Gletta

Gletta Glettugjöf er gjafakort sem er sáttmáli um samveru. Fara á kaffihús á eftir og teikna uppáhaldsverkið, jafnvel búa til nýtt nafn á það.

- Strætódagur.

Ein gletta á A4 plaggati eða fjórar Glettur á A3 plaggati

Tilgangurinn með Glettugjöf er að skapa minningar, upplifun og verustundir. Glettugjöf er sáttmáli um samveru
Tilgangurinn með Glettugjöf er að skapa minningar, upplifun og samverustundir. Hérna eru nokkrar ómótstæðilegar Glettu hugmyndir:

GLETTILEGA SKEMMTILEG FERÐ
- Óvissuferð út í buskann, nær eða fjær, með nesti sem ferðalangar útbúa saman. Gaman væri að kynna sér staðinn áður og geta sagt frá honum.

- Saman á listasafn og búa til skemmtilegan leik um listaverkin. Flækjast um í strætó og skoða bæinn sem ferðamenn.

- Kvöldganga. Vel klædd með vasaljós. Skoða hluti í myrkri og ef stjörnubjart er, leggjast og skoða stjörnurnar. Gaman væri jafnvel að fræðast um stjörnumerkin og fleira skemmtilegt með þar til gerðum öppum sem finna má á App Store og Google Play.

- Fara á veitingastað eða söfn fyrir utan bæinn. Hugmyndir er til dæmis að finna á appi sem heitir Handpicked Iceland.

- Frisbígolf. Tilvalið er að byrja með sinn eigin frisbídisk eða að kaupa sér í þar til gerðum búðum. Hugmyndir að völlum er að finna á www.folf.is

- Labba í fjöru eða fara í sundlaug sem þið hafið ekki heimsótt áður. Upplýsingar um laugar má finna á: https://sundlaugar.is/heitar-laugar/

- Ratleikur. Búið til ykkar eigin ratleik eða skoðið appið TurfHunt, þar sem velja má tilbúna ratleiki fyrir alla aldurshópa.

- Hannið ykkar eigin ferð og deilið með okkur á instagram.com/gletta.is

GLETTILEGA KÓSÝ SAMVERA
- Sviðsljósið. Skiptist á að segja frá. Finnið skemmtilegt viðfangsefni og ræðið saman. Það gæti verið upprifjun á skemmtilegri upplifun, besta gjöfin, ef ég væri dýr, ef ég stjórnaði landinu, hvað er ég þakklát/ur fyrir. Rifjið upp sögu um hvern og einn við borðið.

- Spilastund. Spila á spil eða velja saman borðspil sem gaman er að spila. Scrabble, Uno, Sequence, tafl eða prófa peðskák til dæmis.

- Rafmagnslaust kvöld. Látið hugmyndaflugið reika. Fela hlut, segja sögur, lesa upphátt úr bók, segja brandara eða gátur.

- Kósýkvöld. Glettast heima með veitingum og bíó, hlusta saman á hljóðsögu eða dansa saman.

- Setjist saman niður og búið til markmiða-spjald (Vision Board). Finnið myndir úr blöðum eða á netinu, klippið út og límið myndirnar á blað með orðum eða setningum sem segja til um hvað ykkur dreymir um og langar til að gera. GLETTILEGA NOTALEGT DEKUR
- Nudd í að minnsta kosti 20 mínútur að eigin vali. Höfuðnudd, heilnudd, táslunudd eða herðanudd svo eitthvað sé nefnt. Bakklór eða fótabað.

- Freyðibað í kósýheitum. Kertaljós, drykkur að eigin vali og jafnvel spjall eða upplestur úr bók.

- Uppáhalds maturinn. Þiggjandinn fær að velja mat sem gefandinn eldar eða skipuleggur.

- Morgunverður í rúmið að eigin vali eða óvæntur.

- Fótbolti eða bíómynd að eigin vali og “take away”. GLETTILEGA GÓÐUR GREIÐI
- Finnum saman manneskju/r sem okkur langar til að gleðja og gerum eitthvað fyrir hana. Eldum góðan mat, þvoum bílinn fyrir hana, förum í Sorpuferð fyrir hana, kaupum inn, bjóðum henni í bíltúr.

- Höldum matarboð fyrir manneskju sem er ekki fær um að gera það sjálf og verum jafnvel þjónar í boðinu hennar.

- Tökum til í geymslunni og finnum hluti sem gætu nýst einhverjum sem við þekkjum en við notum ekki lengur sjálf.

- Búum til nágrannadag og fáum alla til að taka til á vissu svæði og höldum svo úti kaffiboð saman.

- Hand skrifum þakklætisbréf saman og sendum á einhvern sem á það skilið. Látið hugann reika og bætið við ykkar eigin Glettum eða/og skoðið Glettu síðurnar okkar. Hugmyndin er að gefandinn skrifi hver fær gjöfina, velji tímamörk gjafarinnar og skrifi undir sáttmálann. Tilvalið er að prenta út mynd af ykkar Glettu, líma á plaggatið um leið og hakað er við tékk boxið til að halda minningunni lifandi og jafnvel ramma inn þegar gjöfin er tilbúin. Velkomið er að “tagga”/”merkja” myndirnar ykkar á Instagram síðunni okkar til þess að gefa öðrum hugmyndir. GLETTUM SAMAN, HÖFUM GAMAN OG VERUM
www.gletta.is
instagram.com/gletta.is
facebook.com/gletta.is

Leikmannaskipulagið fæst í Mixmix Reykjavik og kostar 10.900kr núna fyrir jólin 🎄… með þessu fallega skipulagi taka alli...
19/12/2021

Leikmannaskipulagið fæst í Mixmix Reykjavik og kostar 10.900kr núna fyrir jólin 🎄… með þessu fallega skipulagi taka allir leikmenn á heimilinu þátt í heimilisstörfunum 🥰✨

Leikmannaskipulagið er nýtt hjá okkur og algjörlega ómissandi á öll heimili. Það býður upp á einfalt skipulag sem VIRKAR...
08/10/2021

Leikmannaskipulagið er nýtt hjá okkur og algjörlega ómissandi á öll heimili. Það býður upp á einfalt skipulag sem VIRKAR - svo er þetta það líka stílhreint og fallegt 😀🍀❤️

Gletturnar eru sáttmáli um samveru ❤️
08/10/2021

Gletturnar eru sáttmáli um samveru ❤️

Gletta er sáttmáli um samveru - þar sem þú skipuleggur verustund með þínu besta fólki. Hér er smá umfjöllun um Glettu se...
08/10/2021

Gletta er sáttmáli um samveru - þar sem þú skipuleggur verustund með þínu besta fólki.
Hér er smá umfjöllun um Glettu sem bestu jólagjöfina í Fréttablaðinu - þið fáið Glettur hér hjá okkur 😀🌿

Við  vinkonurnar fengum hugmynd sem er orðin að veruleika 🤩Gefum Samveru 😃Það dýrmætasta sem við eigum er tíminn okkar. ...
22/12/2020

Við vinkonurnar fengum hugmynd sem er orðin að veruleika 🤩
Gefum Samveru 😃

Það dýrmætasta sem við eigum er tíminn okkar. Samverustundir eru mikilvægar en stundum gleymum við að njóta þeirra til fullnustu og að stimpla þær inn í minningarbankann okkar.

Þar kemur hugmyndin okkar að góðum notum. Með Glettu-gjöf gefum við viðkomandi loforð um samveru á veggspjaldi, undiskrifað og tímasett, annað hvort nákvæmlega eða með “notist fyrir dagsetningu”

Gjöfin er svo fullkomnuð með því að taka mynd af samverunni, prenta út og festa á veggspjaldið 😃😃😃

Með Glettunum fylgir hugmyndabanki og einnig á síðunni okkar ☃️😃

Hugmynd að dýrmætri, ógleymanlegri og Glettilega góðri jólagjöf. Þú heitbindur þig til samveru með þeim sem þér þykir væ...
22/12/2020

Hugmynd að dýrmætri, ógleymanlegri og Glettilega góðri jólagjöf. Þú heitbindur þig til samveru með þeim sem þér þykir vænt um❤️

Verum ❤️
22/12/2020

Verum ❤️

Sendu okkur skilaboð til að nálgast þínar Glettur fyrir jól - við keyrum heim að dyrum allar óskir um Glettur á Höfuðbor...
22/12/2020

Sendu okkur skilaboð til að nálgast þínar Glettur fyrir jól - við keyrum heim að dyrum allar óskir um Glettur á Höfuðborgsrsvæðinu ❤️

Nú eru Gletturnar eru komnar á FLUG, TAKK Mixmix Reykjavik  ❤ sem útbjó með okkur smástundamarkað í vikunni. Hafið samba...
22/12/2020

Nú eru Gletturnar eru komnar á FLUG, TAKK Mixmix Reykjavik ❤ sem útbjó með okkur smástundamarkað í vikunni.

Hafið samband hér í skilaboðum til að nálgast ykkar Glettur. Við erum á ferðinni og keyrum allar pantanir á höfuðborgarsvæðinu heim að dyrum fyrir jól. Svo má líka sækja 🎄😊

Gletturnar tilbúnar ❤️ Með Glettugjöf gefur þú sáttmála um samveru, kósystund, ferð eða greiða. Kíktu á okkur í...
19/12/2020

Gletturnar tilbúnar ❤️ Með Glettugjöf gefur þú sáttmála um samveru, kósystund, ferð eða greiða. Kíktu á okkur í Mixmix Reykjavik á morgun sunnudag kl.12-14 til að vita meira 🌿🎅🏻

Við verðum í Mixmix Reykjavik á morgun kl.12-14 til að sýna ykkur Gletturnar. Kíkið endilega á okkur & skoðið Glettugjöf...
19/12/2020

Við verðum í Mixmix Reykjavik á morgun kl.12-14 til að sýna ykkur Gletturnar. Kíkið endilega á okkur & skoðið Glettugjöf fyrir ykkar uppáhalds fólk 😊🌿

Address

Reykjavík

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Gletta posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram