Um mig - About me:
(See english version below the icelandic)
Ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur úr Háskóla Íslands árið 2001 og hef starfað við hjúkrun síðan. Árið 2014 lauk ég 4 ára námi frá Barbara Brennan School of Healing sem heilari (Brennan Healing Science Practitioner). Námið í Brennan skólanum var viðamikið þar sem gerðar eru um 200 heilanir yfir þessi 4 ár, undir eftirliti góðra ke
nnara. Allt sem tengist mannrækt og efling likamlegrar og andlegrar heilsu hefur ávallt heillað mig og er heilun ákveðið form af heilsueflingu og viðbótarmeðferð við almenna læknisfræðilega meðferð.
Áhugi hefur verið meðal almennings á síðari árum á því að nota meðferðir sem hafa í daglegu tali verið nefndar „óhefðbundnar meðferðir“ til að draga úr einkennum og bæta líðan. Þessar meðferðir hafa ekki verið taldar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu en sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að nýtast samhliða hefðbundinni meðferð.
Í orkusviðinu geta myndast stíflur sem hindra eðlilegt orkuflæði og þar með vellíðan. Hægt er að losa um þessar stíflur meðal annars með heilun. Brennan heilunartækni snýst um að hreinsa og hlaða orkusviðið sem umlykur okkur og er með því leitast við að efla lífsorkuna. Heilun getur meðal annars stuðlað að slökun, auknu líkamlegu og andlegu jafnvægi, minnkað streitu, linað verki, dregið úr aukaverkunum meðferðar og bætt svefn. English:
I graduated from the University of Iceland as a registered nurse (RN) in 2001 and have worked as a nurse since. In 2014 I graduated from Barbara Brennan School of Healing as a Brennan Healing Science Practitioner. In the Brennan School we do about 200 Healings in the 4 years of the training under supervision of the teachers of the School. Anything that has to do with wellbeing and improving mental and physical health has always been a interest of mine. Many people are using complementary and alternative therapies (CAT) to reduce symptoms and improve wellbeing. These treatments have not been considered part of health service but researches have shown that there are promising clinical effects of many of these treatments along with conventional medical treatments. In the energy system (aura) there can be blocks in the energy that prevent normal energy flow and therefore wellbeing. Brennan Healing is about clearing and charging the energy around us and therefore increase our life force. Healing can increase mental and physical wellbeing, reduce pain, reduce side effects of treatment, help recovery after surgery, reduce stress and improve sleep.