20/07/2024
Darri Aronson er leikmaður hjá Ivry, liði í efstu deild í handbolta í Frakklandi.
Hann sleit knéskeljasin í febrúar á síðasta ári og fór í aðgerð í mars.
Eftir aðgerðina hóf hann endurhæfingu í Frakklandi sem ekki gekk sem skyldi.
Í október kom hann heim til íslands í endurhæfingu hjá einum af okkar færustu sjúkraþjálfurum.
Það gekk heldur ekki nógu vel.
Það var ekki fyrr en hann komst í Kine vöðvarita að framfarir urðu.
Hann byrjaði í desember og náði strax árangri og var búinn að ná fullri stjórn á vöðvanum í júní á þessu ári.
Vöðvaritun til að uppgötva og laga vöðvaójafnvægi virðist víða vanmetin.
Ef endurhæfing gengur ekki vel, gæti verið um vöðvaójafnvægi að ræða. Þá gæti vöðvaritun skipt sköpum.
Spurðu þinn sjúkraþjálfara um hvort vöðvaritun ætti við.