03/11/2023
Námskeiðið Feng Shui master class, vinnustofurnar 14., 15. og 16. nóvember 2023 og eftirfylgnin viku síðar, fara fram á netinu, á zoom svæði, þannig að þú getur verið stödd hvar sem er.
Við förum saman í gegnum íbúð á netinu, íbúð sem gæti verið þín íbúð ef þú tengir þig við hana í huganum.
Þannig byrjum við á því að fjalla um
- aðkomuna,
- forstofuna og svo
- hvert herbergi um sig koll af kolli.
- Öflun jákvæðrar orku,
- hvetjandi og letjandi aðstæður sem hafa áhrif á það
- hvernig við nýtum jákvæðu orkuna, og
- drögum úr hinni neikvæðu. Því þurfum við að
- nýta bestu áttir allra heimilismanna,
- skoðum vel aðstæður í svefnherberginu, bæði
- rúmið sjálft og önnur húsgögn þar,
- kíkjum líka í náttborðin og inn í fataskápana. Að sjálflsögðu
- rennum við í gegnum snyrtingarnar,
- veggskreytingar,
- barnaherbergin,
- kjallarageymsluna og
- rjáfrið. Við megum heldur ekki gleyma
- bílskúrnum já og því
- hvernig flæði árunnar er næst húsinu utan dyra.
Allt þetta og miklu meira til – allt til að kenna þér að efla jákvæða orku á heimili þínum og margt af þessu getur þú vafalítið líka nýtt þér á vinnustað þínum.
Mörgum þykir það algjör snilld að við skulum bjóða þátttakendum að senda inn tvær myndir frá aðstæðum á heimilinu í þeim tilgangi að fá okkur til að skoða myndirnar og segja hvernig mætti bæta aðstæður á viðkomandi svæði.
Innifalið í þessu netnámskeiði:
› Bestu áttirnar (sent í upphafi fyrir alla fjölskyldumeðlimi sem búa á heimilinu)
› Grunnatriði Feng Shui fræðanna ásamt ýmsu framhaldsefni.
› Hamlandi og hvetjandi áhrif á orkuflæðið á ári kanínunnar.
› Námskeiðsefni og heimaverkefni.
› 3 vinnustofur á netinu kl. 18:00 – 20:00.
› Eftirfylgni 1 viku síðar, kl. 19:00-20:00; umfjöllun, spurningar og svör, atriði sem þátttakendur deildu eða spurðu um á Facebook.
Rýnt í „fyrir og eftir“ myndir þátttakenda.
Næsta Feng Shui – master class – kvöldnámskeið á netinu verður þri. 14.,mið. 15. + fim. 16. nóv. 2023 kl. 18:00 – 20:00 (að ísl. tíma) ásamt eftirfylgni á 1 klst. zoom fundi þri. 21. nóv. kl. 19:00 – 20:00.
Skráningu lýkur 8. nóv. kl. 24:00.
Fjárfesting þín er kr. 38.500.
Skráning er á vefnum okkar www.fengshui.is (þar skaltu velja Námskeið (í efstu línunni á skjánum) og síðan skaltu velja Feng Shui master class .. og þá opnast skráningarsíðan hægra megin á skjánum.
Eins getur þú opnað fréttabréfið sem var verið að senda út í dag, 3. nóv., því þar er beintenging við skráningarsíðuna.
Feng Shui eru forn austurlensk fræði sem fjalla um orkuflæðið sem er allt í kringum okkur og hvernig við getum nýtt okkur það til góðs. ~ Feng Shui þjónusta í boði ~ Bestu áttirnar þínar Fræðslufundir á Zoom - FRÍTT Feng Shui fyrir svefnherbergið Dowsing orkulínuvinnsla Feng...