
27/11/2024
Stundar þú íþrótt sem krefst hraðra stefnubreytinga?
Háskóli Íslands leitar að 15-22 ára stelpum sem stunda íþróttir sem krefjast hraðrar stefnubreytinga fyrir rannsókn á áhættuþáttum krossbandaslita.
Sem þátttakandi verður þú beðin að koma á rannsóknarstofu Háskóla Íslands í Stapa, Hringbraut 31 í heimsókn sem tekur allt að 2 klst. Í þátttöku felst í framkvæmd þriggja mismunandi íþróttahreyfinga. Haft verður samband við þátttakendur 1-3 árum eftir heimsóknina til að afla upplýsinga um hvort þátttakendur hafi orðið fyrir hnémeiðslum.
Engin sérstök áhætta fylgir rannsókninni umfram venjulega íþróttaiðkun. Þátttaka getur falið í sér óþægindi líkt því sem gerist við líkamsrækt. Þátttakendur geta dregið sig úr rannsókninni hvenær sem er án skýringa. Rannsóknin mun efla skilning á hreyfimynstrum íþróttamanna sem geta tengst áverkum á krossbönd.
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Dr. Haraldur Björn Sigurðsson. Hafir þú áhuga á að taka þátt eða vilt frekari upplýsingar heimsæktu þá slóðina