16/11/2025
✨ Ný pöntun er að fara af stað og nú getur þú valið ✨
Jakuxar ullar-teppi / sjöl frá Tíbet
Þunn, létt og stinga ekki. Stærð: 90x200 cm
-Möguleikinn á því að fá að velja og fá þetta verð gilda aðeins fram að mánudagskvöldi.
Ég hef nú ákveðið að panta aftur þessi litríku og einstöku teppi sem margir hafa elskað, spurt um og beðið um að kæmi aftur. Sérstaklega í kluldnum, tala nú ekki um fyrir jólin.
Nú færðu tækifæri til að panta áður en sendingin leggur af stað og velja þitt teppi úr myndunum hér fyrir neðan
Ég hef selt hundruðir svona teppa og síðasta sending var smá vitleysa (ég fékk óvart yfir 100 mismunandi tegundir 😅) Engin teppi eins. Það var veisla fyrir ykkur, en svolítið yfirþyrmandi fyrir mig. Þess vegna gafst ég upp á því að selja þau, en hef ákveðið að panta aftur og geri ég þetta aðeins öðruvísi núna.
Þú velur úr þeim týpum sem ég hef sjálf valið úr.
Engin valkvíði, bara gleði, ef þú vilt bíða, skoða og snerta þegar þau koma, þá er það líka allt í lagi. Ég mun sjálf panta teppi, en ekki margar gerðir.
Verðskrá (gildir aðeins til mánudagskvölds):
– 1 teppi: 9.500 kr
– 2 saman: 17.800 kr (8.900 kr/stk)
– 3 saman: 26.400 kr (8.800 kr/stk)
– 5 saman: 43.500 kr (8.700 kr/stk)
✨ Ef þú vilt panta fleiri eða selja áfram, sendu mér skilaboð og við finnum góðan díl.
Verðið mun líklega hækka í 11.500–12.500 kr í næstu lotu (gjöld, sending, gengismunur o.fl.).
Þetta er því síðasta tækifærið til að fá teppin á gamla verðinu 💛
Pöntunarfyrirkomulag:
– Til að pöntun teljist staðfest þarf að borga helming.
(Ef þú þarft aðeins meiri svigrúm, t.d. þar til mánaðamót, þá bara láttu mig vita. Ég er opin fyrir því að finna lausnir)
– Ég læt vita um afhendingartíma um leið og sending fer af stað
– Ég panta aðeins takmarkað magn og þau seljast hratt!
Skoðaðu myndirnar, ef þú finnur eitt sem heillar þig sendu mér þá skilaboð með þvi númeri sem fylgir teppinu. 💛
Jakuxar ullar-teppi / sjöl frá Tíbet
Þunn, létt og stinga ekki.
ATH Stærð: 90x200 cm
Kærleikur og teppakveðjur
Rósa Björk