
14/10/2024
👉🏼 Námskeið þar sem unnið er markvisst að losa spennu í bandvef og vöðvum líkamans með mjúkum boltum, Yin yoga teygjum, hreyfiflæði og djúpöndun.
💡Í hverjum tíma er unnið með hreyfiflæði til að styrkja bak og kvið, auka hreyfanleika og bæta líkamsstöðu. Boltana notum við til að til að nudda á þrýstipunktum líkamans og þannig losum við um festur, vöðvaspennu, mýkjum upp bandvefinn, aukum blóðflæði og endurnærum sogæðakerfið.
💡Þetta eru rólegir en krefjandi tímar fyrir alla sem sækjast eftir meiri liðleika, vilja létta á spennu í líkamanum, bæta öndun, auka súrefnisupptöku og ná góðri líkamlegri og andlegri slökun.
👉🏼Fyrir hvern hentar námskeiðið?
Fyrir alla sem
👉🏼glíma við eymsli og verki í vöðvum
👉🏼 vilja vinna á vöðvabólgu
👉🏼 vilja minnka stirðleika í liðamótum
👉🏼 vilja bæta hreyfifærni og sofa betur
👉🏼 sem eru að glíma við streitu.
💡Prófaðu þetta magnaða námskeið, komdu þér út úr vítahring verkja og þreytu, endurnærðu þig og upplifðu betri líðan.
Lokað námskeið fyrir konur
2x í viku - Kl. 16:45-17:45
Hvenær: þri& fim 5.nóv,7.nóv,19.nóv,21.nóv,26.nóv,28.nóv.
Hvar: FSH, gengið inn um kennarainngang og niður í kjallara
Verð: 15.000 kr
Dýnur, boltar, kubbar og yogabelti á staðnum.
Lágmarsskráning 8
Upplýsingar og skráning á bandvefslosun@gmail.com