
21/07/2025
Heil og sæl kæru vinir, það er með sorg í hjarta sem ég verð að tilkynna að ekki verður af því að ég vinni eitthvað í sumar, eins og ég var að gera mér vonir um.
Stoðkerfið mitt þarf einfaldlega aðhlynningu, nú er semsagt komið að því að fara að eigin ráðum. gefa mér og mínum áskorunum rými, að þessu sinni til frambúðar.
Frá mínum dýpstu hjartarótum færi ég þakkir til allra þeirra sem ég hef verið svo lánsöm að fá tækifæri til að kynnast, síðustu ár, allt traustið sem mér hefur verið sýnt er ómetanlegt, lærdómurinn og allar ljúfu og gefandi stundirnar.
Ég óska ykkur öllum velfarnaðar í hverju því sem ber að höndum í tilverunni.
P.s ég er ekkert alveg farin, þó svo að ég þurfi að leggja niður meðferðar partinn af því sem ég hef bardúsað síðustu ár 😉
Heimasíðan hidnyjalif.is er enn uppi, þar er hægt að nálgast Gyðju spilin góðu, sem einnig fást í Sjálfsrækt á Akureyri, hjá Lilju Odds. í Reykjavík, hjá Fredrike Berger í Hugarró - heilun & jóga
Nokkrar hugmyndir eru að gerjast varðandi heimasíðuna og kemur það í ljós síðar hvernig ég nýti hana.
Ljós og kærleikur til ykkar allra ❤ ❤