
09/05/2025
✨ Sidekick Health vekur athygli Svíakonungs! 🇮🇸 🇸🇪
Í vikunni tók Sidekick Health þátt í eftirminnilegri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, og sænsku konungsfjölskyldunnar á Karolinska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi. Heimsóknin var hluti af þriggja daga opinberri ríkisheimsókn forsetahjónanna til Svíþjóðar en markmið hennar var að styrkja hin góðu tengsl landanna og vinna að frekara samstarfi samstarfi svo sem á sviði heilbrigðismála, kvikmyndagerðar og öryggismála.
🚀 Sæmundur Oddsson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri lækninga og rannsókna hjá Sidekick, flutti erindi og tók þátt í pallborði um framtíð stafrænnar heilbrigðisþjónustu og átti í kjölfarið gott samtal við Karl Gústaf Svíakonung þar sem þeir ræddu álag á heilbrigðiskerfi og hvernig lausnir Sidekick gætu stuðlað að betri og skilvirkari þjónustu.
💙 Við erum afar þakklát og stolt að taka þátt í að móta framtíð heilbrigðisþjónustu – bæði á Íslandi og á alþjóðavísu 🇮🇸 🌎