Lyfjafræðingafélag Íslands

Lyfjafræðingafélag Íslands Hlutverk Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) er m.a.

að stuðla að réttri lyfjanotkun, stuðla að faglegu starfi þar sem lyf koma við sögu og efla þekkingu annarra heilbrigðisstétta og almennings á lyfjafræði og störfum lyfjafræðinga.

Í dag, 25. september, er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga.Þema dagsins þetta ár er:PHARMACY Always trusted for your healt...
25/09/2021

Í dag, 25. september, er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga.
Þema dagsins þetta ár er:
PHARMACY Always trusted for your health

20/06/2021

Frá Lyfjafræðisafninu:
Lyfjafræðisafnið Safnatröð 3, Seltjarnarnesi er opið á laugardögum og sunnudögum kl 13-17 til og með 15. ágúst nk. Aðgangur ókeypis.

Saga lyfjafræðinnarForlagið hefur gefið út bókina „Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi, frá 1760“ og er bókin 334 bl...
09/11/2020

Saga lyfjafræðinnar
Forlagið hefur gefið út bókina „Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi, frá 1760“ og er bókin 334 bls, full af fróðleik og skreytt fjölda mynda. Höfundur er Hilma Gunnarsdóttir.
Bókin er samvinnuverkefni Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ), Lyfjafræðideildar Háskóla Íslands (HÍ) og Lyfjafræðisafnsins. Vinna við bókina hófst árið 2007 og hefur ritnefnd bókarinnar lengst af verið skipuð þeim Unni Björgvinsdóttur og Kristínu Einarsdóttur lyfjafræðingum, en Anna Birna Almarsdóttir var fulltrúi HÍ í ritnefnd fyrstu árin. Kristín og Unnur sjást, ásamt Hilmu Gunnarsdóttur höfundi, á myndinni hér fyrir neðan taka við bókinni.
Þann 5. nóvember 2020 fór síðan fram formleg afhending á bókinni á Lyfjafræðisafninu og tóku fyrir hönd samstarfsaðilanna við bókum þær Elín Soffía Ólafsdóttir deildarforseti Lyfjafræðideildar HÍ, Kristín Einarsdóttir formaður stjórnar Lyfjafræðisafnsins og Inga Lilý Gunnarsdóttir formaður LFÍ. Eins og sjá má voru sóttvarnarreglur vegna Covid-19 virtar á Lyfjafræðisafninu.
Bókin fæst hjá Forlaginu og í helstu bókabúðum en félagsmenn í LFÍ geta keypt bókina á tilboðsverði.

01/07/2020

Yfirlýsing frá Norrænu lyfjafræðingafélögunum - NFU

Norrænu lyfjafræðingafélögin, NFU (Nordiska Farmaceut Unionen), senda í dag 1. júlí 2020 frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi evrópska samvinnu um rannsóknir og aðgengi að bóluefnum
https://lfi.is/images/stories/Yfirlysing_NFU/Joint_Nordic_declaration_Vaccines_EN.pdf

19/06/2020

Frá Lyfjafræðisafninu:
Lyfjafræðisafnið verður opið um helgar í sumar og fyrsta opnunarhelgin er 20.–21. júní.
Opið verður laugardaga og sunnudaga frá kl 13 til 16.
Lyfjafræðingar taka vaktina með leiðsögn um safnið.

08/01/2020

Yfirlýsing frá stjórn LFÍ vegna mönnunar í apótekum

Í frétt á heimasíðu Lyfjastofnunar 30. desember 2019 er vísað í kröfu Lyfjafræðingafélags Íslands en þann 21. nóvember 2019 sendi stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands eftirfarandi yfirlýsingu til Lyfjastofnunar vegna mönnunar í apótekum á Íslandi:https://lfi.is/images/stories/Yfirlysing_stjornar_LFI.pdf

Áhugaverð umfjöllun og viðtal við formann LFÍ varðandi mönnun lyfjafræðinga í apótekum https://www.visir.is/k/9c430c0d-b...
07/01/2020

Áhugaverð umfjöllun og viðtal við formann LFÍ varðandi mönnun lyfjafræðinga í apótekum
https://www.visir.is/k/9c430c0d-b32a-41bd-bf42-9a3aedbc1f10-1578165199969

Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands segir að breytt stjórnsýsluframkvæmd um mönnun lyfjafræðinga í apótekum verði til þess að hægt sé að veita betri og faglegri þjónustu í apótekum.

Áhugahópur um apótekslyfjafræðiStofnfundur Áhugahóps um apótekslyfjafræði í LFÍ var haldinn 27. nóvember 2019 í sal Lyfj...
28/11/2019

Áhugahópur um apótekslyfjafræði
Stofnfundur Áhugahóps um apótekslyfjafræði í LFÍ var haldinn 27. nóvember 2019 í sal Lyfjafræðisafnsins.
Hlynur Torfi Traustason varaformaður LFÍ var fundarstjóri. Mættir voru 15 lyfjafræðingar sem jafnframt eru stofnfélagar hópsins.
Hugmyndin með stofnun áhugahópsins er að hann verði „suðupottur“ hugmynda um hvað má betur fara í starfi lyfjafræðinga í apótekum. Áhugahópur um apótekslyfjafræði getur jafnframt verið þrýstihópur varðandi málefni sem varða alla lyfjafræðinga sem starfa í apótekum og veitt ráðgjöf til stjórnar LFÍ varðandi atriði sem sérstaklega snúa að starfsviði apóteka.
Samþykktir áhugahóps um apótekslyfjafræði voru samþykktar á fundinum.
Stjórn áhugahóps um apótekslyfjafræði var kosin og er þannig skipuð:
Hlynur Torfi Traustason formaður,
Sigríður Pálína Arnardóttir ritari,
Margrét Birgisdóttir gjaldkeri,
Jóna Björk Elmarsdóttir varamaður.
Miklar umræður voru á fundinum varðandi störf lyfjafræðinga í apótekum, áskoranir og hvað mætti betur fara.
Allir félagar LFÍ geta verið meðlimir í áhugahópnum, sendið póst til lfi@lfi.is.

10/11/2019

Viðtal við framkvæmdastjóra LFÍ á Evrópuráðstefnu FIP í Tyrklandi

Til hamingju Helga og María. Til hamingju lyfjafræðingar á Íslandi.
30/10/2019

Til hamingju Helga og María.
Til hamingju lyfjafræðingar á Íslandi.

30/10/2019

Frá Lyfjafræðisafninu

Í tengslum við Menningarhátíð Seltjarnarness verður Lyfjafræðisafnið opið laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember frá kl. 13-17.
Á laugardeginum býður stjórn Urtagarðsins upp á örfyrirlestra á 30 mínútna fresti: "Urtagarðurinn í Nesi, plöntusafn í sögulegu samhengi, Kartöfluræktun á Íslandi rædd og fjölbreytt yrki verða til sýnis.
Sjá dagskrá hátíðarinnar
http://www.seltjarnarnes.is/media/frettir/menningarhatid-baekl.pdf

Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga. Þema dagsins er “Örugg og árangursrík lyfjameðferð fyrir alla” Til hamingju me...
25/09/2019

Í dag er alþjóðlegur dagur lyfjafræðinga. Þema dagsins er “Örugg og árangursrík lyfjameðferð fyrir alla”
Til hamingju með daginn!

Viðtal í fréttum Stöðvar 2 við stjórnarmann í LFÍMargrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyf...
18/09/2019

Viðtal í fréttum Stöðvar 2 við stjórnarmann í LFÍ
Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg,

„Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur.

Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum.
„Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét.
Hlekkur á fréttina https://www.visir.is/g/2019190919411

Fundur með heilbrigðisráðherraNýútskrifaðir meistaranemar í lyfjafræði þær Tinna Harðardóttir og Unnur Karen Guðbjörnsdó...
12/09/2019

Fundur með heilbrigðisráðherra
Nýútskrifaðir meistaranemar í lyfjafræði þær Tinna Harðardóttir og Unnur Karen Guðbjörnsdóttir fengu tækifæri á því að kynna meistaraverkefnin sín “Hvert viljum við stefna?”: Staða lyfjafræðinga í apótekum á Íslandi og "Væntingar íslenskra lyfjafræðinga í apótekum til mögulegrar útvíkkunar á starfssviði þeirra og meðfylgjandi starfsþróun“ fyrir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.
Kynningin gekk mjög vel og í kjölfarið náðist góð umræða um stöðu apóteka á Íslandi sem og um aukin tækifæri lyfjafræðinga til frekari þátttöku innan heilbrigðiskerfisins.
Á myndinni má sjá frá vinstri Freyju Jónsdóttur klínískan lyfjafræðing og aðjúnkt við Lyfjafræðideild HÍ, leiðbeinanda Unnar í meistaraverkefninu, Tinnu Harðardóttur lyfjafræðing, Unni Karen Guðbjörnsdóttur lyfjafræðing, Önnu Bryndísi Blöndal lyfjafræðing, Ph.D. og lektor við Lyfjafræðideild HÍ, leiðbeinanda Tinnu í meistaraverkefninu og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra.

14/06/2019

Frá Lyfjafræðisafninu:
Lyfjafræðisafnið verður opið um helgar í sumar, frá miðjum júní fram í miðjan ágúst.
Opið verður laugardaga og sunnudaga frá kl 13 til 17.
Lyfjafræðingar taka vaktina með leiðsögn um safnið.

https://www.facebook.com/1035920964/posts/10216562056937329/
14/03/2019

https://www.facebook.com/1035920964/posts/10216562056937329/

„Það var vel af sér vikið að ná í þetta magn á þessum tíma því það er erfitt eins og staðan er í heiminum í dag,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um 10 þúsund skammta af bóluefni gegn mislingum sem eru komnir til landsins og í dreifingu.

07/03/2019

Þörf er á lengra samráðsferli og frekari gögnum svo unnt sé að ljúka vinnu við frumvarp til nýrra lyfjalaga sem heilbrigðisráðherra áformaði að leggja fram á Alþingi í vor. Ráðherra hefur því ákveðið að fresta framlagningu þess til haustsins.

13/02/2019

Kveikur flettir ofan af svikum sem ekkert eftirlit nær yfir. Við fjöllum líka um sýklalyfjaónæmi; eina stærstu lýðheilsuvá samtímans. Vikulegur fréttaskýringaþáttur sem tekur á málum bæði innan lands og utan. Þátturinn er í anda klassískra fréttaskýringaþátta með áhersl...

Address

Lyfjafræðisafninu Við Neströð
Seltjarnarnes
IS-170

Opening Hours

Monday 09:00 - 12:00
Tuesday 09:00 - 12:00
Wednesday 09:00 - 12:00
Thursday 09:00 - 12:00
Friday 09:00 - 12:00

Telephone

+354 5616166

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Lyfjafræðingafélag Íslands posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Lyfjafræðingafélag Íslands:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram