Innkirtladeild

Innkirtladeild Innkirtladeild / Göngudeild sykursýki
Landspítali
Eiríksgötu 5
101 Reykjavík

Þessi síða er ætluð til upplýsinga fyrir einstaklinga með innkirtlasjúkdóma eins og sykursýki, aðstandendur þeirra og aðra sem hafa áhuga á að vita meira um þessa sjúkdóma. Síðunni er haldið út af Innkirtladeild / Göngudeild fyrir fólk með sykursýki á Landspítalanum.

ℹ🌅😎 Ef þú ert að ferðast með Omnipod dælu, skoðaðu þá þessar upplýsingar (á ensku).
16/07/2025

ℹ🌅😎
Ef þú ert að ferðast með Omnipod dælu, skoðaðu þá þessar upplýsingar (á ensku).

Ertu að skipuleggja frí? ✈️🌅 Notar þú insúlíndælu og/eða sykurnema frá Medtronic ? Skoðaðu þessi ráð 📋ℹ️Góða ferð! 😎
15/07/2025

Ertu að skipuleggja frí? ✈️🌅
Notar þú insúlíndælu og/eða sykurnema frá Medtronic ?
Skoðaðu þessi ráð 📋ℹ️

Góða ferð! 😎

👩🏼‍🎓👏🏻 Thelma Rut Óskarsdóttir er að útskrifast frá HR á næstu vikum með MS í hagnýtri atferlisgreiningu. Hún vann meist...
12/06/2025

👩🏼‍🎓👏🏻 Thelma Rut Óskarsdóttir er að útskrifast frá HR á næstu vikum með MS í hagnýtri atferlisgreiningu. Hún vann meistaraverkefni sitt á göngudeild innkirtla undir handleiðslu Báru Dennýjar atferlisfræðings deildarinnar og Felix Högnasonar atferlisfræðings og kennara í HR. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka hreyfingu hjá 5 einstaklingum með sykursýki með góðum árangri.

Starfsfólk frá Medtronic í Svíþjóð og AZmedica heimsótti okkur í síðustu viku til að segja okkur meira um nýja möguleika...
10/06/2025

Starfsfólk frá Medtronic í Svíþjóð og AZmedica heimsótti okkur í síðustu viku til að segja okkur meira um nýja möguleika í Carelink fyrir heilbrigðisstarfsmenn.

🤝

Innkirtladeild
AZ Medica ehf.
Medtronic Diabetes

Þetta frábæra teymi hlaut viðurkenningu 🎖 "fyrir fagmennsku í störfum á Landspítala" á síðasta ársfundi Landspítala. "Un...
04/06/2025

Þetta frábæra teymi hlaut viðurkenningu 🎖 "fyrir fagmennsku í störfum á Landspítala" á síðasta ársfundi Landspítala.

"Undanfarin fimm ár eða svo hefur teymið unnið markvisst að því að koma á fóta fyrstu og
enn sem komið er einu samþættu þjónustunni, fyrir sykursýkissár á Íslandi. Þessi þjónusta
hefur bætt snemmbæra greiningu, meðferð og forvarnir fyrir sjúklinga um allt land."

Vel gert Fótameinateymi! 🦶 👏👏👏

Scott Gribbon




bjarklind

👏🏻👏🏻👏🏻
02/06/2025

👏🏻👏🏻👏🏻

Erna Jóna Sigmundsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri göngudeildar innkirtla- og gigtarsjúkdóma

Erna Jóna útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1982. Hún hóf störf á Borgarspítalanum eftir útskrift og starfaði sem hjúkrunarfræðingur næstu fimm árin þegar hún færði sig yfir í markaðsstörf. Erna Jóna kom svo til starfa á Landspítalann árið 2020 sem teymisstjóri á göngudeild innkirtla- og gigtarsjúkdóma og hefur gengt stöðu hjúkrunardeildarstjóra síðan í apríl 2024.

Erna Jóna lauk diplómanámi í Rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntun HÍ 1993 og MPM námi frá HÍ árið 2009.

Margrét Jóna ráðin yfirlæknir Innkirtladeild 👏🏻
28/05/2025

Margrét Jóna ráðin yfirlæknir Innkirtladeild 👏🏻

Margrét Jóna Einarsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir innkirtla- og efnaskiptalækninga á Landspítala frá 1. maí 2025.

Margrét Jóna lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá læknadeild Háskóla Íslands 2010, meistarapróf í líf- og læknavísindum frá Háskóla Íslands 2015 og doktorsprófi í læknavísindum frá Háskólanum í Gautaborg 2023.
Hún hlaut almennt lækningaleyfi 2011, sérfræðileyfi í lyflækningum 2017 og sérfræðileyfi í innkirtlalækningum 2021.

Margrét Jóna starfaði sem sérnámslæknir á lyflækningasviði Landspítala 2011-2015 og sérnámslæknir á lyflækningadeild á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 2015-2017. Hún starfaði sem sérfræðilæknir í lyflækningum og sérnámslæknir í innkirtlalækningum á Sahlgrenska 2017-2021 og sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á sama sjúkrahúsi 2021-2024.

Margrét Jóna hóf störf sem sérfræðilæknir í innkirtlalækningum á Landspítala í ágúst 2024 og hefur síðustu fjóra mánuði gegnt stöðu yfirlæknis í afleysingum.

📣📣📣
28/05/2025

📣📣📣

Fyrir þau sem nota insúlín, hvort sem eru á pennameðferð eða dælumeðferð þá minnum við á gátlista fyrir ferðalög. 😎
27/06/2024

Fyrir þau sem nota insúlín, hvort sem eru á pennameðferð eða dælumeðferð þá minnum við á gátlista fyrir ferðalög. 😎

Í dag eru 3 ár frá því Göngudeild innkirtla- og efnaskipta flutti að Eiríksgötu 5  - Eiríksstaði. Þessu eldra húsi var b...
01/03/2024

Í dag eru 3 ár frá því Göngudeild innkirtla- og efnaskipta flutti að Eiríksgötu 5 - Eiríksstaði. Þessu eldra húsi var breytt sérstaklega til þess að það hentaði göngudeildarstarfsemi og við deilum nú 1. hæðinni með gigtlækningum og erfðaráðgjöf.

Það var góð ákvörðun að flytja starfsemi okkar hingað því klíníska aðstaðan er í stuttu máli frábær og hefur skipt sköpum fyrir þróun á starfsemi innkirtladeildarinnar.

Á deildinni starfa nú yfir 20 mjög hæfir einstaklingar með fjölbreyttan bakgrunn og færni sem er lykilatriði í teymisvinnu sem snýst um að sinna þörfum skjólstæðinga okkar sem eru af ýmsum toga.

Við erum spennt fyrir því að halda áfram að þróa nýjar aðferðir sem auka gæði þjónustunnar. Þessa dagana erum við sem dæmi á þröskuldinum við að umbylta þjónustu við einstaklinga með sykursýki 1. Áfram Landspítali!

Evrópuþingið samþykkti ályktun um sykursýki í nóvember 2022. Núna í nóvember 2023 komu Evrópudeildir WHO og IDF saman og...
05/12/2023

Evrópuþingið samþykkti ályktun um sykursýki í nóvember 2022. Núna í nóvember 2023 komu Evrópudeildir WHO og IDF saman og skrifuðu undir yfirlýsingu um átak í málefnum sykursýki enda er um að ræða eitt helsta heilsuvarsvandamál álfunnar.

Þú getur lagt nafn þitt við þessa ályktun.
https://idf.org/europe/endorse-the-declaration/?type=286&location=PT

Address

Fossvogi
Reykjavík
108

Opening Hours

Monday 08:00 - 16:00
Tuesday 08:00 - 16:00
Wednesday 08:00 - 16:00
Thursday 08:00 - 16:00
Friday 09:00 - 16:00

Telephone

+3545436331

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Innkirtladeild posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Category

Um innkirtladeild LSH

Innkirtlasjúkdómar fjalla í stuttu máli um hormón en meðal þeirra eru sykursýki og skjaldkirtilssjúkdómar fyrirferðarmestir. Aðrir algengir innkirtlasjúkdómar eru meðal annars beinþynning, heiladinguls- og nýrnahettusjúkdómar. Fyrsta göngudeildin á Íslandi var stofnuð 11. janúar 1974. Þetta var Göngudeild sykursjúkra sem stýrt var af Þóri Helgasyni lækni sem er 3. frá vinstri á myndinni hér að ofan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og deildin skipt um nafn og aðsetur nokkrum sinnum. Göngudeild sykursýki er nú hluti af einingu Landspítalans sem kallast Innkirtladeild Landspítala. Deildin hefur aðsetur á gangi A3 á LSH í Fossvogi.