
09/02/2024
🙏🕉🙏
Ég býð upp á einkatíma í jóga og jógaþerapíu með áherslu á að aðlaga æfingar að ein En jóga er bara svo miklu meira en það sem við sjáum.
Akureyri
Be the first to know and let us send you an email when DéBé Jóga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.
Jóga er hluti af okkur. Við erum jógakennarar útskrifuð frá Jóga og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmundsdóttir og erum í framhaldsnámi undir handleiðslu hennar og Swami Shri Ashutosh Muni. Við höfum kennt hópum jóga í litlum sal á Reyðarfirði frá árinu 2016. En færðum okkur um set til Akureyrar, okkar heimabæjar árið 2020. Í kennslu er lögð áhersla á áttfalda leið Patnanjalis. Á byrjendanámskeiði er lögð áhersla á grunnstöður, öndun og slökun. Í framhaldsnámskeiðum er haldið áfram með þessa vinnu og nemendur leiddir lengra inn í fjölbreyttum tímum. Það er mikilvægt að nemendir kynnist sjálfum sér og líkam sínum, en jógað gefur okkur verkfæri til þess í gegnum áttföldu leiðina.
Við bjóðum einnig upp á einkatíma bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja leggja áherlsu á sérstaka þætti hjá sjálfum sér. Auk þess sem að á seinni hluta ársins 2020 verður boðið upp á einkatíma í jógaþerapíu. Við bjóðum upp á sérstaka viðburði, sem auglýstir verða inn á síðunni. Einnig er í boði að fá fjarkennslu í gegn um Zoom netfundarforritið.
Við elskum líka að vera úti í náttúrinni í ýmisskonar útivist, eins og göngum, fjallgöngum, á snjóbrettum og fleira. Náttúran er gefandi og getur hjálpað manni meira en við áttum okkur oft á þegar við erum að fara í gegn um lægðir lífsins.
Við eigum og rekum verslunina debe.is sem býður upp á vandaðan jóga-, lífsstíls-, og útivistarfatnað og framúrskarandi jógadýnur. Auk þess hágæða og vandaðar vörur aðrar í allskonar útivist