Virk efri ár - Akureyri

Virk efri ár - Akureyri Heilsuefling á Akureyri fyrir eldri (60+) íbúa.

Á morgun er miðvikudagur (14. janúar!)Það er því RINGÓ í Síðuskóla kl. 11.30&GÖNGUFERÐ frá Amtsbókasafnið á Akureyri kl....
13/01/2026

Á morgun er miðvikudagur (14. janúar!)

Það er því RINGÓ í Síðuskóla kl. 11.30

&

GÖNGUFERÐ frá Amtsbókasafnið á Akureyri kl. 14.00. (Þar sem verkefnastjóri er fjarri góðu gamni verður vonandi lýðræðislega valin gönguleið!) ❤️

Vonum að janúar sé hamingjuríkur mánuður. ❤️
12/01/2026

Vonum að janúar sé hamingjuríkur mánuður. ❤️

Þriðjudaginn 13. janúar er FRISBÍGOLF í Boganum kl. 9.00.Kl. 11.00 eru svo STYRKTARÆFINGAR með Önnu Hermannsdóttur í Íþr...
12/01/2026

Þriðjudaginn 13. janúar er FRISBÍGOLF í Boganum kl. 9.00.

Kl. 11.00 eru svo STYRKTARÆFINGAR með Önnu Hermannsdóttur í Íþróttahöllinni (2. hæð; Teríu).

H.A.F.-JÓGA (slökun í vatni) með Arnbjörgu Kristínu hefst kl. 12.05 í Glerárlaug. (Ath. að greiða þarf fyrir aðgang að lauginni.)

Fyrsti LÍNUDANS ársins með Berglindi er svo kl. 15.00 í Íþróttahöllinni (2. hæð; Teríu)! 🥳

Á morgun, mánudaginn 12. janúar:BOGFIMI byrjar kl. 10.30 í Kaldbaksgötu og svo PÍLUKAST kl. 14.00 í Laugagötu.
11/01/2026

Á morgun, mánudaginn 12. janúar:

BOGFIMI byrjar kl. 10.30 í Kaldbaksgötu og svo PÍLUKAST kl. 14.00 í Laugagötu.

Föstudagar eru skemmtilegir í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI (aðalsal). Á morgun (9. janúar):Kl. 11 er bæði BADMINTON með Kristni Jónss...
08/01/2026

Föstudagar eru skemmtilegir í ÍÞRÓTTAHÖLLINNI (aðalsal).

Á morgun (9. janúar):

Kl. 11 er bæði BADMINTON með Kristni Jónssyni og POKAVARP með Kristni Hólm!

Kl. 12 er svo GÓLFKRULLA með Hallgrími Valssyni - og á sama tíma BOCCIA!

Morgundagurinn (fim. 8. janúar) býður upp á alls konar hreyfingu!BORÐTENNIS með Elvari í Íþróttahöllinni kl. 10.00. 🏓STY...
07/01/2026

Morgundagurinn (fim. 8. janúar) býður upp á alls konar hreyfingu!

BORÐTENNIS með Elvari í Íþróttahöllinni kl. 10.00. 🏓

STYRKTARÆFINGAR með Þorleifi í Baldvinsstofu (Hamri, Þórsheimili) kl. 11.00. 🏋️‍♀️

BLAK (opinn tími til að spila) í Íþróttahöllinni kl. 11.00. 🏐

BOCCIA í Íþróttahöllinni kl. 12.00. 🔴🔵⚪️

JÓGA í KA-heimilinu með Arnbjörgu kl. 14.00. 🧘‍♀️

Á morgun (mið. 7. jan.) er RINGÓ í Síðuskóla kl. 11.30.Svo kl. 14.00 er GÖNGUFERÐ frá Amtsbókasafnið á Akureyri. [ATH. B...
06/01/2026

Á morgun (mið. 7. jan.) er RINGÓ í Síðuskóla kl. 11.30.

Svo kl. 14.00 er GÖNGUFERÐ frá Amtsbókasafnið á Akureyri. [ATH. BREYTTA STAÐSETNINGU.]

Á morgun (þri. 6. janúar) er FRISBÍGOLF í Boganum kl. 9.00. Hvernig væri nú að prófa? Nóg til af diskum og s*x körfur! 🥳...
05/01/2026

Á morgun (þri. 6. janúar) er FRISBÍGOLF í Boganum kl. 9.00. Hvernig væri nú að prófa? Nóg til af diskum og s*x körfur! 🥳

Kl. 11.00 eru svo STYRKTARÆFINGAR með Önnu Hermannsdóttur í Íþróttahöllinni (2. hæð; Teríu).

H.A.F.-JÓGA (slökun í vatni) með Arnbjörgu Kristínu hefst kl. 12.05 í Glerárlaug. (Ath. að greiða þarf fyrir aðgang að lauginni.)

ATH. að LÍNUDANS með Berglindi hefst í næstu viku (13. janúar).

05/01/2026

Sundlaug Akureyrar verður lokuð í þrjá daga í þessari viku, frá og með miðvikudeginum 7. janúar til og með föstudegi 9. janúar.

Góðan dag (mán. 5. jan.)!Við minnum á BOGFIMI sem byrjar kl. 10.30 í Kaldbaksgötu og svo PÍLUKAST kl. 14.00 í Laugagötu!...
05/01/2026

Góðan dag (mán. 5. jan.)!

Við minnum á BOGFIMI sem byrjar kl. 10.30 í Kaldbaksgötu og svo PÍLUKAST kl. 14.00 í Laugagötu!

Loks má geta þess að stutt kynning verður á Virkum efri árum og Sportabler kl. 15.00 í dag upp í Íþróttahöllinni (2. hæð; Teríu), en kynning þessi gæti verið sérstaklega gagnleg fyrir þá sem eru nýir og/eða mögulega bara forvitnir. Einnig getur verkefnastjóri þá aðstoðað með uppsetningu á Sportabler snjallforritinu. :-)

05/01/2026

Við viljum gjarnan bæta við sjálfboðaliðum í verslunina okkar á Akureyri.
Fataverkefnið er mikilvægasta fjáröflunarverkefni deildarinnar okkar auk þess að vera mikilvægt umhverfisverkefni og gefa fólki kost á að kaupa gæðafatnað á góðu verði.
Ef þú hefur áhuga á fötum og fólki þá tökum við vel á móti þér og veitum þér þá þjálfun og stuðning sem þarf til að líða vel í starfinu

Gleðilegt nýtt ár, öll sömul! ❤️Nýtt tímabil í Virkum efri árum hefst á mánudaginn (5. janúar) með BOGFIMI kl. 10.30 og ...
02/01/2026

Gleðilegt nýtt ár, öll sömul! ❤️

Nýtt tímabil í Virkum efri árum hefst á mánudaginn (5. janúar) með BOGFIMI kl. 10.30 og PÍLUKASTI kl. 14.00.

BREYTINGAR Á DAGSKRÁ: (1) LÍNUDANS er kominn aftur á dagskrá! (ATH.: Hefst þri. 13. janúar.) (2) STÓLAJÓGA fer í frí í bili. (3) GÓLFKRULLA færist yfir á föstudaga kl. 12.00. (4) BLAK (opinn tími) verður á fimmtudögum kl. 11.00. (5) Áskriftargjald Virkra efri ára LÆKKAR úr 3.900 kr. í 3.000 kr. á mánuði!

Kynning á Virkum efri árum og Sportabler verður haldin kl. 15.00 á mánudaginn í Íþróttahöllinni (2. hæð; Teríu).

Athugið að ALLIR 60+ íbúar eru velkomnir að mæta og prófa allt sem er í boði í Virkum efri árum, án skuldbindingar.

Við hlökkum til að sjá ykkur! ❤️

Address

Íþróttahöllin
Akureyri
600

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Virk efri ár - Akureyri posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Virk efri ár - Akureyri:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram