Heilsa & Hugur Health & Mind

Heilsa & Hugur   Health & Mind Holistic coach ~ Sálarspegill, Leiðsögn, Tarot & Stjörnuspeki. Lestrar á íslensku & ensku ✉ English

Welcome to Health & Mind – where life gets to flourish!

English below

Velkomin á Heilsa & Hugur – þar sem lífið fær að blómstra!

Ég heiti Rósa Björk, heilsubjargráðgjafi, lífsleiðbeinandi, og reiki-meistari með ástríðu fyrir því að hjálpa konum að finna gleðina í lífinu, endurheimta innri styrk og skapa líf í sátt við heilsu og hamingju. Ég hef búið á mörgum stöðum í heiminum, þar á meðal 16 mánuði á Indlandi og víðsvegar um Evrópu, þar sem ég aflaði mér dýrmætrar þekkingar og heilunar í gegnum persónulega reynslu af veikindum og áskorunum sem hafa mótað mig í tvo áratugi.

Ég hef lokið fimm jógakennaranámum (þar á meðal tvö fyrir börn), lært Sat Nam Rasayan hugleiðsluheilarameðferð og tileinkað mér sjamanisma og margt fleira. Auk þess hef ég sérhæft mig í netrekstri og námskeiðasköpun, sem gerir mér kleift að miðla heilsuráðum og andlegri visku á fjölbreyttan og áhrifaríkan hátt. Hjá Heilsa & Hugur getur þú fengið:

• Heilsu- og lífsráðgjöf sem vinnur með þig á öllum sviðum, allt frá næringu og líkamsrækt til hugleiðslu og streitulosunar.
• Tarot-lestra og innsæisvinnu sem veita þér dýpri skilning á því sem skiptir þig máli.
• Námskeið og hópavinnu sem einblína á sjálfsstyrkingu, jafnvægi og gleði í lífi þínu.
- Eða þú getur valið að fá þér persónilega leiðsögn ef það hentar þér betur.

Ég trúi á máttinn í því að taka einn dag í einu með léttleika, frelsi og húmor, og það er mitt markmið að hjálpa þér að gera það sama. Hvort sem þú ert að leita að innblæstri, heilsu umbótum eða leiðsögn til að takast á við áskoranir, þá er ég hér fyrir þig! I my name is Rosa Bjork, a holistic wellness guide, life coach, and Reiki Master with a passion for helping women rediscover joy, reclaim their inner strength, and create a life in harmony with health and happiness. I have lived in various parts of the world, including 16 months in India and across Europe, where I gained invaluable knowledge and healing through personal experiences with illnesses and challenges that have shaped me over the past two decades. I have completed five yoga teacher trainings (two of which are for children), learned Sat Nam Rasayan meditation healing, and embraced shamanic practices. Additionally, I have specialized in online business and course creation, allowing me to share health advice and spiritual wisdom in a diverse and impactful way. At Health & Mind, you can find:

• Holistic health and life coaching tailored to support you in all areas, from nutrition and fitness to meditation and stress relief.
• Tarot readings and intuitive work that offer deep insights into what truly matters to you.
• Courses and group work focusing on empowerment, balance, and joy in your life.
- Or you can opt for personalized guidance if that suits you better. I believe in the power of taking one day at a time with lightness, freedom, and humor, and my mission is to help you do the same. Whether you are seeking inspiration, health improvements, or guidance to overcome challenges, I am here for you! Together, we can create a life filled with harmony, joy, and well-being.

✨ A.T.H. ✨Fríu lestrunum er lokið 💫En ef þig langar að fá tarotlestur, stjörnuspeki eða einstaklingsviðtal (speglun & le...
07/08/2025

✨ A.T.H. ✨

Fríu lestrunum er lokið 💫
En ef þig langar að fá tarotlestur, stjörnuspeki eða einstaklingsviðtal (speglun & leiðsögn), þá get ég sent þér allar upplýsingar 💌

Ég á enn eftir að svara mörgum og hef ekki gleymt neinum, takk fyrir þolinmæðina 💛

Ég tek ekki fleiri í ágúst, en ef þú vilt bóka fyrir september, þá máttu endilega hafa samband ✨

————

Ég er að byrja að leyfa innsæinu mínu að verða meira sýnilegt & mig langar að bjóða þér frían smá-lestur 🪶

Hér eru þeir spilastokkar sem ég vinn með þessa dagana. Hver þeirra kallar fram mismunandi tíðni & skýr skilaboð, oft á óvæntan hátt.

Ef þú finnur að eitt þeirra talar til þín, þá býð ég þér að fá þau skilaboð sem eru tilbúin að koma til þín núna.

Það sem þú þarft að gera er að skrifa athugasemd undir myndina:

✧ 1. Fylgja síðunni
✧ 2. Segja mér hvaða spil þú valdir (Spil nr. 1, 2, 3 eða 4)
✧ 3. Settu fæðingardag & ár (t.d. 24.4.1983)

✨✨En ef þú vilt fá skilaboðin í einkaskilaboðum:

✧ 1. Fylgja síðunni
✧ 2. Einungis setja í athugasemd undir myndina, hvaða spil þú valdir
✧ 3. Sendu mér svo skilaboð fyrst sjálf/ur, því Facebook leyfir ekki síðum eins og þessari að byrja samtöl. Þar máttu segja mér aftur hvaða spil þú valdir & fæðingardag og ár

💛 Með því að skrifa athugasemd hjálparðu líka póstinum að verða sýnilegri fyrir aðra sem gætu þurft á svipuðum orðum að halda.

Mér þætti ótrúlega vænt um að heyra hvort þessi litlu skilaboð nái að snerta við þér.

♡ Rósa

Mig að skilja þetta eftir hèr til allra sem þurfa á þessum orðum að halda í augnablikinu:✨ Skömmin er ekki þín, hún er l...
07/05/2025

Mig að skilja þetta eftir hèr til allra sem þurfa á þessum orðum að halda í augnablikinu:

✨ Skömmin er ekki þín, hún er leifar af gömlum sársauka✨

Skömmin er rödd sem segir:
😞„Ef ég segi frá, munu aðrir dæma mig.“
😞„Ef ég opna mig, verður það notað gegn mér.“
😞 „Ef ég leyfi mér að vera sönn, mun fólk hugsa að ég sé of mikið eða of dramatísk.“

En sannleikurinn er:
☺️ Það er hugrekki að segja frá sársauka.
☺️ Það er styrkur að standa með sinni reynslu.
☺️ Það er frelsi að leyfa sér að vera raunveruleg, jafnvel þegar fólk skilur ekki.

💛 💛

Halló allir ✨Ég er að breyta því hvernig ég deili með ykkur efni um heilbrigði, heilsu og innri styrk. Ég hef ákveðið að...
05/11/2024

Halló allir ✨

Ég er að breyta því hvernig ég deili með ykkur efni um heilbrigði, heilsu og innri styrk.
Ég hef ákveðið að færa mig yfir á mína persónulegu síðu Rosa Bjork Arnadottir (Linkur í commenti) þar sem ég get deilt með ykkur meira af gleði, léttleika og smá húmor .. með mögulega skiptum skoðunum hér og þar, en þannig er lífið víst 😌

Ef þú vilt fylgjast með áfram, þá er þér hjartanlega boðið að „followa“ mig þar.

Og já, það verður nýr Tarot leikur á hinni síðunni sem þú vilt ekki missa af!

Sjáumst á hinni síðunni 💛

Rósa Björk

English below 👇🏼Hæ hæ allir!Mig langar að bjóða fimm einstaklingum upp á frían tarot lestur. Það eina sem þið þurfið að ...
22/10/2024

English below 👇🏼

Hæ hæ allir!

Mig langar að bjóða fimm einstaklingum upp á frían tarot lestur. Það eina sem þið þurfið að gera er að merkja vin eða vinkonu í athugasemdunum, og sá fær einnig frían lestur. Þið megið alveg kommenta nokkrum sinnum og merkja fleiri vini, en aðeins má eitt nafn vera í hverju kommenti.

Ég mun leyfa þessu að vera hér í nokkra daga og nota helgina til að fara yfir þetta, en mögulega byrja fyrr ef tækifæri gefst.

Það eina sem ég bið um í staðinn er að þið skiljið eftir umsögn hér á síðunni. 💛

Njótið dagsins 🌞

English:

Hi everyone!

I’d like to offer five people a free tarot reading. All you need to do is tag a friend in the comments, and they will also receive a free reading. You’re welcome to comment multiple times and tag more friends, but please include only one name per comment.

I’ll leave this post up for a few days and plan to go through the readings over the weekend, possibly sooner if time allows.

The only thing I ask in return is that you leave a review here on the page. 💛

Enjoy your day 🌞

🌟 Elsku fallega sál! 🌟Á sunnudags kvöldið mun ég halda rými  í Svövuhúsi og langar mig að bjóða öllum konum, dömum, syst...
03/03/2024

🌟 Elsku fallega sál! 🌟

Á sunnudags kvöldið mun ég halda rými í Svövuhúsi og langar mig að bjóða öllum konum, dömum, systrum að koma og njóta með öðrum konum. Opna eyrir lifskaftinn, finna gleðina sem býr innra með þér.

Leikum með orkuna okkar & tengjumst okkur sjálfum með aðferðum sem ég lærði m.a á Indlandi.

Við byrjum á cacao. Hugleiðsla, öndun, dans, djúpslökun, njóta, treysta og finna.

Endum svo með te, snarli & spjalli.

Endilega sendu mér skilaboð & tengjumst.

Hlakka til að heyra í þér 💛

Hvar: Svövuhús
Hvenær: sunnudag 3. Mars
Verð fyrir þetta prufukvöld: 3.000kr

Kveðja
Rosa Bjork ☀️

30/01/2024

Föst í áföllum en vilt lifa án þeirra?
Má bjóða þér mín 5 bestu ráð til að yfirstíga sársaukan?
👇🏼

23/01/2024

Ertu föst í gömlum áföllum en ert tilbúin að njóta lífsins án þeirra? Er að búa til lista með mínum 5 bestu ráðum. Viltu fá þau?

Address

Reykjavík

Opening Hours

Monday 10:00 - 14:00
Tuesday 10:00 - 14:00
Wednesday 10:00 - 14:00
Thursday 10:00 - 14:00
Friday 10:00 - 13:00

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Heilsa & Hugur Health & Mind posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Heilsa & Hugur Health & Mind:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Sagan Mín

Rósa Björk Árnadóttir heiti ég, ég er 36 ára gömul, er í sambúð og mamma 11 ára stráks.

Ég byrjaði nýtt líf 2015 eftir hræðilegt slys sem ég lenti í, eða kom mér í, er kannski réttara að segja. Ég var komin á svo vondan stað bæði líkamlega og andlega. Ég var komin á það vondan stað að ég sá það ekki einu sinni sjálf hversu illa var farið fyrir mér. Ég varð fyrir svo kallaðri blessun að “lenda” í þessu ágæta slysi mínu, því eftir það þá var eins og það væri bara ein leið fyrir mig og það var að halda áfram að gera hvern dag betri en þann sem var í gær. Ég fór að læra fullt af nýjum hlutum, hlutum sem ég vissi ekki einu sinni að væru til, einhvern veginn fylgdi ég bara hjarta mínu án þess að efast eitt eða neitt og það hefur komið mér á þann dag sem ég er á í dag.


  • Í dag er ég lærður krakka jógakennari frá Childplay Yoga frá Gurudass Kaur Khalsa í Jógasetrinu og “Yoga and mindfulness for kids” hjá Little Flower Yoga í Yogavin.

  • Ég er kundalini jógakennari frá Andartak Jóga- & Heilsustöð