02/01/2026
Gleðilegt nýtt ár, öll sömul! ❤️
Nýtt tímabil í Virkum efri árum hefst á mánudaginn (5. janúar) með BOGFIMI kl. 10.30 og PÍLUKASTI kl. 14.00.
BREYTINGAR Á DAGSKRÁ: (1) LÍNUDANS er kominn aftur á dagskrá! (ATH.: Hefst þri. 13. janúar.) (2) STÓLAJÓGA fer í frí í bili. (3) GÓLFKRULLA færist yfir á föstudaga kl. 12.00. (4) BLAK (opinn tími) verður á fimmtudögum kl. 11.00. (5) Áskriftargjald Virkra efri ára LÆKKAR úr 3.900 kr. í 3.000 kr. á mánuði!
Kynning á Virkum efri árum og Sportabler verður haldin kl. 15.00 á mánudaginn í Íþróttahöllinni (2. hæð; Teríu).
Athugið að ALLIR 60+ íbúar eru velkomnir að mæta og prófa allt sem er í boði í Virkum efri árum, án skuldbindingar.
Við hlökkum til að sjá ykkur! ❤️