Samúð - Sálgæsla

Samúð - Sálgæsla Sálgæsluþjónusta fyrir alla þá sem vilja stuðning og uppörvun í dagsins amstri. Ragnheiður(Lalla) Laufdal er menntuð á sviði guðfræði, sálfræði og sálgæslu.

Nám: M.A Pastoral Ministry, Andrews University, M.A Clinical Mental Health Counseling, Andrews University, CPE Clinical Pastoral Education 4 units, Florida Hospital Orlando, Florida, AdventHealth Tampa, Florida. Staff Chaplain AdventHealth Tampa/Ocala Florida.

19/05/2024

Samúðarkorn 🍃🌼🍃
Tveir menn voru á gangi, annar roskinn , hinn ungur. Það lá illa á unga manninnum. Hann kvartaði yfir því að hann ætti í fjárhagskröggum og lítil von væri um að úr rættist. Félagi hans gaf honum góð og skynsamleg ráð. En ungi maðurinn greip fram í fyrir honum og sagði. "Hvað er svo sem hægt að gera með tvær tómar hendur?” Roskni maðurinn horfði alvarlega á hann og sagði vingjarnlega: Þær eigum við að leggja saman í bæn til Guðs. Já vinir, það er einmitt rétti tíminn til að koma til Guðs þegar hendur okkar eru tómar. Hvort sem okkur skortir hjálp Hans fjárhagslega eða á öðrum sviðum þá er Hann alltaf þess megnugur að mæta okkur 💕🙏🏻 Góði Guð blessa þann einstakling sem þetta les, að hann/hún leiti þín í öllum erfiðleikum sem og lofi þig í velsæld, Í Jesú nafni, Amen🙏🏻💕

“Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.” Filippíbréfið 4.6

Sorgarmeðferð eða sálgæsla er leið fyrir þá sem vilja vinna í gegnum sorgarferli.  Flest okkar förum í gegnum sorg á líf...
19/05/2024

Sorgarmeðferð eða sálgæsla er leið fyrir þá sem vilja vinna í gegnum sorgarferli. Flest okkar förum í gegnum sorg á lífsleiðinni. Sorg er lífsreynsla sem er ekki auðveld neinum. Tilfinningin er í raun þannig að það sem við þekktum er ekki þar lengur, og það getur skapað mikið tómarúm og óvissu, kvíða og depurð.

Að leyfa sér að syrgja er gott og hollt. Að hafa einhvern til að tala við í gegnum sorgarferlið, þegar sorgin virðist yfirtaka allt getur verið sem lífsakkeri. Ekki bera harm þinn í hljóði.

Leiðir sorgarinnar eru djúpar og flóknar.  Sorgin getur komið upp á óútreiknanlegum stundum.  Depurð, reiði, vonleysi, ó...
19/05/2024

Leiðir sorgarinnar eru djúpar og flóknar. Sorgin getur komið upp á óútreiknanlegum stundum. Depurð, reiði, vonleysi, ótti, kvíði og margvíslegar tilfinningar geta brotist út á stundum sem við ekki endilega búumst við. Að virða eigin tilfinningar er stór hluti af því að glíma við sorg og sorgarviðbrögð.

'Við sem syrgjum erum ekki ein.  Við tilheyrum stærsta hópi fólks í heiminum - við erum í hópi þeirra sem hafa þekkt sor...
19/05/2024

'Við sem syrgjum erum ekki ein. Við tilheyrum stærsta hópi fólks í heiminum - við erum í hópi þeirra sem hafa þekkt sorgina"
- Helen Keller, We Bereaved.

10/03/2023

Hvernig getum við mætt öðrum með samúð? Þýðir það að við reynum að leysa vandamál annarra og finna lausnir fyrir þau? Í raun þýðir það að hafa samúð að við erum til staðar eða við setjum okkur í spor annarra. Við þurfum ekki að leysa vandamálin, heldur elska manneskjuna sem þarfnast samúðar okkar. Hlustun er hluti af samúð og margir þarfnast einfaldlega að láta hlusta á sig og horfa í augu þeirra. Með slíkri samkennd og samúð getur einstaklingum fundist sem lífið sé þess virði að nýju og hægt er að komast yfir marga erfiða hjalla í lífinu ef við finnum fyrir samúð annarra.

Áhyggjur og kvíði eru afleiðingar af hugsunum sem tengjast ótta.  Ótti er hugarástand sem hægt er að vinna með. Guð hefu...
10/03/2023

Áhyggjur og kvíði eru afleiðingar af hugsunum sem tengjast ótta. Ótti er hugarástand sem hægt er að vinna með. Guð hefur gefið okkur bænina til að minnka og jafnvel útrýma ótta, áhyggjum og kvíða. Stundum er gott að biðja þar til neikvæðar tilfinningar hjaðna og jafnvel hverfa. Einnig þegar við tökum athyglina af eigin áhyggjum og biðjum fyrir öðrum þá geta gerst kraftaverk í lífi okkar. Munum að þakka Guði því Hann ber umhyggju fyrir okkur og hlustar á hverja bæn 💕🙏🏻

Þakklæti!Í sorginni er stundum erfitt að finna fyrir tilfinningum þakklætis.  En mitt í dimmunni og sorginni er margt að...
09/12/2022

Þakklæti!
Í sorginni er stundum erfitt að finna fyrir tilfinningum þakklætis. En mitt í dimmunni og sorginni er margt að þakka fyrir. Þakklæti gerir lífið auðveldara vegna þess að þá komum við auga á að það gerast líka góðir hlutir jafnvel þó sorgin og erfiðleikar séu miklir. Í bæninni er gott að þakka Guði fyrir allt það sem er gott í lífi okkar, hversu smátt sem það er þá eru allar góðar gjafir frá Honum. Þegar við byrjum að þakka þá opnast alveg ný tilfinning hið innra með okkur. Við getum verið þakklát fyrir minningar og tíma sem við áttum með ástvinum. Við getum verið þakklát fyrir jafnvel það sem við höfðum en höfum misst, því við fengum að njóta um sinn. Við getum verið þakklát fyrir það litla sem er í kringum okkur, eins og hreint vatn, ljós og rafmagn, rúm til að hvílast í. Í þakklætinu er fólgin lækning.
Guð blessi þig ❤️

Sorg um jólin.Um jólatímann þegar margar fjölskyldur koma saman getur verið erfitt að minnast þeirra sem ekki eru lengur...
06/12/2022

Sorg um jólin.
Um jólatímann þegar margar fjölskyldur koma saman getur verið erfitt að minnast þeirra sem ekki eru lengur með okkur. Sorgin getur tekið sig upp aftur á nýjan hátt og komið út í margvíslegri tjáningu tilfinninga. Sumir syrgja látna ástvini, aðrir syrgja hjónabönd þar sem skilnaður hefur farið fram, sumir syrgja breytingar á heilsufari eða breytingar á atvinnu. Sumir syrgja ástand ástvina sem eru í drykkju eða eiga við eiturlyfjavanda að stríða. Missir eigna getur einnig haft djúpstæð áhrif og breytingar á lífi margra. Það er svo margt sem við getum syrgt í lífinu og hefur djúp áhrif á tilfinningalíf okkar. Stór partur af því að glíma við sorgir í lífi okkar er að gera okkur grein fyrir því sem við syrgjum og gott er að geta talað um það við einhvern sem er viljug/ur að hlusta og dæmir ekki.
Það er kúnst að kunna að hlusta á aðra, að leyfa þeim að tala, án þess að við grípum frammí eða höfum skoðun á því sem þau segja okkur. Um þessi jól, verum nærgætin við hvort annað, hlustum og veitum hvort öðru hlýju og eftirtekt, það hreinlega gæti skipt öllu fyrir þá sem líður ekki nógu vel. Höfum hugfast að allir eiga einhver vandamál og ef til vill einhverjar sorgir í hjartanu. Jólatíminn er viðkvæmur tími fyrir marga og gætum vel að hvað við segjum við aðra, orð hafa nefnilega áhrif.
Guð blessi okkur öll á þessarri aðventu!
Gefum gjöf kærleikans🎁

01/10/2022

Þú getur sent inn bænarefni í skilaboðum hér á síðunni. Þegar við förum gegnum erfiðar reynslur er gott að vita að aðrir biðji fyrir manni. Bænin er máttug! Guð blessi þig!

01/10/2022
Öll göngum við í gegnum lífsins reynslur og storma.  En það koma líka ánægjulegar reynslur sem gera lífið þess virði að ...
01/10/2022

Öll göngum við í gegnum lífsins reynslur og storma. En það koma líka ánægjulegar reynslur sem gera lífið þess virði að lifa því. Í raun má segja að hægt sé að komast í gegnum ótrúlega erfiðar reynslur ef við aðeins finnum að við skiptum máli. Eitt af því sem við getum gert fyrir aðra er að gera það að markmiði okkar að allir sem við eigum samskipti við, finni að þeir/þær skipta máli. Tilvera þín í lífi annarra getur skipt sköpum.
Við getum sýnt öðrum að þau skipti máli með:
1) Hlustun
2) Með því að horfa í augu annarra
3) Með því að nota hlý og kærleiksrík orð
4) Með því að vera til staðar þegar viðkomandi leitar til okkar
5) Með því að spyrja spurninga og leita eftir upplifun annarra
6) Með því að elska náungann og iðka kærleiksríkar hugsanir til allra

09/06/2022

Samúðarkorn

Eldri maður kom til prests í kirkju sinni og spurði hann. Prestur góður, hefur þú valdið Guði vonbrigðum?

Presturinn varð niðurlútur og dapur við þessa spurningu og honum varð hugsi en svaraði svo; Já, ég hugsa að það hafi ég nú gert án efa ótal sinnum. Eldri maðurinn næstum hrópaði og sagði, Nei! það hefur þú ekki gert, því Guð veit allt um þig.

Hugur okkar er oft fullur af vonbrigðum með okkur sjálf. Við viljum gera betur en í mannlegum breyskleika okkar þá leikur lífið ekki alltaf í höndum okkar. Við finnum til minnkunar og smánar. En það er ekki Guð sem talar orð vonbrigða til okkar, það er óvinur Guðs.

Við lesum í Matteus 13.24 – 28 „ Aðra dæmisögu sagði Jesús þeim: „Líkt er um himnaríki og mann er sáði góðu sæði í akur sinn. En er menn voru í svefni kom óvinur hans, sáði illgresi meðal hveitisins og fór síðan. Þegar sæðið spratt upp og tók að bera ávöxt kom illgresið og í ljós. Þá komu þjónar húsbóndans til hans og sögðu við hann: Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur illgresið? Hann svaraði þeim: Þetta hefur einhver óvinur gert.”

Rödd Guðs talar orð kærleikans, “Með ævarandi elsku hef ég elskað þig” (Jer 31.3) En eins og allir kærleiksríkir foreldrar þá þarf Guð stundum að kenna okkur og áminna okkur. Þessar áminningar eru ekki til að valda depurð eða sorg. Opinberunarbókin 3.19 segir “Ég tyfta og aga alla þá sem ég elska.”

Því ættum við ekki að vera döpur og niðurlút í lund okkar, heldur gleðjast yfir að Guð elskar okkur og fyrirgefur þeim sem iðrast. Guð blessi þig!

09/06/2022

Bæn

Drottinn gef mér styrk í dag, gef mér æðruleysi til að takast á við verkefni þau sem ég glími við. Gef mér þrótt til að standast freistingar. Lát hugsýki ekki herja á huga minn. Gefðu mér frið, sem er himneskur, gefðu mér sátt við annað fólk. Gefðu mér löngun til að þjóna þér og samferðafólki mínu. Gef mér kærleika til allra og hjálpsemi við þá sem á þurfa að halda.

Í Jesú nafni ég bið, Amen

Samúðarkorn 🍃🌹🍃Á veitingastað nokkrum sem bauð upp á morgunverðarhlaðborð kom maður nokkur reglulega.  Maður þessi var y...
16/03/2022

Samúðarkorn 🍃🌹🍃
Á veitingastað nokkrum sem bauð upp á morgunverðarhlaðborð kom maður nokkur reglulega. Maður þessi var yfirleitt klæddur sömu fötunum, hreinlátur var hann samt. Þegar hann kom þá laumaði hann sér inn þegar hópur fólks var kominn inn á staðinn. Þá settist hann niður og fékk sér að borða en passaði sig á að laumast aftur út án þess að borga áður en fjöldinn var farinn. Nokkrir fastagestir tóku eftir þessum manni sem laumaði sér út án þess að borga. Einn fastagestur kom að eigandanum og lét hann vita af manni þessum. Eigandinn svaraði 'já ég veit af honum, við skulum tala um hann seinna'. Fastagestinum var nokkuð brugðið en næst þegar maðurinn gerði það sama, það er að segja, laumaði sér inn á meðal fjöldans og út án þess að borga, þá lét fastagesturinn eigandann aftur vita. Eigandinn svaraði 'já ég veit, ég hef ákveðið að gera ekkert í því'. Fastagesturinn g*t ekki annað en horft stórum augum á eigandann og spurt ´hví í ósköpunum, ætlar þú ekkert að gera í þessu?' Eigandinn svaraði 'jú, það er þannig að hann kemur einungis þegar fjöldi fólks kemur inn á staðinn, og ég trúi því að fjöldinn á staðnum sé vegna hans.' Fastagesturinn var nú enn meira hissa og spurði 'hvernig þá'. Jú, sagði eigandinn "hann situr yfirleitt fyrir utan veitingastaðinn í drjúgan tíma á morgnana á bekknum þarna hljóður, ég trúi að hann sé að biðja fyrir fjöldanum að koma á staðinn svo hann geti laumast inn. Ég er þakklátur fyrir bænir þessa manns sem færa mér fjölda fólks í hvert sinn er hann kemur. Ég vil ekki koma upp á milli bæna þessa manns og Guðs."
Þannig er það vinir að samúð okkar til annarra, getur oft á tíðum komið af stað blessunum í okkar eigin lífi. Þegar við sjáum aumur á öðrum, þá sér Guð einnig aumur á okkur. Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.
Hafið samúð hver með öðrum!

Einmanaleiki hefur ekki enn verið skilgreindur undir ‘geðgreiningum’ en plagar þó milljónir manna og kvenna um allan hei...
11/03/2022

Einmanaleiki hefur ekki enn verið skilgreindur undir ‘geðgreiningum’ en plagar þó milljónir manna og kvenna um allan heim. Að einangrast getur gerst vegna þess að ástvinamissir hefur átt sér stað eða áfall og/eða depurð hafa sest að. Stundum eru félagslegir þættir/búseta orsök einmanaleika. Ef þú þekkir einhvern sem hefði gott af spjalli þá er sálgæsla góður kostur. Gott spjall og hlustun annarra getur glætt lífið nýrri merkingu.
Samúð - Sálgæsla, getur mætt ástvinum þínum með reglulegri eftirfylgni með spjalli í einkasamtali eða myndspjalli í gegnum netið sem mætir félagslegri þörf og úrvinnslu tilfinninga. Bókið tíma hjá lallalaufdal1@gmail.com

Address

Reykjavik
Reykjavik

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Samúð - Sálgæsla posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Samúð - Sálgæsla:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram