01/10/2024
Kæru fylgjendur :)
Núna eru komin rúm 2 ár síðan ég ákvað að flytja til Tenerife og bjóða uppá hjúkrunarþjónustu. Þessi ár hafa verið mjög lærdómsrík og skemmtileg. Búin að kynnast ýmsu, annarri menningu, heitarar loftslagi, fékk mér ,,vespu" sem tók mig nokkrar vikur að manna mig uppí að nota sem tókst en litlu seinna stolið.
Ég sem er 51 árs ,,sumarstelpa" elska náttúruna en kuldinn og myrkrið á Íslandi er mér stundum um megn. 4ra barna móðurinn og hundaeigandinn sem skyldi allt eftir á Íslandi og fór að búa ein í nýju landi, það reyndi á ýmislegt en helst fann ég fyrir einmannaleika. Einhverntímann þegar yngsta dóttur mín spurði hvernig ég hefði það sagði ég við hana:
,, Ég skil ekkert í mér! Ég sem er búin að ganga með ykkur (börnin mín) í 4x9 mánuði, vera með ykkur á brjósti í samtals rúm 3 ár og kaupa mér hund á 300 þúsund sem ég sakna mikið, ég sit svo ein í sólinni hérna"
Á þessum 2 árum hef ég kynnst svo mörgu fólki og það besta er að geta aðstoðað fólk þegar það um sárt að binda. Þegar ég sé þakklætið frá fólki þá veit ég að ég er að gera rétt og að geta kallað mig ,hjúkrunarfræðing" (hjúkrunarkonu eða hjúkku ;)) gerir mig stolta og það eina sem mig langar að starfa við.
Þegar ég ákvað að flytja til Tenerife þurfti ég að lifa á öðru en sólinni, þannig að ég réði mig hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og svaraði netspjalli heilsuveru og 1700. En af því að ég er svona ,,people person" þá vantaði mig að vera meiri í samskiptum við fólk, það var ekki nóg fyrir mig að tala einungis í síma í 4-6 klst á dag og gefa af mér, það ,,drenaði mig" og að lokum fékk ég nóg af því og varð að hætta að starfa þar.
Varðandi starfsemi mína á Tenerife þá tók það mig svolítinn tíma að finna út hvað ég ætti að rukka fyrir þjónustu mína, þar sem fólk þurfti mest megnis að fá ráðgjöf og stuðning í gegnum síma eða netið þá varð ég að setja verð á það, þar sem ég er ekki í vinnu hjá neinum nema sjálfri mér, var hér um bil hægt að hringja í mig jafnt að nóttu og um hábjartan dag. Þar sem ég er fyrst og fremst hjúkrunarfræðingur en hef ekki verið mikið í markaðsfræðum þá tók það svolítið á, þ.e.a.s. að verðleggja mig en að lokum fann ég út úr því. Sumum fannst þetta verð sanngjarnt einhverjum of lítið en öðrum of dýrt, þannig er það bara :)
Langflestir borguðu með bros af vör og vildu jafnvel borga meira. Þeir sem leituðu eftir því fengu greitt til baka frá tryggingfélagi sínu (samkv.mínum uppl.). En það voru því miður of margir sem kusu að greiða ekki reikingana sem ég sendi á þá, er það ein helsta ástæða þess að ég sé mér ekki fært að bjóða uppá þessa þjónustu.
Þegar ég ákvað að fara út í þetta var ég ekki viss hvort það væri þörf fyrir þjónustu sem þessa en eftir þennan tíma er ég sannfærð um það. Ég hef mikila reynslu og á auðvelt með að meta aðstæður, sjá hvert best er að leita eða hvort viðkomandi þurfi að leita til læknins, á læknastofu eða á sjúkrahús eða jafnvel eitthvert annað. Þetta er búið að vera yndislegur tími og ég sé ekki eftir neinu, ég ákvað að prufa þetta og er reynslunni ríkari. En núna hætti ég stolt og sátt en með ,,poquito"(smá) sorg í hjarta því að ,,Hjúkrunarfræðingur á Tenerife" er eitt af börnunum mínu ;)
Mig langar að þakka öllum sem studdu mig í þessari vegferð og sérstaklega því yndislega fólki sem leitaði til mín. Farið vel með ykkur, elsku þið.
Með hlýju Svana Andrea