MýSköpun ehf

MýSköpun ehf MýSköpun er nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit sem ræktar örþörunga sem eiga uppruna sinn úr Mývatni.

Markmið MýSköpunar er að vera leiðandi í framleiðslu á lífefnum úr þörungum, með fjölnýtingu jarðhita í fyrirrúmi og nýtingu auka afurða sem verða til í framleiðsluferlinu. Ræktun og hagnýting þörunga hefur í auknu mæli vakið áhuga vegna fjölbreyttra lífefna sem þeir framleiða og hagnýtingu þeirra í ýmsar söluvörur. Þegar talað er um lífefni er átt við efni á borð við fitusýrur, prótein, fjölsykrur, steinefni, karóten og önnur litarefni, auk fjölfenóla.

MýSköpun ehf var að fá þær gleðifréttir frá Stjórnarráðinu að styrkumsókn okkar til Lóu fyrir verkefnið "Nýting skiljuva...
24/06/2025

MýSköpun ehf var að fá þær gleðifréttir frá Stjórnarráðinu að styrkumsókn okkar til Lóu fyrir verkefnið "Nýting skiljuvatns jarðvarmavirkjunar til verðmætasköpunar" var samþykkt 🥳
Í þessu verkefni ætlum við að skoða hvort að hægt sé að auka afköst framleiðsluferlis kísilþörunga sem innihalda verðmæta andoxunarefnið fucoxanthin með upptöku kísils úr skiljuvatni 👀
Verkefnið verður unnið í samstarfi við Landsvirkjun 🤝🏻

Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra.

Í dag undirrituðu MýSköpun ehf og Landsvirkjun samstarfssamning sem rammar inn frekara samstarf fyrirtækjanna og opnar á...
12/06/2025

Í dag undirrituðu MýSköpun ehf og Landsvirkjun samstarfssamning sem rammar inn frekara samstarf fyrirtækjanna og opnar á uppbyggingu á starfsemi MýSköpunar á starfsvæði Landsvirkjunar á Norðausturlandi.
Með samningnum er opnað á möguleikann á að framleiðsla MýSköpunar geti tengst beint við virkjun á svæðinu sem hefði augljós áhrif á hagkvæmni starfseminnar. Á næstu árum gera áætlanir okkar ráð fyrir að 20-40 áhugaverð ný störf geti orðið til á svæðinu.
Við erum mjög spennt fyrir framtíðinni 🚀

MýSköpun ehf framleiðir nú verðmæta andoxunarefnið fucoxanthin í hátækni ræktunarkerfinu sínu. Markaðir fyrir litarefni ...
06/03/2025

MýSköpun ehf framleiðir nú verðmæta andoxunarefnið fucoxanthin í hátækni ræktunarkerfinu sínu. Markaðir fyrir litarefni og andoxunarefni úr örþörungum stækka hratt, og umframeftirspurn er til staðar á mörgum sviðum. Spár gera ráð fyrir 5–20% árlegum vexti markaða til langs tíma. 📈

Ísland býður upp á einstök tækifæri til frekari uppbyggingar og aukinnar framleiðslugetu til að mæta þessari ört vaxandi eftirspurn. Aðgengi íslenskra framleiðslufyrirtækja að hreinni, endurnýjanlegri orku á samkeppnishæfu verði veitir okkur mikilvægt forskot á alþjóðamarkaði og styður við áframhaldandi vöxt greinarinnar hér á landi.

Iðnaðarframleiðsla örþörunga krefst umtalsverðrar orku, en hún skapar einnig fjölmörg spennandi störf. Við hlökkum til að deila með ykkur frekari fréttum af starfsemi okkar á næstu mánuðum. 🚀

Hlökkum til næsta árs og þeirra spennandi verkefna sem það ber í skauti sér. Frekari upplýsingar 👇🏻
13/12/2024

Hlökkum til næsta árs og þeirra spennandi verkefna sem það ber í skauti sér. Frekari upplýsingar 👇🏻

Örþörungafyrirtækið Mýsköpun hefur lokið vel heppnaðri fjármögnun sem gerir fyrirtækinu kleift að vaxa áfram. Núverandi hluthafar tóku þátt í fjármögnuninni sem var uppá ríflega 50 milljónir króna og var í formi breytanlegs skuldabréfs. Fjármögnunin var kynnt á vel sót...

RÚV kom við hjá okkur nýlega og bjó til þessa skemmtilegu umfjöllun um starfsemi MýSköpun ehf👇🏻
22/10/2024

RÚV kom við hjá okkur nýlega og bjó til þessa skemmtilegu umfjöllun um starfsemi MýSköpun ehf
👇🏻

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Ræktun í fullum gangi 😇
01/10/2024

Ræktun í fullum gangi 😇

Mýsköpun sækist eftir framkvæmdastjóra!
25/06/2024

Mýsköpun sækist eftir framkvæmdastjóra!

Vikublaðið kom og tók viðtal við okkur 😊
29/04/2024

Vikublaðið kom og tók viðtal við okkur 😊

Mýsköpun er framsækið nýsköpunarfyrirtæki

Í vikunni fengum við í heimsókn Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttir, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Ásamt því að sýna henni n...
05/04/2024

Í vikunni fengum við í heimsókn Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttir, sveitarstjóra Þingeyjarsveitar. Ásamt því að sýna henni nýja búnaðinn okkar, ræddum við um uppbyggingu Mýsköpunar á svæðinu og hversu mikilvæg sú uppbygging myndi vera fyrir nærsamfélagið. Það var gott að finna fyrir stuðningnum sem við höfum frá sveitarfélaginu 😊

Á myndinni er Ragnheiður á hægri hönd og Júlía, þróunarstjóri Mýsköpunar, við nýja búnaðinn 🌱

Við erum einstaklega stolt af því að hafa fengið 20 m.kr. styrk frá Tækniþróunarsjóði fyrir rannsókn félagsins á möguleg...
13/02/2024

Við erum einstaklega stolt af því að hafa fengið 20 m.kr. styrk frá Tækniþróunarsjóði fyrir rannsókn félagsins á mögulegum ávinningi þess að nota örþörungana okkar sem hluti af fæði fyrir laxaseiði en mikilvægt er að gera fiskeldi sjálfbærari og draga úr kolefnisspori framleiðslunarinnar. Rannsóknin verður gerð í samvinnu við Matís, Laxá fóðurverksmiðju og Samherja fiskeldi 🌱🐟

https://www.rannis.is/frettir/haustuthlutun-taeknithrounarsjods-2023

Stjórn Tækniþróunarsjóðs  hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 79 verkefna sem sóttu um í sjóðinn á haustmisseri að ganga til samninga um nýja styrki. 

Mýsköpun fékk loksins langþráðan nýjan búnað frá Lgem í Hollandi sem mun stórauka örþörungaframleiðslu félagsins. 1700 l...
12/12/2023

Mýsköpun fékk loksins langþráðan nýjan búnað frá Lgem í Hollandi sem mun stórauka örþörungaframleiðslu félagsins. 1700 lítrar af lífmassa mun flæða um þessar glertúpur þar sem spirulina félagsins mun vaxa með ljóstillífun. Á myndinni má sjá Júlíu, þróunarstjóra Mýsköpunar, ásamt Pétri og Valdimar sem eru í stjórn félagsins, líta augum á nýja búnaðinn. Framundan hjá Mýsköpun eru spennandi vikur og mánuðir!

Address

Mývatn

Telephone

+3546977333

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when MýSköpun ehf posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to MýSköpun ehf:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram