
24/06/2025
MýSköpun ehf var að fá þær gleðifréttir frá Stjórnarráðinu að styrkumsókn okkar til Lóu fyrir verkefnið "Nýting skiljuvatns jarðvarmavirkjunar til verðmætasköpunar" var samþykkt 🥳
Í þessu verkefni ætlum við að skoða hvort að hægt sé að auka afköst framleiðsluferlis kísilþörunga sem innihalda verðmæta andoxunarefnið fucoxanthin með upptöku kísils úr skiljuvatni 👀
Verkefnið verður unnið í samstarfi við Landsvirkjun 🤝🏻
Hlutverk Lóunnar er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni á forsendum svæðanna sjálfra.