Rósa Björk Árnadóttir heiti ég, ég er 36 ára gömul, er í sambúð og mamma 11 ára stráks.
Ég byrjaði nýtt líf 2015 eftir hræðilegt slys sem ég lenti í, eða kom mér í, er kannski réttara að segja. Ég var komin á svo vondan stað bæði líkamlega og andlega. Ég var komin á það vondan stað að ég sá það ekki einu sinni sjálf hversu illa var farið fyrir mér. Ég varð fyrir svo kallaðri blessun að “lenda” í þessu ágæta slysi mínu, því eftir það þá var eins og það væri bara ein leið fyrir mig og það var að halda áfram að gera hvern dag betri en þann sem var í gær. Ég fór að læra fullt af nýjum hlutum, hlutum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til, einhvern veginn fylgdi ég bara hjarta mínu án þess að efast eitt eða neitt og það hefur komið mér á þann dag sem ég er á í dag.
Ég er á Leveli 2 í Sat Nam Rasayan hugleiðsluheilun hjá Sven Butz í Ljósheimum.
Ég hef lært Heilsumarkþjálfun frá Institute for Integrative Nutrition eða IIN frá New York í USA.
Einnig er ég búin að taka 2 parta af 4 í OPJ, sem er Orkupunktajöfnun.
Í bland við þetta allt saman þá hef ég tekið ýmis námskeið og setið fyrirlestra. Ég hef einnig lært talnaspeki og mun á einhverjum tímapunkti byrja með það sjálf.
Ég byrjaði með þessa síðu þegar ég var að byrja að læra þetta allt saman og notaði þessa síðu til þess að deila með ykkur ýmsum fróðleik og allskonar skemmtilegu. Einnig voru þetta orð mín hérna þá:
“Við gerum 1000 mismunandi hluti til að efla okkur líkamlega, af hverju ekki að nota eitthvað af þessum tíma til að efla heilann, styrkja hann, ná betra jafnvægi og fá meiri gleði?”
Hvað framtíðin ber í skauti sér veit ég ekki alveg enn þá, en ég er allavega búin að laga helling í sjálfri mér, ég er búin að ná að losa hinar ýmsu hækjur sem setið hafa verið á mér mögulega frá fæðingu. ég er að þorska mig á hverjum degi og mín heitasta ósk er að komast alltaf dýpra og dýpra í minni vinnu inn á við, því fallegasta gjöf sem hægt er að gefa sér að mínu mati er innri vinna.
Ég er að taka mín fyrstu skref sem krakka jógakennari og held tíma í djúhugleiðslu. Mitt markmið er að fá að kenna börnum allt það sem ég hefði viljað vita sem barn og að leyfa fólki að upplifa dásemdina sem ég hef fengið að kynnast í gegn um hugleiðslu og slökun. Það er ótrúlegt hvað ég hef náð að þroskast of vaxa bara síðastliðin ár, ég hef náð að ala mig upp á nýju, ég vill verða besta útgáfan af sjálfri mér og mér er að takast nokkuð vel til og ég vil hjálpa fólki að komast á sinn besta sat. Þetta er setning sem er mikið notuð “að verða besta útgáfan af sjálfri sér” en það er samt það rétta, eða meira “leiðin að kjarnanum” að læra að þekkja sig, tilfinningarnar sínar og að elska sig. Ég elska mig, elskar þú þig?
Sagan mín er mjög stór og mikil, fólki finnst hún oft á tíðum pínulítið of stór fyrir eina manneskju, en ég elska þessa sögu, því hún hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag.
Það er fæðingjaréttur okkar að vera glöð, hamingjusöm og frjáls, það eru ekki bara sumir sem fá að njóta þess, við eigum öll rétt á því, ég fann fyrst fyrir hamingju, gleði og djúpu frelsi sumarið 2016, mér finnst ég hafa misst af svo miklu með því að vera hrædd og óörugg. Ég þrái ekkert heitar en það að gefa frá mér þá visku sem ég hef lært undan farin ár, ef það getur hjálpa einhverjum þá er mínu markmiði náð.