20/10/2023
Hildur Grímsdóttir sjúkraþjálfari
kynnir með stolti nýtt logo ✨
Ég er smátt og smátt að koma til baka til vinnu eftir fæðingarorlof nr.3 á 5 árum.
Það er mjög margt sem mig langar að koma út úr höfðinu á mér, niður á blað og í framkvæmd.
Ég geri mér fulla grein fyrir að það mun allt taka tíma. Ég hef aldrei haft eins skýra sýn á hvert ég stefni og hvað ég vil gera.
Kvenheilsa, öll skeið kvenna og allt sem þær þurfa að takast á við er það sem ég brenn fyrir í starfi mínu.
Mér finnst gaman að kenna, fræða og leiðbeina öðrum konum. Ég elska að efla og auka sjálfstraust annarra kvenna.
Það er margt sem við höfum farið á mis við hingað til, margt sem enginn talar um og fyrir vikið vita konur lítið um allskonar verki og vandamál sem tengjast kvenlíffærum, hormónabreytingum og öðru tengdu kvenheilsu sem hefur bara verið sópað undir teppi. Of óþægilegt eða vandræðalegt að ræða. Tabú!
Mín ósk er að umræðan opnist enn meira, fræðslan aukist enn meira og
að konur hætti að þjást í hljóði.
Ég ætla að leggja mitt af mörkum með minni vinnu og meðal annars á þessum miðli.
Ég ákvað að halda mig við þennan aðgang og vera bæði ég sjálf á persónulegu nótunum og líka Hildur sjúkraþjálfari sem hefur mörgu að miðla, allt í bland.
Ég get ekki annað sagt en að framundan séu virkilega spennandi tímar ✨
Takk fyrir að vera með mér í þessu ferðalagi 🫶🏼