Við systur erum næringarfræðingar og veitum fræðslu, ráðgjöf og aðra þjónustu tengt mataræði
12/03/2025
Í dag voru birtar nýjar ráðleggingar um mataræði sem við hvetjum alla til að kynna sér vel 🥳
Helstu breytingar eru að ráðlagt magn rauðs kjöts og mjólkurvara hefur verið minnkað en magn ávaxta, grænmetis og heilkorna verið aukið. Aukin áhersla er því lögð á mat úr jurtaríkinu. Í þessum ráðleggingum er einnig í fyrsta sinn fjallað um áfengi, orkudrykki og kaffi.
Hér má finna nýja ráðleggingabæklinginn í heild sinni: https://downloads.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/3PuNBHAcqOq2PYmHJp9t5V/1dd51d44be2144ea558d60d75d4ce4bf/Radleggingar-um-matarraedi-baekl-Rafr%C3%A6nn-m.hyperlinks.pdf
Borðum betur 🫶
07/11/2024
Af hverju í ósköpunum er verið að auka aðgengi að áfengi á Íslandi? Það er aldrei hægt að drekka áfengi sér til heilsubótar og líkaminn meðhöndlar það eins og eitur. Þetta er risastórt lýðheilsumál sem snertir unga sem aldna.
"Tveir þættir spila hvað stærst inn í aukningu á áfengisneyslu hérlendis. Þeir eru aðgengi að áfengi og viðhorf til áfengisdrykkju. Að einhverju leyti hafi tekist að koma því inn í huga og hjörtu landsmanna að neysla áfengis sé sjálfsögð og að horft sé framhjá skaðsemi þess. Varðandi aðgengi bera stjórnvöld mikla ábyrgð."
"Það geti verið allt að tíu til fimmtán prósent eldri borgara sem eru í það sem myndi kallast skaðleg neysla á áfengi."
Foreldrar og kennarar í Árborg hafa mörg miklar áhyggjur af matnum sem nú er boðið upp á í grunn- og leikskólum bæjarfélagsins. Til stendur að gera úttekt á innihaldi og næringu matarins en um ár er síðan matráðum leikskólanna var sagt upp í hagræðingarskyni. Þá þurfti sv...
Bandarísku krabbameinssamtökin hafa sett áfengi og unnar kjötvörur á lista yfir þekkta krabbameinsvalda. Hulda María Einarsdóttir, ristil- og endaþarmsskurðlæknir, segir að lífsstíll sé stór breyta þegar kemur að krabbameini.
Sjúkdómurinn offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur og ástæður sjúkdómsins geta verið margvíslegar og flóknar. Erfðir, ýmsir umhverfisþættir, lífsvenjur s.s. streita, svefn, kyrrseta og óheppilegar fæðuvenjur sem og alvarleg áföll spila þar stóran þátt.
02/03/2024
Talandi um mýtur… ➡️ Negla hjá Naglanum 👊
Ef marka má samfélagsmiðlana þarf sótsvartur almúginn að vara sig á mýmörgum matvælum því krabbamein, fitulifur, Alzheimer og sykursýki lúra handan við hornið snerti þessir djöflar tungubroddinn.
Kolvetni eru sökudólgurinn í offitufaraldri heimsins.
Ekki borða þau því þá fitnarðu óhóflega.
Jafnvel þó þau innihaldi sama hitaeiningamagn og prótín... en þau hljóta að vera eitthvað hræðileg.
Alls ekki hveiti því þú ert örugglega með glúteinóþol.
Og klárlega ekki ávöxt því hann inniheldur frúktósa og það veldur fitulifur samkvæmt manni sem talar í símann sinn í eldhúsinu í vídjói á TikTok.
Enda þá sleppurðu við að borða skordýraeitursúðuðu eplin sem drepa þig.
Og ekki hvítar kartöflur því samkvæmt TikTok sérfræðingum er blóðsykurinn greinilega mesti óvinur heilsunnar. En sætar kartöflur eru í lagi þó vanti vísindin til að styðja hvers vegna.
Og haframjöl er dauðinn því flúnkunýi blóðsykursmælirinn sem þú keyptir eftir eitthvað myndbandið segir það.
Þú getur borðað grænmeti.
En bara lífrænt því eiturefnin herma eftir estrogeni í líkamanum.
Alls ekki brokkolí samt því það er stútfullt af fýtatsýru sem enginn hafði heyrt um fyrr en á þessu ári en miðað við dramatískar yfirlýsingar gúrúanna hlýtur að vera jafn hættulegt og að drekka stíflueyði.
Kjöt veldur hjartasjúkdómum á núlleinni, en þó vilja sumir að þú borðir bara kjöt, en þá bara lífrænt fóðrað á grasi slegnu með orfi og ljá.
Fáum sögum fer af klósettferðum á slíkum kúr, enda eru klósettferðirnar eflaust fátíðar sökum trefjaskorts.
Þú mátt drekka vökva, en ekki mjólk því hún veldur bólgum og ekki sykurlaust gos því það inniheldur hið bráðdrepandi aspartame.
Og venjulegt gos inniheldur sykur sem er Satan og jafn ávanabindandi og heróín samkvæmt einni rannsókn frá níunda áratugnum.
Og Alzheimerið maður.......
Þú mátt eiginlega bara fá vatn að drekka, en þá bara eimað og jónað vatn útaf einhverju sem hann sagði um PH gildi og basískan líkama.
Þú mátt borða prótín, en ekki of mikið því þá yfirfyllast nýrun því mannslíkaminn er svo óskilvirkur og viðkvæmur eins og snjókorn enda bara lifað 300.000 ár.
En ef þú kaupir matarprógramm af skilaboðaskjóðunni sem djöflagerir einstök matvæli og básúnar þennan hræðsluáróður þá opnast hliðið að glimrandi heilsu, þar sem englarnir syngja og börn í hörfötum dansa.
Því þú ert fullur af kemískum efnum og óhreinindum og þarft að drekka græna djúsa, skera út ávexti, kjöt, gosdrykki, olíu, mjólk, glútein, haframjöl.
Borða matvæli í ákveðinni röð útaf þessum hræðilega blóðsykri.
Engin einstaklingsmiðuð nálgun sem tekur mið af þinni heilsu, sjúkdómasögu, þörfum, markmiðum, megrunarsögu, fjárhag, aðgengi, lífsstíl.
Hvernig vinnudagurinn þinn lítur út og hvenær eru matartímar.
Engin kennsla í að velja betur í búðinni og skipta smám saman út fyrir hollari kosti.
Engi færni og hæfni í kringum matartengdar aðstæður og hjálp við að minnka matarkvíða.
Ekkert tekið á neikvæðum hugsunum um líkama og útlit sem rannsóknir sýna að stýra matartengdum ákvörðunum. (PMID: 38377760)
Því það er bara vesen og tímaeyðsla.
Miklu fljótlegra og gróðavænlegra að ala á ótta og hræðslu.
Dauðans hræðsla við að vera í sama póstnúmeri og téður matur af ótta við að fitna, missa heilsuna nú eða í versta falli valda ótímabærum dauðdaga.
Og bjóða svo glimmerstráða skyndilausn sem hentar öllu mannkyni, öllum kynjum á öllum aldri í öllum löndum á öllum skeiðum lífsins.
Verið velkomin í skothelda uppskrift að kapítalisma samfélagsmiðlanna.
_________________________________________
28/02/2024
Fínt viðtal um fleiri mýtur… af nægu er að taka í næringarfræðinni 😉
Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar e...
23/02/2024
Svör við nokkrum mýtum um hafragraut.
Áfram grauturinn góði! 🙌
Hafragrautur hefur lengi verið vinsæll morgunmatur enda er hann bragðgóður, ódýr, auðveldur að búa til og býður upp á margvíslegan heilsufarslegan ávinning.
01/12/2023
Við systur vorum með tvo fræðslufyrirlestra í gærkvöldi fyrir ÍA foreldra um næringu íþróttakrakka. Frábært framtak hjá ÍA 👏👏
Foreldrar stjórna því hvað er í matinn og hvað er til í skápunum heima og því mikilvægt að fræða foreldrana 🙏
Íþróttabandalag Akraness býður foreldrum og/eða forráðamönnum upp á fræðslu um næringu barna í íþróttum fimmtudaginn 30. nóvember.Þær Gréta og Ólöf Jónsdætur...
04/06/2023
20/01/2023
Vinsælasti sportdrykkurinn á Íslandi í dag, og þó víðar væri leitað, inniheldur mikið magn af A-vítamíni. Næringarfræðingur hjá Landlækni segir að ofneysla A-vítamíns geti haft skaðleg áhrif.
26/12/2022
Það sem við borðum milli nýárs og jóla skiptir meira máli en það sem við borðum milli jóla og nýárs ✌️
Njótum matarins yfir hátíðarnar án samviskubits.
Gott er að borða reglulega yfir daginn allt árið um kring – líka á jólunum. Munum líka að njóta matarins yfir hátíðarnar án samviskubits.
Be the first to know and let us send you an email when 100g Næring: Þjónusta-Fræðsla-Ráðgjöf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Á bak við fyrirtækið 100g erum við systurnar Ólöf Helga og Margrét Þóra (Gréta) Jónsdætur, næringarfræðingar. Ólöf útskrifaðist frá HÍ með doktorsgráðu í næringarfræði árið 2013 og hefur starfað við rannsóknir, næringarráðgjöf á HVE (Heilbrigðisstofnun Vesturlands) og við gæðamál í matvælafyrirtæki. Gréta útskrifaðist frá HÍ með mastersgráðu í næringarfræði árið 2008 og hefur starfað við kennslu, næringarráðgjöf á HVE og geðsviði Landspítalans ásamt gæðastjórnun í matvælafyrirtæki. Við höfum lengi gengið með það í maganum að vinna saman og stofna fyrirtæki og létum loks verða af því vorið 2019 með stofnun 100g ehf. (þ.e. 100 grömm).
Við erum Skagakonur í húð og hár, fjögurra og þriggja barna mæður með mörg sameiginleg áhugamál, m.a. fjallgöngur og útivist. Við höfum brennandi áhuga á öllu sem viðkemur mataræði og heilsu. Í okkar huga vegur skynsemi og jafnvægi í mataræði mest - án öfga, boða og banna því matur er æði. Við leggjum áherslu á fjölbreyttan alvöru mat, þ.e. hreint fæði þar sem gæðin skipta mestu máli. Fólk fær hins vegar alls konar misvísandi skilaboð um mataræði héðan og þaðan og við viljum leggja okkar af mörkum við að hjálpa fólki að borða hollt og bæta heilsu sína.
Við tökum að okkur ýmis verk varðandi mataræði og heilsu:
Fyrirlestrar: Fræðsla og fyrirlestrar af öllum stærðum og gerðum, s.s. fyrir fyrirtæki á starfsdögum eða jafnvel í heimahúsi í saumaklúbbi. Viðfangsefnin eru eftir óskum viðkomandi; t.d. hollt mataræði og helstu málefni líðandi stundar s.s. ketó, vegan, föstur, sykur, sætuefni, koffín, næring og núvitund. Einnig um næringu mismunandi æviskeiða s.s. barna eða aldraðra, íþróttir og næringu (t.d. fyrir unglinga), praktísk ráð varðandi eldamennsku og máltíðaskipulag ásamt fræðslu um helstu hornsteina heilsu; svefn, hreyfingu, geðheilsu og streitustjórnun og tengsl þeirra við mataræði. Einnig fyrirlestra varðandi ofnæmi og óþol, mataræði og sjúkdóma (t.d. fyrir fagfélög og sjúklingasamtök).
Almennur fyrirlestur um mataræði kallast „Er svona flókið að borða?“ og er almenn fræðsla um hollt mataræði og helstu málefni líðandi stundar, enda eru margir ringlaðir á öllum skilaboðunum um hvað sé hollt og hvað ekki.
Einka- og hópráðgjöf: Langar þig að koma mataræðinu í betra horf en veist ekki hvar þú átt að byrja eða hvernig þú átt að fara að því? Það er einstaklingsbundið hvernig mataræði hentar hverjum og einum og það getur verið gott að fá aðstoð fagaðila s.s. við að kortleggja eigið mataræði og vinna markvisst að raunhæfum breytingum. Oft þarf að vinna heildrænt með matarvanda og huga jafnframt að svefnvenjum, hreyfingu, andlegu hliðinni og streitustjórnun. Því bjóðum við einnig upp á einkaráðgjöf og sömuleiðis hópráðgjöf í litlum hópum. Óski fólk eftir því er jafnframt hægt að fá skáparáðgjöf, þ.e. fara saman yfir eldhússkápana og/eða leiðsögn í búðarferð.
Þjónusta fyrir fyrirtæki og stofnanir: Við tökum einnig að okkur ýmiss konar aðra þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir, s.s. við matseðlagerð, yfirferð matseðla, úttekt mötuneyta og þjónustu fyrir matvælafyrirtæki s.s. við merkingar á matvælum (innihaldslýsingar og útreikninga næringargildis) og gæðamál.
Við hlökkum til að heyra frá þér, hafðu samband :)