
06/09/2025
*** Sjúkraþjálfun á Fæðingarheimili Reykjavíkur ***
Við kynnum til leiks nýja og virkilega spennandi viðbót við þjónustuna á fæðingarheimilinu.
Þorgerður Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í kvensjúkdóma og fæðingarsjúkraþjálfun, er nú með aðstöðu hjá okkur - samhliða vinnu sinni á Táp sjúkraþjálfun. Þið getið bókað tíma hjá henni beint með því að senda henni tölvupóst. Allar upplýsingar má finna á heimasíðunni okkar.
Þorgerður er vel þekkt þeim sem þekkja til kvenheilsusjúkraþjálfunar enda starfað á sviðinu í 30 ár og byggt upp mikilvæga sérþekkingu hér á landi.
Þorgerður hefur haldið námskeið fyrir sjúkraþjálfara og aðrar heilbrigðisstéttir á sínu sérsviði, sótt fjölda námskeiða um grindarbotn og kvenheilsu og flutt erindi á vísindaráðstefnum bæði innanlands og erlendis.
Hún hefur einnig verið leiðbeinandi nema í meistaranámi í sjúkraþjálfun og íþróttafræðum, auk þess að vera stundakennari við Háskóla Íslands til margra ára í sjúkraþjálfun, hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði.
Vertu velkomin í teymið kæra Þorgerður!
Þorgerður Sigurðardóttir er sérfræðingur í kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfun.Í doktorsnámi snerust rannsóknir hennar um heilsu kvenna í tengslum við fæðingu,sérstaklega útkomu grindarbotns og áhrifa sjúkraþjálfunar og æfinga á konur eftir fæðingu.Hún hefur starf...