á eitt hormón: TSH.
Ef það er innan viðmiða, þá er „allt í lagi“.
En þú ert þreytt/ur. Með heilaþoku.
Með kaldar hendur.
Kannski greind/ur með þunglyndi.
Þú veist samt að eitthvað annað er að.
Það er ekki ímyndun.
Þetta er ekki væl.
Það er vanræksla ef enginn hlustar.
Þú átt skilið að fá að vita hvað hrjáir þig.
Við eigum ekki sætta að okkur við þetta
Það að vera sagt trekk í trekk að allt sé í lagi og vera samt skugginn af sjálfri/um sér er rangt.
Við eigum rétt á svörum.
Og við eigum rétt á lausnum.
Ekki bara lyf.💊
Heldur skilning, stuðning og almennilega meðferð og eftirfylgni.
🦋 Þess vegna skrifa ég þetta. Fyrir þig. Og fyrir mig. Fyrir ykkur öll!🦋
Því þú átt rétt á að:
💠 Vita hvað Hashimoto er og hvernig hann hefur áhrif á þig
💠 Fá blóðprufur sem skipta máli – ekki bara TSH
💠 Vita að mataræði, bætiefni og streitustjórnun skipta sköpum
💠 Fá að hlusta á líkama þinn og trúa honum
💠 Vera hluti af samfélagi sem hlustar og skammast sín ekki fyrir að krefjast betri meðferðar.
Hvað getur þú gert í dag?
Ég ætla ekki að segja þér hvað þú átt að gera.
En ef þú ert tilbúin, þá eru hér nokkur fyrstu skref:
1. Spurðu lækni: „Hafa TPO-mótefni verið mæld hjá mér?“
2. Skrifaðu niður hvernig þér líður – svefn, melting, orka, hjartsláttur
3. Leitaðu að fræðslu
4. Taktu pláss talaðu um þetta. Þú ert ekki að ímynda þér þetta. Og þú ert ekki ein/n!
Þetta er ekki bara „latur skjaldkirtill“.
Þetta er líkami sem er að kalla á að þú hlustir.
Ég veit hvernig það er að verða hunsuð en ég veit líka hvernig það er að standa aftur upp og segja:
Ég á betra skilið!
Og þú mátt gera það líka.
Því þín líðan skiptir máli.
🦋 🦋
Skjaldkirtillinn stjórnar efnaskiptum.
Og þegar hann hægir á sér – þá hægist á öllu.
Hjarta og æðar
• Hægari hjartsláttur
• Lágur blóðþrýstingur
• Hærra kólesteról og blóðfita
• Með tímanum: aukin hætta á háþrýstingi og hjartasjúkdómum
• Í verstu tilfellum: hjartabilun ef vanvirkni er ómeðhöndluð árum saman
Heili og taugar
• Heilaþoka
• Einbeitingarskortur
• Þunglyndi
• Dofi og taugaverkir
Hormón og frjósemi
• Óreglulegar blæðingar eða engar
• Þreyta og vanlíðan fyrir blæðingar
• Erfiðleikar með að verða ólétt
• Aukin hætta á fósturláti ef ógreint á meðgöngu
Melting
• Hæg melting, hægðatregða
• Uppþemba, gasmyndun
• Lítil magasýra → skert upptaka á B12, járni og sinki
Næring og efnaskipti
• Lágt járn og ferritín
• Lágt B12 og D-vítamín
• Þyngdaraukning
• Kulvísi – kaldar hendur og fætur
Bein og vöðvar
• Vöðvaverkir, stirðleiki
• Beinþynning (ef hormónaskortur varir árum saman)
• Slen, þreyta, skert hreyfigeta
Og svo þessi ruglandi blanda…
Hashimoto veldur sveiflum.
Oftast er skjaldkirtillinn vanvirkur– svo kemur tímabundin ofvirkni þegar bólgan blossar upp.
Þetta ruglar ekki bara líkamann – heldur líka lækna. Ég lenti í því sjálf.
Sjö atriði sem ég vildi að einhver hefði sagt mér fyrr:
1. Streita og áföll skipta máli
Langvinn streita, kulnun og áföll sérstaklega í æsku geta lagt grunn að þessu.
Þetta er ekki bara „slump“. Þetta hefur rætur.
2. TPO og Tg mótefni
Þau segja til um hvort ónæmiskerfið sé farið að ráðast á skjaldkirtilinn.
Þau eru oftast mæld við greiningu.
3. Þú þarft fleiri blóðprufur en bara TSH
því TSH segir ekki alla söguna.
Þú þarft líka að fá mæld:
✅ Free T4 og Free T3
✅ TPO & Tg (oftast gert í upphafi)
✅ B12, D-vítamín, járn, ferritín
✅ Selen, sink, magnesíum
✅ Cortisol (ef þú ert í síþreytu)
✅ Kvenhormón – ef blæðingar/frjósemi eru í ólagi
4. Slök melting → léleg upptaka
Líkaminn getur hætt að nýta næringarefni almennilega.
Bætiefni nýtast ekki ef þú ert með litla magasýru eða slaka meltingu.
Ég tók B12 í heilt ár án árangurs þangað til þetta var skoðað.
5. Húð, hár og kynheilsa skiptir máli líka
• Þurr húð
• Hár tapar þéttleika
• Kynlöngun hverfur
• Erfitt með sjálfsmynd og nánd – en enginn talar um það
6. Margir fá ranga greiningu
Margar konur fá greiningar á borð við:
• Þunglyndi
• Kvíða
• Vefjagigt
• „Breytingaskeið“ löngu áður en það er komið
…án þess að nokkur skoði skjaldkirtilinn almennilega.
7. Þú mátt gera þetta að stórmáli!
Ef þú lifir við kulda, þreytu, heilaþoku og skilningsleysi…
þá skaltu vita þetta:
➡️ Þú ert ekki að ímynda þér þetta
➡️ Þú ert ekki of viðkvæm
➡️ Þú ert ekki ein
Ég sé þig.
Ég trúi þér.
Og ég skrifa þetta því þú átt betra skilið.
🦋 Skjaldkirtillinn okkar 🦋