Ein gletta á A4 plaggati eða fjórar Glettur á A3 plaggati
Tilgangurinn með Glettugjöf er að skapa minningar, upplifun og verustundir. Glettugjöf er sáttmáli um samveru
Tilgangurinn með Glettugjöf er að skapa minningar, upplifun og samverustundir. Hérna eru nokkrar ómótstæðilegar Glettu hugmyndir:
GLETTILEGA SKEMMTILEG FERÐ
- Óvissuferð út í buskann, nær eða fjær, með nesti sem ferðalangar útbúa saman. Gaman væri að kynna sér staðinn áður og geta sagt frá honum.
- Saman á listasafn og búa til skemmtilegan leik um listaverkin. Flækjast um í strætó og skoða bæinn sem ferðamenn.
- Kvöldganga. Vel klædd með vasaljós. Skoða hluti í myrkri og ef stjörnubjart er, leggjast og skoða stjörnurnar. Gaman væri jafnvel að fræðast um stjörnumerkin og fleira skemmtilegt með þar til gerðum öppum sem finna má á App Store og Google Play.
- Fara á veitingastað eða söfn fyrir utan bæinn. Hugmyndir er til dæmis að finna á appi sem heitir Handpicked Iceland.
- Frisbígolf. Tilvalið er að byrja með sinn eigin frisbídisk eða að kaupa sér í þar til gerðum búðum. Hugmyndir að völlum er að finna á www.folf.is
- Labba í fjöru eða fara í sundlaug sem þið hafið ekki heimsótt áður. Upplýsingar um laugar má finna á: https://sundlaugar.is/heitar-laugar/
- Ratleikur. Búið til ykkar eigin ratleik eða skoðið appið TurfHunt, þar sem velja má tilbúna ratleiki fyrir alla aldurshópa.
- Hannið ykkar eigin ferð og deilið með okkur á instagram.com/gletta.is
GLETTILEGA KÓSÝ SAMVERA
- Sviðsljósið. Skiptist á að segja frá. Finnið skemmtilegt viðfangsefni og ræðið saman. Það gæti verið upprifjun á skemmtilegri upplifun, besta gjöfin, ef ég væri dýr, ef ég stjórnaði landinu, hvað er ég þakklát/ur fyrir. Rifjið upp sögu um hvern og einn við borðið.
- Spilastund. Spila á spil eða velja saman borðspil sem gaman er að spila. Scrabble, Uno, Sequence, tafl eða prófa peðskák til dæmis.
- Rafmagnslaust kvöld. Látið hugmyndaflugið reika. Fela hlut, segja sögur, lesa upphátt úr bók, segja brandara eða gátur.
- Kósýkvöld. Glettast heima með veitingum og bíó, hlusta saman á hljóðsögu eða dansa saman.
- Setjist saman niður og búið til markmiða-spjald (Vision Board). Finnið myndir úr blöðum eða á netinu, klippið út og límið myndirnar á blað með orðum eða setningum sem segja til um hvað ykkur dreymir um og langar til að gera. GLETTILEGA NOTALEGT DEKUR
- Nudd í að minnsta kosti 20 mínútur að eigin vali. Höfuðnudd, heilnudd, táslunudd eða herðanudd svo eitthvað sé nefnt. Bakklór eða fótabað.
- Freyðibað í kósýheitum. Kertaljós, drykkur að eigin vali og jafnvel spjall eða upplestur úr bók.
- Uppáhalds maturinn. Þiggjandinn fær að velja mat sem gefandinn eldar eða skipuleggur.
- Morgunverður í rúmið að eigin vali eða óvæntur.
- Fótbolti eða bíómynd að eigin vali og “take away”. GLETTILEGA GÓÐUR GREIÐI
- Finnum saman manneskju/r sem okkur langar til að gleðja og gerum eitthvað fyrir hana. Eldum góðan mat, þvoum bílinn fyrir hana, förum í Sorpuferð fyrir hana, kaupum inn, bjóðum henni í bíltúr.
- Höldum matarboð fyrir manneskju sem er ekki fær um að gera það sjálf og verum jafnvel þjónar í boðinu hennar.
- Tökum til í geymslunni og finnum hluti sem gætu nýst einhverjum sem við þekkjum en við notum ekki lengur sjálf.
- Búum til nágrannadag og fáum alla til að taka til á vissu svæði og höldum svo úti kaffiboð saman.
- Hand skrifum þakklætisbréf saman og sendum á einhvern sem á það skilið. Látið hugann reika og bætið við ykkar eigin Glettum eða/og skoðið Glettu síðurnar okkar. Hugmyndin er að gefandinn skrifi hver fær gjöfina, velji tímamörk gjafarinnar og skrifi undir sáttmálann. Tilvalið er að prenta út mynd af ykkar Glettu, líma á plaggatið um leið og hakað er við tékk boxið til að halda minningunni lifandi og jafnvel ramma inn þegar gjöfin er tilbúin. Velkomið er að “tagga”/”merkja” myndirnar ykkar á Instagram síðunni okkar til þess að gefa öðrum hugmyndir. GLETTUM SAMAN, HÖFUM GAMAN OG VERUM
www.gletta.is
instagram.com/gletta.is
facebook.com/gletta.is