
18/04/2025
Nú er tíminn til þess að lyfta orkunni okkar upp! 🌻
Eftir vetrardvalann, hvíldina, kyrrðina og innri vinnuna sem myrkrið kallar fram er kominn tími til þess að vakna með vorinu. Á þessum árstíma lifnar náttúran við, brýst undan vetrarfeldinum og ferðast frá frosti yfir í frjósemi, það sama á við um okkur.
🌿Hvað er næsta skrefið ? Eftir yin, hvað kemur þá ?
Á þessu námskeiði tökum við orkuna frá vorinu með okkur á dýnuna, við skoðum hvernig við tökum skrefið upp frá dýnunni í átt að meiri hreyfingu og flæði.
Saman munum við ferðast inn í rýmið þar sem yin og yang mætast. Ferðumst í gegnum æfingar og iðkun sem styður við jafnvægi líkamans og orkulíkamans. Æfingar sem endurnæra taugakerfið, hreinsa sogæðakerfið og vekja upp orkulíkamann svo við getum farið út í sumarið með meiri lífsorku, tilhlökkun og í jafnvægi.
Við sækjum í tól og æfingar úr yin yoga fræðunum, yoga þerapíu fræðunum, restorative yoga og trauma þerapíu. Æfingar sem vekja og virkja líkamsstarfsemina.
Þetta framhaldsnám er fyrir þig sem hefur stundað reglulega jógaiðkun og leitast eftir að dýpka þinn skilning og reynslu á heildrænum jógafræðum, eða ert með kennararéttindi á bakinu en vilt bæta á þig tímum og tólum.
☀️Tímasetning:
Föstudagur 9. maí kl. 17.00 - 20.00
Laugardagur 10.maí kl. 10.00 - 16.00
Sunnudagur 11.maí kl. 10.00 - 15.00
🏡Staðsetning: REYR Studio, Fiskislóð 31B
⚡️Verð: 59.900 kr.
Meiri upplýsingar á www.reyrstudio.com og í link í bio