HL-stöðin Akureyri

HL-stöðin Akureyri HL-stöðin er endurhæfingarstöð fyrir hjarta- og lungnasjúklinga.

09/09/2025

Þjálfun hefst á ný eftir sumarfrí, mánudaginn 15. september að Bjargi
Á mánudögum og miðvikudögum:
Hópur AB: 16:00- 16:50 Róleg leikfimi
Hópur C: 17:00- 17:50 Miðlungs erfið leikfimi
Hópur DF: 18:00-18:50 Miðlungs til erfið leikfimi

HL-stöðin býður upp á:
- sérhæfða þjálfun fyrir fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma
- öruggt umhverfi við þjálfun
- þjálfarar eru sjúkraþjálfarar
- þolpróf 1x að vetri
- Fræðslufyrirlestra á haust- og vorönn
- aðhald við þjálfun
- góðan félagsskap

Nýir þátttakendur eru velkomnir í hóp með okkur
Allir nýir þátttakendur þurfa að koma með beiðni í sjúkraþjálfun frá lækni.
Skjólstæðingar skrá sig inn í Gagna með kennitölu og nafni. Skjólstæðingum er frjálst að nota búningsklefa.
Frekari upplýsingar eru í síma 8494340 16:00- 17:00 eða á hlstodinak@gmail.com
Heimasíða okkar er: www.hlstodin.net

Hlökkum til að byrja aftur!

23/04/2025

Minnum á tímana í dag kl. 16, 17 og 18.
Svo er lokað frá 24. apríl, til og með mánudeginum 28. apríl.
Tökum svo aftur upp þráðinn miðvikudaginn 30. apríl.
Gleðilegt sumar!
Starfsfólk HL

06/01/2025

Gleðilegt nýtt ár!
Minni á að hóparnir byrja aftur miðvikudaginn 8. janúar
HL-stöðin

07/11/2024

Góðan dag!
Mánudaginn næstkomandi 11. nóvember hefjast aftur tímar fyrir hópana AB, C og DF. Þannig að héðan í frá verða tíma 2x í viku.
Endilega verið dugleg að mæta. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á mánudaginn
Starfsfólk HL

16/09/2024

Þá er veturinn hjá HL-stöðinni kominn af stað! Fyrsti dagurinn í dag.
Það kom tilkynning í dag, hún hljóðaði svo: Vegna óviðráðanlegra ástæðna munu hóparnir AB, C og DF aðeins æfa á miðvikudögum um óákveðinn tíma.
Biðjumst við velvirðingar á því að ef einhverjir sem mæta ekki í þessari viku komi á mánudaginn næsta og vita ekki af þessu, þá fara þeir fýluferð. En þannig verður það bara að vera.
Hvet alla til þess að vera duglegir að hreyfa sig.
Fara út að ganga á meðan færð leyfir
Ganga í boganum
Gera léttar æfingar heima
Nýta sér útvarpsleikfimina
Bara svona til þess að nefna nokkur dæmi. Auglýsum svo með fyrirvara þegar mánudagstímarnir geta farið af stað aftur.
Þolprófin byrja í næstu viku, einnig stig I og II

Starfsfólk HL

01/09/2024

Sjúkraþjálfarar óskast til starfa hjá Endurhæfingarstöð hjarta- og lungnasjúklinga á Akureyri í vetur.
Hl-stöðin er staðsett á Bjargi við Bugðusíðu 1. Það vantar 2-4 þjálfara. 3 hópar 2x á viku, mánudaga og miðvikudaga. Það eru alltaf tveir þjálfarar saman. Búið er að manna miðvikudagana en það vantar alveg fólk á mánudagana 15:45-19:00. Hægt er að vinna einu sinni í viku eða aðra hverju viku ef fleiri þjálfarar verða með okkur í vetur.
Við byrjum um miðjan sept. og erum út miðjan maí.

Um verktakavinnu er að ræða og svo er þetta mjög skemmtileg tilbreyting frá einstaklingsþjálfuninni. Endilega hafið samband!

-Elín Rún Birgisdóttir, yfirsjúkraþjálfari hjá HL-stöðinni á Akureyri

07/01/2024

Geðilegt nýtt ár !
Við byrjum aftur á morgun, mánudaginn 8. jan. 2024 😁

07/12/2023

Jólafundur HL-stöðvarinnar
Fimmtudaginn 14. des. verður jólafundur HL í Lionssalnum í Skipagötu
KL. 16:00-18:00
Héðinn Svarfdal kynnir VIRK efri ár
Kosning
Léttar veitingar
Allir velkomnir

Address

Bugðusíða 1
Akureyri
603

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when HL-stöðin Akureyri posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to HL-stöðin Akureyri:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram