DéBé Jóga

DéBé Jóga Ég býð upp á einkatíma í jóga og jógaþerapíu með áherslu á að aðlaga æfingar að ein En jóga er bara svo miklu meira en það sem við sjáum.

Ég hef ástundað jóga frá árinu 2016 þegar ég tók skrefið og skráði mig í jógakennaranám í Jóga og blómadropasóla Kristbjargar. Ég hef frá þeim tíma lokið þrem stigum kennaranáms eða 800 tímum, undi rhandleiðslu Kristbjargar Kristmundsdóttur og Shri Swami Ashutosh Muni, hér á landi og í Bandaríkjunum. Að skrá mig í þetta nám, var það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig. Þegar námið hófst var ég lituð af því sem sýnt var á samfélagsmiðlum, fallegar jógastöður í fallegu umhverfi- yfirleitt stöður sem eru óaðgengilegar fyrir flesta. Jóga er lífsstíll sem nýtist manni til að læra betur á sjálfan sig, verða betri útgáfan af sjálfum sér. Jóga færir okkur ótal verkfæri til að vinna með sjálf okkur, læra á okkur og komast nær okkar kjarna, enda þýðir "yoga" eining, og má yfirfæra sem einingu líkama og sálar. Við verðum fyrir svo miklu áreiti allt í kring um okkur allan daginn að flest gleymum við að sinna sjálfum okkur. Jóga er raunverulega fyrir alla, það eina sem þarf er að vera til staðar, það er alltaf hægt að finna leið fyrir þann sem vill. Jóga er stöðugur lærdómur, eins og lífið er allt. jógað hefur hjálpað mér mikið síðustu ár þó allra mest til að takast á við sjálfa mig, sem hefur verið mitt stærsta verkefni.
Ég hef kennt hópum á námskeiðum í sal og einnig á netinu. Í dag býð ég upp á einkatíma í jóga ásamt jógaþerapíu. Jógað sem ég kenni byggir á áttfaldri leið Patanjalis, sem er það sem mitt nám hefur byggst á, þekkist einnig undir nafninu Hatha, eða Rajayoga. Tímarnir eru fjölbreyttir og lagaðir að þörfum hvers og eins. Geta hentað byrjendum og lengra komnum, fyrir þá sem vilja fá betri innsýn inn í jógað til að hefja sjálfstæða ástundun. Ég fer vel yfir grunnstöður þar sem ég kenni hverja og eina, öndunartækni og aðferðir, hugleiðslu og slökun og kynni yömur og niyömur sem eru undirstaða jógaástundunar. Jógaþerapían er meðferðarform af jóga, þar sem jógastöður eru notaðar til að losa um stíflur í orkustövum líkamans. þessar stíflur geta verið tilfinningalegar eða líkamlegar. Jógaþerapían krefst ekki neins af þiggjanda nema að vera til staðar og gefa eftir á meðan unnið er með líkama viðkomandi með því að setja hann í ákveðnar stöður fyrir hverja og eina orkustöð. Best er að koma í nokkur skipti til að finna ávinning jógaþerapíunnar.

Ávinningur þess að ástunda jóga, er mikill, jóga getur veitt okkur slökun, vellíðan og hugarró, bætta athygli, betri líkamlegan styrk og liðleika og bætta líkamstðu og líkamsvitund. Undanfarin ár hafa áhrif jóga á andlega og líkamlega líðan verið töluvert rannsökuð og sýnt jákvæarð niðurstöður gagnvart andlegri og líkamlegri heilsu. Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að hafa samband við mig hér á síðunni eða í netfangið Dagny@debe.is

Hafið í hugar að jóga eða jógaþerapía eru ekki lækningameðferðir koma ekki í stað þeirra.

🙏🕉🙏
09/02/2024

🙏🕉🙏

Address

Akureyri

Telephone

+3548613046

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when DéBé Jóga posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category

Um okkur

Jóga er hluti af okkur. Við erum jógakennarar útskrifuð frá Jóga og blómadropaskóla Kristbjargar Kristmundsdóttir og erum í framhaldsnámi undir handleiðslu hennar og Swami Shri Ashutosh Muni. Við höfum kennt hópum jóga í litlum sal á Reyðarfirði frá árinu 2016. En færðum okkur um set til Akureyrar, okkar heimabæjar árið 2020. Í kennslu er lögð áhersla á áttfalda leið Patnanjalis. Á byrjendanámskeiði er lögð áhersla á grunnstöður, öndun og slökun. Í framhaldsnámskeiðum er haldið áfram með þessa vinnu og nemendur leiddir lengra inn í fjölbreyttum tímum. Það er mikilvægt að nemendir kynnist sjálfum sér og líkam sínum, en jógað gefur okkur verkfæri til þess í gegnum áttföldu leiðina.

Við bjóðum einnig upp á einkatíma bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja leggja áherlsu á sérstaka þætti hjá sjálfum sér. Auk þess sem að á seinni hluta ársins 2020 verður boðið upp á einkatíma í jógaþerapíu. Við bjóðum upp á sérstaka viðburði, sem auglýstir verða inn á síðunni. Einnig er í boði að fá fjarkennslu í gegn um Zoom netfundarforritið.

Við elskum líka að vera úti í náttúrinni í ýmisskonar útivist, eins og göngum, fjallgöngum, á snjóbrettum og fleira. Náttúran er gefandi og getur hjálpað manni meira en við áttum okkur oft á þegar við erum að fara í gegn um lægðir lífsins.

Við eigum og rekum verslunina debe.is sem býður upp á vandaðan jóga-, lífsstíls-, og útivistarfatnað og framúrskarandi jógadýnur. Auk þess hágæða og vandaðar vörur aðrar í allskonar útivist