
19/05/2024
Samúðarkorn 🍃🌼🍃
Tveir menn voru á gangi, annar roskinn , hinn ungur. Það lá illa á unga manninnum. Hann kvartaði yfir því að hann ætti í fjárhagskröggum og lítil von væri um að úr rættist. Félagi hans gaf honum góð og skynsamleg ráð. En ungi maðurinn greip fram í fyrir honum og sagði. "Hvað er svo sem hægt að gera með tvær tómar hendur?” Roskni maðurinn horfði alvarlega á hann og sagði vingjarnlega: Þær eigum við að leggja saman í bæn til Guðs. Já vinir, það er einmitt rétti tíminn til að koma til Guðs þegar hendur okkar eru tómar. Hvort sem okkur skortir hjálp Hans fjárhagslega eða á öðrum sviðum þá er Hann alltaf þess megnugur að mæta okkur 💕🙏🏻 Góði Guð blessa þann einstakling sem þetta les, að hann/hún leiti þín í öllum erfiðleikum sem og lofi þig í velsæld, Í Jesú nafni, Amen🙏🏻💕
“Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð.” Filippíbréfið 4.6