09/05/2025
Það eru 6 ár síðan Skúli B. Geirdal þá starfandi á N4 kom í heimsókn og tók viðtal við okkur hjónin á Vökulandi. Við erum ennþá að miðla þekkingu okkar af innri ró og eftirgjöf. Á þessum 6 árum hefur þjónustan okkar þróast mikið með viðbættri þekkingu, hugrænni og efnislegri. Fyrirtækið okkar er fjölskyldufyrirtæki með sjálfbærni að leiðarljósi. Við bjóðum uppá Jóga, Djúpslökun (yoga Nidra)og Hljóðheilun, Hugleiðslu og síðan er hægt að bæta við t.d. kakóið, höfuðnuddi, saunu, heitum potti og spila þetta eftir hentugleik. Við tökum á móti hópum og einstaklingum í viðburði og meðferðir sem geta verið sniðnar að hverjum og einum. Helstu vinskiptavinir okkar eru Vinkvennahópar, mæðgur og systur, saumaklúbbar, vinnufélagar og pör. Einstaka sinnum fáum við gestakennara með námskeið og vinnustofu um andlega og líkamlega hreinsun og losun.
Markmiðið okkar er alltaf að auka vellíðan fólks. Þegar ég er að vinna með hópa þá er ég í þjónandi forystu sem er mjög gefandi. Ég nýt þess að leiðbeina fólki og miðla því sem hefur hjálpað mér. Viðburðirnir fara fram í mongólska yurtinu sem stendur í bakgarðinum innan um tré og fuglasöng og þar fær hljómur náttúrunnar að gefar þér tóninn. Hér er mikið líf og lifandi kyrrð sem gefur andlega næringu og ég þekki það sjálf af eigin reynslu eftir mitt burnout og kulnun, að þóað fólk kunni ýmsar leiðir til að koma sér í ró, slökun og hvíld, þá sinnir það því oft ekki. Annað hvort gefur sér ekki tíma og lætur það sitja á hakanum. Yurtið og nálægðin við náttúruna kemur fólki í ákveðið ástand slökunar, algjöra eftirgjöf og slökunin verður árangursrík. Margir koma aftur og aftur vegna þess að hér finnur fólk vellíðan og árangur, svefninn verður betri, meiri slökun og líðan.
Ég Sólveig hef náð mér í þá þekkingu sem ég nota við meðhöndlun í jógakennaranám sem viðurkennt af Alliance, Jóga Nidra djúkslökun, Restorative jóga, áfallajóga (trauma yoga), hljóðheilun og einnig er ég með Engla Reiki og Bowen meðferðartækni.
Til að skoða úrvalið og bóka tíma er best að fara á vefsíðuna okkar www.vokulandwellness.is
https://www.facebook.com/watch/?v=555073625275766&ref=sharing