
03/11/2023
Það er ljómandi gott viðtal við Flosa í nýjasta eintaki af tímariti Geðhjálpar. Þar talar hann um margt, bakgrunn sinn og reynslu, þunglyndi og kvíða og hvernig honum hefur gengið að takast á við það.
,,Þú ert með þessa kjarnahugsun sem er ráðandi þannig að manni finnst maður vera einskis virði og vonlaus. Og þá þarf að grípa þessar hugsanir og ráðast á þær með skynsemi. Skynsemin er beittasta sverðið.“
Flosi Þorgeirsson missti föður sinn átta ára gamall sem hafði mikil áhrif. Hann fór að drekka 12 ára gamall, misnotaði áfengi og önnur vímuefni um árabil og hélt alltaf að andleg vanlíðan væri drykkjunni að kenna. Sjálfsvísgshugsanir gerðu vart við sig og hann skaðaði sjá...