Skjaldkirtilinn okkar og heilsufar almennt tengt honum

Skjaldkirtilinn okkar og heilsufar almennt tengt honum Heilbrigður líkami, heilbrigð sál 🦋

Ég var spurð af hverju tala ég svona oft um Hashimoto?Því læknar segja oft:„Það skiptir ekki máli. Meðferðin er sú sama,...
06/08/2025

Ég var spurð af hverju tala ég svona oft um Hashimoto?

Því læknar segja oft:
„Það skiptir ekki máli. Meðferðin er sú sama, hvort sem þetta heitir Hashimoto eða vanvirkur skjaldkirtill.“

En fyrir mig og svo marga aðra skiptir það máli. Ekki vegna þess að lyfin breytast endilega.
Heldur vegna þess að við eigum rétt á að vita hvað er að gerast í líkama okkar.
Við eigum rétt á að fá skýringar. Að vita hvað sjúkdómurinn okkar heitir. Að fá samhengi í það sem við upplifum.

Þegar þú finnur fyrir stöðugri þreytu, bólgum, heilaþoku, verkjum ofl þá er það eðlilegt að vilja skilja af hverju.
Það er ekki ásættanlegt að fá að heyra að „allt sé í lagi“ þegar þér líður illa.

Í yfir 90% tilfella er það sjálfsofnæmissjúkdómurinn Hashimoto sem veldur vanvirkni skjaldkirtils.
Þegar við tölum um þetta aftur og aftur þá er það ekki vegna þess að við séum að kvarta eða gera veður út af engu.
Við erum að berjast.

Við erum að berjast fyrir meiri skilningi.
Fyrir betri meðferð.
Því við vitum að ein pilla er oft ekki nóg.
Það þarf heildstæða nálgun. Það þarf að hlusta. Taka mark á líðan. Skoða næringu, svefn, hreyfingu, bætiefni, streitu og lífstíl.
Við þurfum meðferð sem nær utan um okkur sem heild ekki bara tölur á blaði.

Og þó að margt sé enn eftir, þá hefur ýmislegt breyst.
Þegar ég greindist fyrir nær 30 árum var allt annað landslag. En það hefur orðið breyting og hún hefur orðið vegna þess að öflugir sjúklingahópar og einstaklingar hafa barist fyrir og með okkur.
Og við erum enn að og hættum vonandi aldrei!

Við erum að leggja grunn að framtíðinni.
Við berjumst ekki bara fyrir okkur sjálf heldur líka fyrir þau sem eiga eftir að ganga í gegnum þetta.
Fyrir næstu kynslóðir. Fyrir dætur okkar og syni, barnabörn og allar þær raddir sem enn hafa ekki fengið svör.

🦋Skjaldkirtillinn okkar🦋

04/08/2025

🦋 Þetta er bara latur skjaldkirtill – eða hvað?

„Þú ert bara með vanvirkan skjaldkirtil.“
Það hljómar sakleysislega, ekki satt?
Einföld skýring. Ein tafla.

En líkaminn minn sagði annað.
Og ef þú ert að lesa þetta, þá giska ég á að sá þinn geri það líka.

Kannastu við þetta?

Að vakna þreytt eftir heilan nætursvefn.
Að finna hárið þynnast, andlitið bólgið og þrútið án skýringar.
Að finna depurð hellast yfir og enginn skilur.
Að fá að heyra að „þetta sé bara aldurinn“… eða þunglyndi.

Þá ert þú ekki ein/n.

Hvað veldur því að skjaldkirtillinn hægir á sér?

Í mínu tilfelli og hjá langflestum öðrum var það Hashimoto eða um 90% tilfella er vegna þess.
Sjálfsofnæmissjúkdómur sem læddist að mér í hljóði.
Ónæmiskerfið fer að ráðast á skjaldkirtilinn eins og hann sé óvinur
og hann veikist, hægt og rólega.

En það eru fleiri mögulegar orsakir:

• Sum lyf
• Brottnám skjaldkirtils eða geislameðferð
• Alvarlegur næringarskortur (t.d. á seleni, járni, B12)
• Langvinn streita – og hreinlega kerfishrun
• Skjaldkirtilsvandamál sem eru til staðar frá fæðingu
• Joðskortur – sérstaklega ef joð er lítið í mataræði yfir langan tíma

*Joð er hráefni sem skjaldkirtillinn notar til að búa til hormónin T3 og T4. Ef það vantar, hægir hann einfaldlega á sér.
En of mikið joð getur líka truflað starfsemi hans – og því þarf extra varfærni með joð.
Því þarf fólk með Hashimoto (sem eru flest okkar með vanvirkni eða um 90%) að fara extra varlega með joð (sérstaklega sem bætiefni)þar sem það getur ýtt undir bólgusvörun og valdið meiri vanvirkni sem stundum mælist ekki í blóðprufum.
Joðskortur á frekar heima sem orsök vanvirkni en er oftast ekki sem lausn fyrir þá sem eru með Hashimoto.
Það er því mjög mikilvægt að meta joðþörf út frá blóðprufum, mataræði og heildarstöðunni áður en bætiefni eru notuð.*

“Hashimoto er næstum aldrei nefndur þótt hann sé oftast mældur við greiningu”.

Af hverju segir þér enginn frá þessu?

Því kerfið hefur lært að horfa bara á eitt hormón: TSH.

Ef það er innan viðmiða, þá er „allt í lagi“.

En þú ert þreytt/ur. Með heilaþoku.
Með kaldar hendur.
Kannski greind/ur með þunglyndi.
Þú veist samt að eitthvað annað er að.

Það er ekki ímyndun.
Þetta er ekki væl.
Það er vanræksla ef enginn hlustar.

Þú átt skilið að fá að vita hvað hrjáir þig.

Við eigum ekki sætta að okkur við þetta

Það að vera sagt trekk í trekk að allt sé í lagi og vera samt skugginn af sjálfri/um sér er rangt.
Við eigum rétt á svörum.
Og við eigum rétt á lausnum.

Ekki bara lyf.💊
Heldur skilning, stuðning og almennilega meðferð og eftirfylgni.

🦋 Þess vegna skrifa ég þetta. Fyrir þig. Og fyrir mig. Fyrir ykkur öll!🦋

Því þú átt rétt á að:

💠 Vita hvað Hashimoto er og hvernig hann hefur áhrif á þig
💠 Fá blóðprufur sem skipta máli – ekki bara TSH
💠 Vita að mataræði, bætiefni og streitustjórnun skipta sköpum
💠 Fá að hlusta á líkama þinn og trúa honum
💠 Vera hluti af samfélagi sem hlustar og skammast sín ekki fyrir að krefjast betri meðferðar.

Hvað getur þú gert í dag?

Ég ætla ekki að segja þér hvað þú átt að gera.
En ef þú ert tilbúin, þá eru hér nokkur fyrstu skref:
1. Spurðu lækni: „Hafa TPO-mótefni verið mæld hjá mér?“
2. Skrifaðu niður hvernig þér líður – svefn, melting, orka, hjartsláttur
3. Leitaðu að fræðslu
4. Taktu pláss talaðu um þetta. Þú ert ekki að ímynda þér þetta. Og þú ert ekki ein/n!

Þetta er ekki bara „latur skjaldkirtill“.

Þetta er líkami sem er að kalla á að þú hlustir.
Ég veit hvernig það er að verða hunsuð en ég veit líka hvernig það er að standa aftur upp og segja:
Ég á betra skilið!

Og þú mátt gera það líka.

Því þín líðan skiptir máli.
🦋 🦋

Skjaldkirtillinn stjórnar efnaskiptum.
Og þegar hann hægir á sér – þá hægist á öllu.

Hjarta og æðar

• Hægari hjartsláttur
• Lágur blóðþrýstingur
• Hærra kólesteról og blóðfita
• Með tímanum: aukin hætta á háþrýstingi og hjartasjúkdómum
• Í verstu tilfellum: hjartabilun ef vanvirkni er ómeðhöndluð árum saman

Heili og taugar

• Heilaþoka
• Einbeitingarskortur
• Þunglyndi
• Dofi og taugaverkir

Hormón og frjósemi

• Óreglulegar blæðingar eða engar
• Þreyta og vanlíðan fyrir blæðingar
• Erfiðleikar með að verða ólétt
• Aukin hætta á fósturláti ef ógreint á meðgöngu

Melting

• Hæg melting, hægðatregða
• Uppþemba, gasmyndun
• Lítil magasýra → skert upptaka á B12, járni og sinki

Næring og efnaskipti

• Lágt járn og ferritín
• Lágt B12 og D-vítamín
• Þyngdaraukning
• Kulvísi – kaldar hendur og fætur

Bein og vöðvar

• Vöðvaverkir, stirðleiki
• Beinþynning (ef hormónaskortur varir árum saman)
• Slen, þreyta, skert hreyfigeta

Og svo þessi ruglandi blanda…

Hashimoto veldur sveiflum.
Oftast er skjaldkirtillinn vanvirkur– svo kemur tímabundin ofvirkni þegar bólgan blossar upp.
Þetta ruglar ekki bara líkamann – heldur líka lækna. Ég lenti í því sjálf.

Sjö atriði sem ég vildi að einhver hefði sagt mér fyrr:

1. Streita og áföll skipta máli
Langvinn streita, kulnun og áföll sérstaklega í æsku geta lagt grunn að þessu.
Þetta er ekki bara „slump“. Þetta hefur rætur.

2. TPO og Tg mótefni
Þau segja til um hvort ónæmiskerfið sé farið að ráðast á skjaldkirtilinn.
Þau eru oftast mæld við greiningu.

3. Þú þarft fleiri blóðprufur en bara TSH
því TSH segir ekki alla söguna.
Þú þarft líka að fá mæld:

✅ Free T4 og Free T3
✅ TPO & Tg (oftast gert í upphafi)
✅ B12, D-vítamín, járn, ferritín
✅ Selen, sink, magnesíum
✅ Cortisol (ef þú ert í síþreytu)
✅ Kvenhormón – ef blæðingar/frjósemi eru í ólagi

4. Slök melting → léleg upptaka
Líkaminn getur hætt að nýta næringarefni almennilega.
Bætiefni nýtast ekki ef þú ert með litla magasýru eða slaka meltingu.
Ég tók B12 í heilt ár án árangurs þangað til þetta var skoðað.

5. Húð, hár og kynheilsa skiptir máli líka
• Þurr húð
• Hár tapar þéttleika
• Kynlöngun hverfur
• Erfitt með sjálfsmynd og nánd – en enginn talar um það

6. Margir fá ranga greiningu
Margar konur fá greiningar á borð við:

• Þunglyndi
• Kvíða
• Vefjagigt
• „Breytingaskeið“ löngu áður en það er komið

…án þess að nokkur skoði skjaldkirtilinn almennilega.

7. Þú mátt gera þetta að stórmáli!

Ef þú lifir við kulda, þreytu, heilaþoku og skilningsleysi…
þá skaltu vita þetta:

➡️ Þú ert ekki að ímynda þér þetta
➡️ Þú ert ekki of viðkvæm
➡️ Þú ert ekki ein

Ég sé þig.
Ég trúi þér.
Og ég skrifa þetta því þú átt betra skilið.

🦋 Skjaldkirtillinn okkar 🦋

Sæll öll ég ákvað að koma fyrr en ég ætlaði en það er jú kominn ágúst mánuður😃Ég las  einlægan pistil frá frægri mannesk...
01/08/2025

Sæll öll ég ákvað að koma fyrr en ég ætlaði en það er jú kominn ágúst mánuður😃

Ég las einlægan pistil frá frægri manneskju sem opnaði sig um að vera með Lyme sjúkdóm.
Hann lýsti því að hafa verið að kljást við yfirþyrmandi þreytu, verki og vanlíðan en að hafa samt ákveðið að halda áfram með stórt verkefni sem margir hefðu hætt við. Hann vildi klára. Vildi ekki bregðast fólki. Gagnrýnin lét ekki á sér standa. En það var eitthvað við söguna sem snerti mig djúpt.💕

Ég er með Hashimoto’s. Sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur vanvirkum skjaldkirtli og getur leitt til alvarlegrar þreytu, kvíða, bólgu, verkja og orkuskerðingar sem erfitt er að útskýra. Og þegar ég las þetta hugsaði ég: Ég skil hann. Ég þekki þessa þrjósku. Þessa von. Þessa löngun til að halda áfram þótt líkaminn segi stopp.

Fólk utan frá sér oft ekki hvað það kostar að vera „með“ í daglegu lífi þegar maður glímir við ósýnileg veikindi. Því er auðvelt að dæma: „Af hverju hættir hann ekki bara?“ En þeir sem eru með langvinna sjúkdóma eins og Lyme eða sjálfsofnæmissjúkdóma vita að ákvörðunin um að halda áfram kemur ekki af ábyrgðarleysi. Hún kemur af þrjósku og skyldurækni. Þörf til að vera til staðar. Og löngun til að vera „eins og annað fólk“.

Ég hef sjálf mætt í vinnu sinnt börnum og heimilinu, passað barnabörnin og hitt vini og brosað á meðan líkaminn öskraði á mig að stoppa. Og stundum hefur það kostað mig dýrmætan tíma í bata. Oft langar mig til að fela mig undir sænginni og reyna að vera ósýnileg svo fólk láti mig í friði en það er ekki í boði maður verður að halda áfram.

Það er mikilvægt að við tölum opinskátt um veikindin og reynum að fá fólk til að skilja því við sem lifum með ósýnilegum sjúkdómum þurfum á skilningi að halda ekki bara pillum og gagnrýni.

Ef þú hefur einhvern tíma haldið áfram lengur en þú áttir að gera af því þú vildir ekki bregðast öðrum þá ertu ekki ein/n. Við sjáum þig. Við skiljum það. Og við sendum þér faðmlag, hlýju og samhug.

Og næst þegar þú ákveður að hlusta á líkamann og stoppa verður það ekki veikleikamerki.
Það verður vitnisburður um styrk.

Eigið góðan dag ❤️

fans

☀️ Sumarfrí með miklu þakklæti 🦋❤️Kæru vinir 🦋Nú tek ég mér frí frá virkni hér á síðunni og hleypi sumrinu að – með von ...
11/06/2025

☀️ Sumarfrí með miklu þakklæti 🦋❤️

Kæru vinir 🦋

Nú tek ég mér frí frá virkni hér á síðunni og hleypi sumrinu að – með von um tíma til að endurnæra sál og líkama.
Við hittumst aftur eftir sumarfrí um miðjan ágúst ca – endurnærð, tilbúin til að halda áfram vegferðinni saman.

Takk fyrir samveruna, traustið og hlýjuna hingað til.
Eigið gleðilegt sumar – og munið:

Þú þarft ekki að vera fullkomin
– bara vera til.
Þú þarft ekki að gera allt
– bara anda.
Þú þarft ekki að hlaupa
– bara ganga á eigin hraða.

💙 Hvíld er heilun.
🌿 Sumarið má líka vera rólegt.
☀️ Og þú mátt blómstra á þinn hátt.

Með kærleik,
🦋 Skjaldkirtillinn okkar 🦋

10/06/2025

Minni á þennan frábæra hóp ❤️

🌿 Það sem enginn læknir skrifar upp á – en getur bjargað deginum þínum🥰(og stundum bara bjargað þér)Þú hefur líklega hey...
26/05/2025

🌿 Það sem enginn læknir skrifar upp á – en getur bjargað deginum þínum🥰

(og stundum bara bjargað þér)

Þú hefur líklega heyrt þetta áður:
„Hreyfðu þig meira.“
„Borðaðu hollt.“
„Sofðu betur.“

Allt satt – en stundum bara óttaleg klisja.
Af því hvað ef þú ert búin að reyna allt þetta?
Og samt vaknarðu og hugsar:
„Ég er búin/n á því. Ég get ekki í dag.“



✨ En hvað ef við pælum í þessu öðruvísi?

Hvað ef heilsumoli dagsins væri ekki bara hvað þú átt að gera – heldur líka hvernig þú vilt láta þér líða?

Við tölum oft um líkamlega heilsu eins og vélfræði – en lífsgæði snúast líka um það að finna tilgang, gleði og örlitla töfra í hversdagsleikunum.

Og nei, það þýðir ekki að þurfa að vakna kl. 5 og drekka seljusafa.
Stundum snýst það bara um þetta:



💡 „Þetta var góð stund“

👉 Að drekka kaffibolla í ró og hlusta á regnið.
👉 Að hlæja yfir einhverju heimskulegu með góðum vini.
👉 Að teygja sig í sólskini – eins og köttur.🐈
👉 Að segja „ég nenni ekki í dag“ og samt brosa aðeins út í annað. 🙂



🧠 Og veistu hvað? Þetta er heilsubætandi.

Já, það eru rannsóknir sem sýna að litlu gleðistundirnar:
• Minnka bólgur
• Styðja við ónæmiskerfið
• Bæta meltingu
• Draga úr þreytu og andlegri þoku
• Auka súrefni í líkamanum (já, bara með því að hlæja!)

Þetta er ekki “tómt blómamál”. Þetta er lífeðlisfræði + lífsfílingur.
Það sem líkaminn okkar elskar: Þegar við förum úr krísuham í kærleiksham.
Það byrjar í litlu hlutunum.



📣 Spurning dagsins:

Hver er þín litla stund sem fær þér til að líða betur?
Deildu henni í athugasemdum – þú veist aldrei hver þarf að lesa nákvæmlega þetta í dag 💛

– Lífsgæði eru ekki lúxus. Þau eru grunnþörf.
Mundu: Lífið er núna.💕

🦋 Skjaldkirtillinn okkar 🦋

18/05/2025

💙 Að eldast er ekki sjúkdómur framhald..

„ Hvað ef það sem þú heldur að sé elli – er í raun sjúkdómur sem hægt er að meðhöndla?“

Þegar fólk eldist breytist margt – en það þýðir ekki að allt sem gerist sé eðlilegt.
Þreyta, ruglingur, félagsleg einangrun, gleymska…
… getur þetta verið skjaldkirtillinn?

📌 Of oft skoðum við bara TSH – og látum þar við sitja.
📌 Of sjaldan spyrjum við: „Er eitthvað annað að?“

Ef þú sérð foreldri, maka eða afa/ömmu breytast – þá má spyrja:
👉 „Hefur skjaldkirtillinn verið skoðaður?“

Við skoðum þetta nánar í færslum dagsins:
➡️ Af hverju TSH segir ekki alla söguna
➡️ Ef mamma eða pabbi virðast breytt…

🦋 Skjaldkirtillinn okkar🦋
Því að eldast er ekki það sama og að verða gleyminn…

___

📌 Færsla 3

„Af hverju TSH segir ekki alla söguna?“

TSH er stýrihormón – en það segir ekki hversu mikið virkt skjaldkirtilshormón líkaminn fær.

Sumir eru með TSH „normal“ en FT3 og FT4 í neðri mörkum – og líða samt illa.

📌 Það þarf að mæla:
🔹 FT4
🔹 FT3
🔹 TPO / TRAb
🔹 B12, járn, D-vítamín og magnesíum

🧠 Einkenni vega meira en tölur.



📌 Færsla 4

„Ef mamma eða pabbi virðast óvenjulega þreytt, gleymin utan við sig – gæti það verið skjaldkirtillinn?“

Ef þú tekur eftir:
🔸 Þreytu, þunglyndi eða ruglingi
🔸 Félagslegri einangrun
🔸 Gleymsku eða stirðleika

… þá máttu spyrja:
„Hefur skjaldkirtillinn verið skoðaður?“

📌 Eldra fólk á líka rétt á að líða vel – og skjaldkirtilinn skiptir máli.

🦋 Skjaldkirtillinn okkar🦋
Því að eldast er ekki = að verða gleyminn!

💙 Að eldast er ekki sjúkdómur.„Ef mamma þín, pabbi, maki, amma, afi eða einhver náinn þér er að missa sig sjálfan – skoð...
16/05/2025

💙 Að eldast er ekki sjúkdómur.

„Ef mamma þín, pabbi, maki, amma, afi eða einhver náinn þér er að missa sig sjálfan – skoðaðu þetta.“

Það byrjar hægt:
🔹 Þreyta
🔹 Minni verður verra
🔹 Áhugaleysi
🔹 Einangrun
Og áður en þú veist af, segir einhver:
„Þetta er bara ellin að banka upp á.“

Við segjum:
Nei. Ekki alltaf. Ekki svona auðveldlega.

📌 Þessi fræðslusería er skrifuð fyrir alla sem vilja skilja betur hvað gerist þegar skjaldkirtill eldra fólks fer að hægja á sér – og enginn veit af því nema kannski læknirinn sem segir að það sé eðlilegt en ekkert er eðlilegt ef fólk er að týna sér og er td alltaf þreytt, kalt ofl.

Lestu. Spyrðu.
Því það þarf oft þig – ekki kerfið – til að hreyfa við hlutunum

“Að eldast þarf ekki að þýða veikindi.
Að eldast er ekki það sama og að verða gleyminn, þreyttur eða veikburða.
Að eldast þýðir ekki að missa sjálfan sig.”

📌 En þegar einkenni skjaldkirtils, bætiefnaskorts og bólgu eru hunsuð…
… þá verður fólk gamalt of snemma.

Við ætlum að breyta því.
Við ætlum að tala um hvað gerist þegar lífsgæði tapast án þess að spurt sé:
„Er þetta eitthvað sem má laga?“

____

Þegar fólk byrjar að kvarta yfir þreytu, kulda, minnistapi eða depurð – fá of margir að heyra:
„Þetta er bara aldrinum að kenna.“

En hvað ef það er það ekki?
Hvað ef það er eitthvað sem má skoða?
Hvað ef þetta er skjaldkirtillinn – og hægt væri að snúa þróuninni við?

📌 Í þessari seríu ræðum við:
✔️ Einkenni sem eru oft hunsuð
✔️ Hvers vegna TSH dugir ekki eitt og sér
✔️ Hvernig aðstandendur geta haft áhrif
✔️ Hvað má gera strax

Við eldumst öll –
en það þýðir ekki að við eigum að láta eins og líðan eldra fólks skipti minna máli.

____

📌 Færsla 1

„Þetta er ekki bara misskilningur – þetta er vanræksla.“

Þegar eldra fólk kvartar yfir þreytu, stirðleika, kulda, depurð eða minnisskorti, fær það oft að heyra:
„Þetta er bara eðlilegt með aldrinum.“

Í stað þess að leita að orsökum – eins og hægari skjaldkirtilsstarfsemi, næringarskorti eða bólgum – látum við fólk safna einkennum og tapa lífsgæðum.

👉 Þetta er ekki bara einstaklingurinn sem er vanræktur – þetta er heil kynslóð sem fær ekki að blómstra á efri árum.
Við sættum okkur við að fólk verði of gamalt of snemma.



📌 Færsla 2

„Einkenni vanvirks skjaldkirtils hjá eldra fólki – sem oft eru hunsuð“

☑️ Þreyta
☑️ Kuldaóþol
☑️ Gleymska / þokusýn
☑️ Þunglyndi eða depurð
☑️ Hægðatregða
☑️ Þyngdaraukning
☑️ Stirðleiki
☑️ Svefnvandamál
☑️ Félagslegt áhugaleysi
☑️ Þurr húð og hármissir

Einkenni sem oft eru afskrifuð sem aldurstengd – en geta verið merki um vanvirkan skjaldkirtil.
✅ Rétt greining og meðferð geta snúið þróuninni við
____

📣 Deildu – ef þú þekkir einhvern sem á betra skilið.

🦋 Skjaldkirtillinn okkar
💙 Að eldast er ekki sjúkdómur



📚 Heimildir – Skjaldkirtill hjá eldra fólki
1. Biondi B, Cooper DS. The clinical significance of subclinical thyroid dysfunction. Endocr Rev. 2008;29(1):76–131.
➤ Rannsókn sem sýnir að jafnvel væg skjaldkirtilsvanvirkni getur haft áhrif á líðan og efnaskipti – sérstaklega hjá eldra fólki.
2. Okamura K, et al. Thyroid function in the elderly: a review. Nihon Rinsho. 2004;62(11):1953–8.
➤ Fjallar um hvernig einkenni vanvirks skjaldkirtils líkjast eðlilegri öldrun og því sé sjúkdómurinn oft vangreindur hjá eldra fólki.
3. Roberts CGP, Ladenson PW. Hypothyroidism. Lancet. 2004;363(9411):793–803.
➤ Tekur fyrir mikilvægi þess að mæla FT3, FT4 og TSH til að fá rétta mynd af skjaldkirtilsstöðu – sérstaklega hjá öldruðum.
4. National Institute on Aging (NIA). Thyroid Disease.
➤ Bendir á að vanvirkur skjaldkirtill geti valdið ruglingi, depurð og þreytu hjá eldra fólki – og verið ranglega greindur sem heilabilun.
5. Vanderpump MPJ. The epidemiology of thyroid disease. Br Med Bull. 2011;99:39–51.
➤ Sýnir aukna tíðni vanvirks skjaldkirtils með aldri og hve algengt er að einkenni séu vangreind.
6. Stott DJ, et al. Thyroid Hormone Therapy for Older Adults with Subclinical Hypothyroidism. N Engl J Med. 2017;376(26):2534–2544.
➤ Klínísk rannsókn sem kannar hvort meðferð við vægri vanvirkni skili árangri – og dregur fram umræðuna um vanrækslu þegar ekkert er gert.
7. Ladenson PW. Diagnosis and management of hypothyroidism in adults. UpToDate.
➤ Klínískar leiðbeiningar um greiningu og meðferð vanvirks skjaldkirtils – með áherslu á mismunandi birtingarmyndir eftir aldri

🌙 Martraðir, furðudraumar og truflaður svefn gæti það verið bætiefnaskortur?Hefur þig eða einhvern sem þú þekkir dreymt ...
13/05/2025

🌙 Martraðir, furðudraumar og truflaður svefn gæti það verið bætiefnaskortur?

Hefur þig eða einhvern sem þú þekkir dreymt undanfarið afskaplega furðulega eða óþægilega drauma? Drauma sem líta næstum út eins og hasarmynd – td. með, flóðum, óreiðu, eða tilfinningu um að allt sé að fara úrskeiðis? 😴

Það er ekki alltaf streitan sem er sökudólgurinn – stundum er það líkaminn sjálfur að kalla á hjálp.

👉 Hér eru nokkur næringarefni sem gæti vantað því ef þau eru í ójafnvægi þá getur það haft áhrif á draumheiminn okkar og næturfriðinn:



🔹 B12 vítamín
– Skortur getur valdið óraunverulegum draumum, taugaspennu og svefntruflunum.
Margir með skjaldkirtilsvandamál þurfa meira af B12 eða eiga erfitt með upptöku.

🔹 B6 vítamín
– Nauðsynlegt til að framleiða serótónín og melatónín.
Skortur getur valdið líflegum og truflandi draumum – og jafnvel aukið kvíða.

🔹 Magnesíum
– Dregur úr taugaspennu og hjálpar líkamanum að slaka á.
Skortur getur gert svefninn grynnri og viðkvæmari fyrir draumtruflunum.

🔹 D-vítamín
– Lág gildi tengjast svefnvanda og kvíða.
Ekki bara fyrir beinin – heldur líka fyrir næturfriðinn!

🔹 Járn og sink
– Skortur getur truflað REM svefn og aukið líkur á óþægilegum draumum.



💬 Þeir sem eru með skjaldkirtilsvandamál, meltingarvandamál, sjálfsofnæmi eða langvarandi streitu ættu að hafa þetta sérstaklega í huga
því næringarefna ójafnvægi er algeng og oft vanmetin.

✨ Ef draumarnir eru orðnir óvenju lifandi, óþægilegir eða endurteknir, gæti verið tímabært að kíkja á blóðprufu og skoða mataræði, bætiefni og líðan.

👉 Kynntu þér líkleg merki um bætiefnaskort og taktu þátt í samtalinu hvernig hefur þig dreymt undanfarið?

🦋 Við erum ekki bara líkamar – við erum líka draumaverur.

— 🦋Skjaldkirtillinn okkar🦋—

____

*****************************

____

-Heimildir-

____

🔹 B12 vítamín og draumar
• Rannsóknir sýna að skortur á B12 getur haft áhrif á svefn og REM svefn, sem tengist beint draumum.
• Heimild: B12 deficiency and neuropsychiatric symptoms including insomnia, vivid dreams and mood disturbances
➡️ Rizzo et al., Nutrients, 2016; 8(12): 765.
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5188422/



🔹 B6 vítamín og lifandi draumar
• B6 getur aukið lífseiga drauma og draumaminni, en skortur getur tengst kvíða og svefntruflunum.
• Heimild: Effects of pyridoxine (vitamin B6) on dreaming
➡️ Aspy et al., Perceptual and Motor Skills, 2018.
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/29792768/



🔹 Magnesíum og svefn/draumar
• Magnesíum hefur róandi áhrif á taugakerfið og bætir svefngæði, sérstaklega dýpri svefn (þar með talið REM).
• Heimild: Effect of magnesium supplementation on primary insomnia in elderly
➡️ Abbasi et al., Journal of Research in Medical Sciences, 2012.
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3703169/



🔹 D-vítamín og svefntruflanir
• Lág D-vítamín gildi tengjast svefnvanda og geta haft áhrif á REM svefn og svefndýpt.
• Heimild: Vitamin D and sleep regulation: Is there a role for vitamin D in sleep disorders?
➡️ Gao et al., Current Pharmaceutical Design, 2015.
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/26585791/



🔹 Járn og truflaður svefn (sérstaklega hjá fólki með „restless legs“)
• Skortur á járni getur valdið óróa í svefni og svefntruflunum sem hafa áhrif á drauma.
• Heimild: Iron and the brain: an update on the role of iron in normal and pathological brain function
➡️ Moos et al., Frontiers in Pharmacology, 2012.
https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC3411114/



🔹 Sink og svefngæði
• Sink styður við taugakerfi og svefn – skortur getur minnkað svefndýpt og haft áhrif á REM svefn.
• Heimild: The role of zinc in sleep regulation and quality
➡️ Nishida et al., Biological Trace Element Research, 2009.
https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/19130284

D-vítamín – meira en bara „sólarvítamín“Þessi pistill á Vísi er svo sannarlega þess virði að deila!______Ég hef alltaf h...
09/05/2025

D-vítamín – meira en bara „sólarvítamín“
Þessi pistill á Vísi er svo sannarlega þess virði að deila!
______

Ég hef alltaf hamrað á því við alla: D-vítamín skiptir megin máli fyrir heilsuna – og það þarf að taka það inn, ásamt magnesíum og K2!

______

Þetta er ekki bara mitt mat – heldur líka staðfest í greininni hér að neðan:
D-vítamín styður við ónæmiskerfi, hormónajafnvægi og líðan og getur skipt sköpum fyrir okkur sem glímum við skjaldkirtilssjúkdóma, sjálfsofnæmi og langvarandi þreytu.

En mikilvægt er líka að muna að D-vítamín þarf samverkamenn:
• Magnesíum hjálpar líkamanum að virkja og nýta D-vítamínið.
• K2-vítamín sér til þess að kalkið sem D-vítamínið hjálpar til við að taka upp fari á rétta staði (bein og tennur) – ekki í slagæðar eða liði.

Þetta er þríeyki sem styður hvert annað – og getur verið lykillinn að bættri líðan og heilbrigðara ónæmiskerfi.

Margar rannsóknir hafa sýnt að D-vítamínskortur getur aukið sjálfsofnæmisviðbrögð og haft áhrif á mótefnamyndun.

Hjá mörgum bætist við betri líðan, minni bólgur og stöðugra hormónajafnvægi þegar D-vítamíngildin eru komin í gott jafnvægi (oft um 75–125 nmol/L).
(Best væri ef gildin væru um 100)

D-vítamín er ekki lúxus – það er forvörn.
Ræddu við lækni um mælingu og hugsanlega viðbót eða kauptu heimapróf – sérstaklega ef þú býrð á Íslandi eða glímir við þreytu, endurteknar sýkingar eða sjálfsofnæmissjúkdóma.

🦋 Skjaldkirtillinn okkar 🦋

Mæli með að lesa greinina: D-vítamín – mín besta forvörn.

Ég ber ábyrgð á að viðhalda mínu D-vítamín gildi í blóði í jafnvægi ekki aðeins fyrir beinheilsu heldur líka fyrir ónæmiskerfið.

Þegar þú færð greininguna þá nærðu oftast bara að heyra “Þú ert með latan skjaldkirtil” en ekkert meira, færð þetta lyf ...
07/05/2025

Þegar þú færð greininguna þá nærðu oftast bara að heyra “Þú ert með latan skjaldkirtil” en ekkert meira, færð þetta lyf sem læknar gefa í skyn að lagi allt en svo er bara alls ekki en þú færð oftast ekkert meira frá þeim.

En þú færð heldur líklegast aldrei að heyra ástæðuna “hvers vegna er skjaldkirtillinn minn vanvirkur” fyrr en í Facebookhóp svona síðu eða á google 🤨

_____

Þú ert ekki bara með skjaldkirtilsvandamál – þú ert með sjálfsofnæmissjúkdóm!

Flestir heyra aðeins þetta:
„Þú ert bara með hægan/latan/vanvirkan skjaldkirtil.“

„Þetta er lítið mál – tekur bara pillu.“

En í raun er þetta í flestum tilfellum sjálfsofnæmissjúkdómur.

Hvaða sjálfsofnæmissjúkdómar eru á bakvið skjaldkirtilsvandamál?

**1. Hashimoto's thyroiditis – vanvirkur skjaldkirtill**

- Algengasti skjaldkirtilssjúkdómur í heiminum.

- Líkaminn ræðst á skjaldkirtilinn og dregur úr starfsemi hans.

- Getur byrjað með ofvirkni og endað í varanlegri vanvirkni.


**2. Graves’ sjúkdómur – ofvirkur skjaldkirtill**

- Mótefni örva skjaldkirtilinn til of mikillar framleiðslu hormóna.

- Getur haft áhrif á hjarta, húð og augun.

Tölfræði sem skipta okkur máli:
- Hashimoto veldur 90–95% allra tilfella vanvirks skjaldkirtils.

- Graves veldur 70–80% tilfella ofvirks skjaldkirtils.

- Konur eru allt að 10 sinnum líklegri til að fá þessa sjúkdóma.

- Sjálfsofnæmi kemur oft í fjölskyldum og tengist öðrum sjúkdómum eins og glútenóþoli, gigt, sykursýki týpa 1, vefjagigt, MS (Multiple Sclerosis) ofl..

Af hverju skiptir þetta máli?
1. Þetta eru ekki bara hormónafrávik – heldur bólgusjúkdómar sem snerta öll kerfi líkamans.

2. Greining á sjálfsofnæmi breytir nálgun og skilningi sjúklings og læknis.

3. Meðferð gæti þurft að snúast um meira en skjaldkirtilshormón – eins og bólgur, örveruflóru og lífsstíl.

4. Þekking gefur styrk – og hjálpar fólki að taka þátt í eigin meðferð.

Það sem við köllum hlutina skiptir máli:
Að segja 'ég er með Hashimoto' eða 'ég er með Graves' er ekki dramatík eða þvæla sem skiptir engu máli – það er rétt og hjálplegt.

Það gefur fólki skýrari mynd og getur leitt til betri skilnings og stuðnings.

En hvers vegna segja læknar þetta ekki alltaf?

**1. Fókusinn er á hormónagildi, ekki orsök.**

Flestir læknar miða við TSH/T4 og meðhöndla með lyfjum – ekki alltaf með greiningu á orsök.

**2. Sjálfsofnæmi telst ekki meðferðarhæft í hefðbundnum skilningi.**

Ef ekki er lyf við því – er það stundum hunsað.

**3. Skortur á skilningi á áhrifum utan skjaldkirtils.**

Margir læknar tengja Hashimoto bara við þreytu – en ekki meltingu, verki, húð eða geðheilsu.

**4. Tími og kerfisrammi hamla ítarlegri fræðslu.**

Skjót greining og lyf – en ekki samtal um sjálfsofnæmis áhrif.

**5. Einstaklingsmiðuð nálgun er tímafrek.**

Sjálfsofnæmi krefst meiri hlustunar, aðlögunar og samvinnu en kerfið oft býður upp á.

Að lokum:
Þess vegna er mikilvægt að við – sem upplifum þetta – verum meðvituð um greiningarnar okkar og höldum utan um reynsluna okkar, fræðumst og verum meðvituð.

Því upplýstur “sjúklingur” er ekki bara “sjúklingur” – hann er leiðarljós fyrir aðra.

Ath!
“Sumir segjast ekki vera sjúklingar en þú ferð til læknis vegna sjúkdóms svo orðið sjúklingur á fyllilega rétt á sér.”

____

Viðbót!

Nokkrar aðrar orsakir á vanvirkni en Hashimotos:

1. Skurðaðgerð eða geislameðferð á skjaldkirtli
• Ef skjaldkirtillinn er fjarlægður (heilt eða að hluta) vegna æxlis, hnúta eða Graves.
• Einnig eftir geislameðferð á hálsi (t.d. vegna Hodgkin’s lymphoma).



2. Lyf sem bæla skjaldkirtilinn
• Lithium (geðhvörflyf) – getur truflað hormónamyndun.
• Amiodarone (hjartalyf).
• Sum krabbameinslyf og ónæmisbælandi lyf.



3. Joðskortur eða of mikið joð
• Mikill skortur á joði veldur vanvirkni (sjaldgæft á Vesturlöndum).
• Of mikið joð getur líka truflað virkni skjaldkirtils (t.d. eftir rannsóknarefni eða fæðubótarefni).



4. Meðfædd vanvirkni (congenital hypothyroidism)
• Skjaldkirtill vantar eða virkar ekki rétt frá fæðingu.
• Skimast yfirleitt hjá nýburum í vestrænum löndum.



5. Skemmdir eftir veirusýkingar (subacute thyroiditis)
• Tímabundin bólga í skjaldkirtli eftir veirusýkingu (t.d. COVID eða öðrum öndunarfærasýkingum).
• Byrjar oft með tímabundinni ofvirkni, svo kemur vanvirkni.



6. Sekúnder eða tertíer vanvirkni (hypothalamus eða heiladingull)
• Þegar heiladingull eða undirstúka sendir ekki rétt boð (TSH eða TRH).
• Sjaldgæft, en getur gerst eftir áverka, æxli eða geisla.



7. Óútskýrð eða “idiopathic” vanvirkni
• Þegar enginn greinileg orsök finnst, en skjaldkirtill virkar ekki eðlilega.

_____

Heimildir:

1. UpToDate – “Associated autoimmune diseases in autoimmune thyroid disease”
• Upplýsingar um algengustu sjálfsofnæmissjúkdóma sem tengjast Hashimoto og Graves.
• Þar kemur m.a. fram að allt að 25–30% einstaklinga með eitt sjálfsofnæmi þróa með sér fleiri.

2. Werner & Ingbar’s The Thyroid, 11. útgáfa (2021)
• Kennslubók í innkirtlafræði sem staðfestir að Hashimoto og Graves tengist oft Type 1 diabetes, Celiac, Addison’s og fleiri sjálfsofnæmissjúkdómum.
• Þar kemur einnig fram að sjálfsofnæmissjúkdómar hafi sameiginlega erfðaþætti og ónæmisfræðilega útbreiðslu.

3. NIH (National Institutes of Health) – Autoimmune Diseases Research
• Vísar til þess að sumir einstaklingar hafa Autoimmune Polyglandular Syndromes, þar sem fleiri en einn kirtill eða líffæri verður fyrir árás.

4. American Thyroid Association (thyroid.org)
• Þeir lýsa sérstaklega hættunni á því að Hashimoto-sjúklingar þrói með sér celiac, pernicious anemia og vitiligo – og mæla með því að skima fyrir þeim ef einkenni eru til staðar

🦋Skjaldkirtillinn okkar🦋
Fræðsla – Samstaða – Lífsgæði

Hitastjórnun og skjaldkirtilssjúkdómar – Hitaóþol, kuldaóþol og hvað þú getur gert.Margir með skjaldkirtilssjúkdóma, sér...
06/05/2025

Hitastjórnun og skjaldkirtilssjúkdómar – Hitaóþol, kuldaóþol og hvað þú getur gert.

Margir með skjaldkirtilssjúkdóma, sérstaklega Hashimoto (vanvirkni) upplifa óeðlileg viðbrögð við hitabreytingum. Sumir frjósa í mildum kulda, aðrir fá yfirþyrmandi hitaóþol – og margir upplifa bæði.

Hér er skýring á af hverju þetta gerist – og hvað þú getur gert til að hjálpa líkamanum þínum:



1. Skert varmaþol hjá fólki með skjaldkirtilsvanda
• Margir með Hashimoto (vanvirkni) hafa raskaða hitastjórnun: líkaminn á erfitt með að kæla sig í hita eða halda á sér hita í kulda.
• Þetta tengist óreglu í boðefnum og efnaskiptum jafnvel þegar hormónagildi mælast „innan marka“.



2. Viðkvæmni fyrir streitu og hitaálagi
• Fólk með skjaldkirtilssjúkdóma (sérstaklega sjálfsofnæmi) hefur oft viðkvæmara taugakerfi og bregst sterkar við hita.
• Líkaminn getur sett af stað “flight or fight” viðbragð – sem veldur hraðari púls, svita og vanlíðan í sólbaði eða jafnvel í heitu herbergi.



3. Truflun á vökva- og blóðþrýstingsstjórnun
• Hashimoto (vanvirkni) og hormónaójafnvægi geta raskað salt- og vökvajafnvægi, sérstaklega ef einnig er nýrnahettuálag.
• Þetta getur valdið hraðari hjartslætti og ójafnvægi í hita, sérstaklega ef vökvabirgðir og steinefni eru í ólagi.



Hvað getur þú gert í daglegu lífi?
• Taktu inn rafvökva eða örlítið gæða salt daglega í miklum hita – t.d. lífrænt saltkristalvatn eða electrolytes.
• Kældu höfuð, bringu og fætur með köldu vatni þegar þú finnur fyrir einkennum.
• Forðastu háan hita eftir áreynslu – gefðu líkamanum tíma til að jafna sig.
• Notaðu létt föt td hör í hita – og ull og hlý föt innandyra í kulda ef þú þarft það.
• Hugleiddu stuðning við taugakerfið – t.d. með magnesíum, róandi jurtum eins og melissa eða holy basil og jafnvel adaptogenum (eins og ashwagandha) ef þau henta.



Hvernig tengist þetta skjaldkirtlinum sjálfum?

1. Skjaldkirtilshormón = efnaskipti = hitastjórnun
• Þegar skjaldkirtillinn er vanvirkur eða hormónarófið í ójafnvægi, truflast innri hitamyndun.
• Þú “frýst” úr kulda því líkaminn framleiðir ekki nægan hita – því hann dregur blóðflæði frá útlimunum til að verja kjarnann.



2. Truflun í sjálfvirka taugakerfinu
• Kulda- og hitaóþol eru merki um skerta aðlögun taugakerfisins að umhverfi.
• Þetta er algengt hjá fólki með langvarandi bólgur, Hashimoto, ME/CFS, nýrnahettuálag eða vefjagigt.



3. Áhrif á blóðrás í húð og hormónaviðbrögð
• Í kulda dregst blóðrásin í húðinni saman en hjá sumum verður þessi svörun of mikil – sem veldur dofa og kulda í útlimum.
• Húðin “heldur ekki hita” – og ef þú þarft ullarföt innandyra í vel hituðu húsi, er það skýr vísbending um kerfisvanda líkamans.

Þú ert ekki að ímynda þér þetta. Líkaminn þinn er að reyna að lifa af þetta ójafnvægi í hitastýringu– og hann þarf stuðning.

Kannast þú við þetta?

____

Heimildir:
1. Braverman LE & Cooper DS (ritstj.), *Werner & Ingbar’s The Thyroid: A Fundamental and Clinical Text* (11. útgáfa), 2021.

2. UpToDate: *Clinical manifestations of hypothyroidism*, síðast uppfært 2023

____

🦋Skjaldkirtillinn okkar🦋
Fræðsla – Samstaða – Lífsgæði

Address

Reykjavík

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Skjaldkirtilinn okkar og heilsufar almennt tengt honum posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share