21/06/2025
Góðgerðahöggið er í dag frá 12:00 - 22:00🤩🌿 ef þig langar að slá kúlur fyrir mikilvægt málefni utan þessa tíma þá getur þú komið í móttöku Skógarbaðanna og starfsfólkið okkar mun vera tilbúið að aðstoða ykkur við það🌿
Við endurtökum leikinn frá því í fyrra en í ár ætlum við að safna fyrir Minningarsjóðinn Örninn. Fullt af frábærum vinningum í boði. Hægt að kynna sér starf sjóðsins hér: https://www.arnarvaengir.is
Þeir sem ekki komast til okkar til að taka þátt er bent á að hægt er að styrkja sjóðinn beint með millifærslu á eftirfarandi reikning:
0318-26-002372
Kt. 660618-0900
Þetta fer þannig fram að keyptir eru 1, 3, eða 5 boltar og skotið á eyjuna okkar sem er fyrir framan böðin. Ef boltinn staðnæmist innan hrings á eyjunni fær einstaklingur gjöf frá Ölgerðinni og fer í pott sem vinningar verða dregnir úr næstkomandi mánudag.
Boltarnir kosta eftirfarandi
1: 1000kr
3: 2000kr
5: 3000kr
Það má kaupa sig aftur og aftur inn í leikinn.
Hlökkum til að taka á móti sem flestum og vinnum saman i að safna sem mestu fyrir Minningsrsjóðinn Örninn