18/08/2025
Hver vill gera bragarbót á heilsunni þetta haustið? Hér er einstakt tækifæri á ferðinni.
ENDURRÆSING FYRIR VETURINN
Styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið, bætir meltingu og svefn, bætir hægðalosun, mýkir liði, styrkir húðina og getur bætt húðvandamál, eykur orku og bætir andlega líðan.
SAMSKARA JÓGASTÖÐIN Í LAUGARÁSI býður til hausthreinsunar-hlédrags (retreat) í samvinnu við HEIÐU BJÖRK, ayurvedasérfræðing og næringarþerapista.
Boðið er upp á gistingu í tveggja til þriggja manna herbergjum og fullt fæði í anda ayurvedískrar hausthreinsunar. Árþúsunda löng hefð er fyrir þessari endurræsingu og hreinsun á líkama og huga á árstíðaskiptum á Indlandi og í nágrannalöndunum.
Daglegt jóga til að hjálpa líkamanum að losa sig við úrgangs og eiturefni og bæta orkuflæði, hugleiðslur, leidd liggjandi djúpslökun með aðferð jóga nidra, tónbað með gong og kristalsskálum, göngutúrar í nágrenni Laugaráss, varðeldur. Abhyanga (sjálfsnudd með olíu) er gert daglega og aðferðin kennd ásamt því sem þátttakendur geta keypt vandaðar ayurveda olíur til að bera á sig.
Aðgangur í glæsilegt ný-opnað baðlón í Laugarási er innifalinn, þar verður slakað á í dekri einn daginn.
Bókin um ayurveda er innifalin í verðinu ásamt pakka af fæðu, jurtum og kryddum til að hægt sé að halda hreinsuninni áfram, nokkra daga í viðbót, á heilsusamlegu ayurveda fæði þegar heim er komið.
Mælt er með að þáttakendur hvíli sig á símum og tölvum á meðan á dvöl stendur.
Endurræsing fyrir veturinn Styrkir ónæmiskerfið, bætirmeltingu, eykur orku og bætir andlega líðan. Samskara jógastöðin í Laugarási býður til hausthreinsunar-hlédrags (retreat) í samvinnu við Heiðu Björk, ayurvedasérfræðing og næringarþerapista. Boðið er upp á gistingu í ...