21/01/2026
Vetrarljós
- á Kyndilmessu og Fullu Tungli
Jógahornið Þorlákshöfn
Sunnudagur 1.febrúar 2026
kl 10:00-16:00
Við komum saman í Systrahring á Kyndilmessu til að fagna vonarljósinu sem tendrar neistann djúpt hið innra og verður okkur leiðarljós í átt að vori.
Vetrarljósið sem kveikir lífsneistann í hverju fræi djúpt í jörðu er okkur innblástur í upphafi Febrúar, og því upplagt að fagna innra ljósinu okkar - og innri Gyðjunni.
Vetrartíðin færir okkur tækifæri á að skríða svolítið inná við og hlúa að okkur.
Unnur Arndísar býður uppá dagskrá af Gyðjuathöfn, Tónaheilun, hugleiðslu, öndun og slökun - þar sem við hlúum að okkur og finnum styrkinn í því að gefa eftir.
Sendu tölvupóst á uni@uni.is til að skrá þig ❤
Nánari upplýsingar má nálgast hér: https://uni.is/vetrarljos/