Fjölbreyttir hreyfi- og slökunartímar í boði til að auka velliðan og heilbrigði.
✨ Sjálfsrækt ✨
Staldraðu við – styrktu sjálfan þig 🌱
Hér finnurðu innblástur, hugmyndir og hvatningu til að efla sjálfsumhyggju, vellíðan og persónulegan þroska.
29/09/2025
🌟 Árskort hjá Sjálfsrækt 🌟
Gefðu þér bestu gjöfina: Heilt ár þar sem þú setur þig í forgang.
Með árskorti færðu óendanlegt rými til að stíga inn í sjálfsrækt, styrkja þig, hlúa að vellíðan og skapa líf í betra jafnvægi.
👉 Þetta er fjárfesting í þér, þinni heilsu og þinni framtíð.
25/09/2025
✨ Gefðu þér tíma til að vaxa! ✨
Nú bjóðum við upp á 10 tíma klippikort hjá Sjálfsrækt – sveigjanlegan og þægilegan kost fyrir þig sem vilt styrkja sjálfsmyndina, auka vellíðan og hlúa að innri jafnvægi.
👉 Notaðu kortið þegar þér hentar og leyfðu þér að stíga næstu skref í átt að meiri sjálfsvitund og lífsgæðum.
24/09/2025
🌞 Jóga vellíðan – 6 vikna næring fyrir líkama og sál
🗓 1. október – 7. nóvember
🗓 12. nóvember – 19. desember
📍 Miðvikudaga og föstudaga kl. 10
Mildar jógaæfingar, slökun og hugleiðsla sem hjálpa þér að hlusta á líkamann og taka á móti deginum með ró.
Frábært fyrir alla sem eru að byggja sig upp – andlega eða líkamlega – og vilja meiri jafnvægi í lífið.
✔️ Sefar taugakerfið
✔️ Minnkar verki og eykur hreyfigetu
✔️ Styður við bataferli eftir streitu, kulnun eða veikindi
Gefðu þér ró og dýpri tengingu við sjálfa(n) þig 💛
22/09/2025
🍂✨ Haustjafndægur – tími jafnvægis ✨🍂
Í dag eru dagur og nótt jafn löng. Haustjafndægur minna okkur á mikilvægi jafnvægis og að taka frá tíma fyrir bæði vinnu og hvíld, samskipti og einveru, orku og kyrrð.
Sjálfsrækt snýst um að hlusta á eigið innra jafnvægi og spyrja sig:
🌱 Hvað gefur mér orku?
🌱 Hverju má ég sleppa?
🌱 Hvernig get ég skapað meiri ró í daglegu lífi?
🌗 Þegar dagur og nótt mætast í jafnvægi minnumst við þess að okkar eigið jafnvægi er lykillinn að vellíðan. 🍁
18/09/2025
✨Staldraðu við og hlustaðu inn á við. Spyrðu þig: Hvað þarf ég í dag? Hvað gæti styrkt mig og veitt mér vellíðan? ✨
16/09/2025
Gildin okkar: VIRÐING 💛 VÖXTUR 🌱 VELLÍÐAN 🌸
Þetta eru ekki bara orð, þetta er loforð okkar til þín.
11/09/2025
✨Það getur verið erfitt að sýna sér mildi þegar maður líður illa. En einmitt þá skiptir það mestu máli. Mildi er ekki veikleiki, heldur hugrekki.✨
09/09/2025
📅 Tímatafla haustsins
Nú er fullkominn tími til að finna námskeið sem hentar þér. Veldu að róa hugann, styrkja líkama og sál eða tileinka þér ný verkfæri til sjálfsræktar.
✨ Við bjóðum einnig upp á opna tíma. Það er kjörinn kostur fyrir þau sem vilja prófa áður en þau skrá sig á námskeið.
👉 Skoðaðu tímatafluna hér: sjalfsraekt.is/timatafla
og tryggðu þér pláss!
🌿 Gefðu þér gjöf sem endist.
02/09/2025
Áttavitinn - Skráning lokar á morgun!
🧭 Áttavitinn – námskeið fyrir sjálfsþekkingu & skýrari stefnu
📅 4. september – 25. september
🕜 Fimmtudaga kl. 13:30–15:30
💰 Verð: 44.000 kr.
🗓 Skráning lokar 3. september!
Langar þig að skilja betur hver þú ert, hvað skiptir þig máli – og hvert þú ert að stefna?
Á Áttavitinn færðu tækifæri til að kortleggja þína styrkleika og gildi og byggja undir aukið sjálfstraust, vellíðan og trú á eigin getu. Þetta er námskeið sem ýtir undir raunverulegan vöxt – bæði persónulegan og félagslegan.
✨ Þú lærir að:
✔️ Nýta styrkleika þína í daglegu lífi
✔️ Skilja eigin gildi og áhrif þeirra á ákvarðanir
✔️ Efla tengsl og samstarf með því að virða styrkleika annarra
✔️ Skýra framtíðarmarkmið og sjá möguleika sem áður voru falnir
Kennslan byggir á jákvæðri sálfræði og markþjálfun – þar sem öryggi, virðing og vöxtur eru í forgrunni.
👩🏫 Kennarar: Guðrún Arngrímsdóttir & Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir
📍 4 vikur – einu sinni í viku – 2 klst. í senn
📘 Verkefni milli tíma sem styðja við djúpa sjálfsvinnu
➡️ Taktu skref í átt að þér – skráðu þig fyrir 3. september!
01/09/2025
✨ Tími til að næra líkama og sál ✨
Sjálfsrækt býður upp á fjölbreytt námskeið í vetur sem hjálpa þér að styrkja sjálfsmynd, efla vellíðan og gefa þér orku inn í daglegt líf.
📌 Í boði eru bæði stutt og löng námskeið: Fyrir þau sem vilja staldra aðeins við og þau sem vilja kafa dýpra.
🌿 Þú færð verkfæri til að rækta sjálfa/n þig, öðlast betri jafnvægi og skapa meiri ró í lífinu.
➡️ Skráning er hafin. Tryggðu þér sæti í dag!
19/08/2025
18/08/2025
Annað árið í röð bjóðum við upp á ótrúlegt hausttilboð þar sem þú getur keypt þér kort sem gildir frá kaupdegi og út september. Með þessu móti hefurðu tækifæri til að máta þig við tímana í Sjálfsrækt og fundið það sem hentar þér.
Be the first to know and let us send you an email when Sjálfsrækt posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Sjálfsrækt býður uppá námskeið, fyrirlestra og ráðgjöf um andlegt og líkamlegt heilbrigði og vellíðan. Unnið er út frá aðferðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar.
Lykilorð Sjálfsræktar eru hugur, líkami og heilbrigði sem vísar í þá heildrænu nálgun sem fyrirtækið stendur fyrir.
Konurnar á bak við Sjálfsrækt eru Guðrún Arngrímsdóttir og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir en þær hafa fjölþætta menntun og reynslu á þessu sviði.
Guðrún starfar sem einkaþjálfari og grunnskólakennari en hún er einnig með MA diplómu í Heilbrigði og heilsuuppeldi.
Hrafnhildur starfar sem heilsuráðgjafi og markþjálfi. Hún er einnig með B.A. gráðu í fjölmiðlafræði ásamt MA diplómu í heilsuráðgjöf.
Báðar hafa lokið MA diplómu í jákvæðri sálfræði.
Þær hafa mikla ástríðu fyrir því að aðstoða einstaklinga og hópa við að efla andlega sem og líkamlega heilsu sína og auka vellíðan og hafa starfað við það í tæpan áratug.