28/11/2025
UNDIRBÚÐU ÁRAMÓTIN FYRIR KISANN ÞINN 😀
Pet remedy
- Pet Remedy eru náttúrulegar jurtaolíur sem hafa slakandi áhrif
-Fæst sem úðakló og spray
-Virkar samdægurs
Calmex
- Fæðubótarefni sem virkar kvíðastillandi
- Er í formi mixtúru sem gefin er í munn
- Fyrirbyggjandi við stressandi aðstæðum
Feliway
- Feromonar sem hjálpa köttum að líða vel
- Virkni eftir 7-10 daga
- Fæst sem úðakló og spray
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA: 461-4950
Hljóð aðlögun:
Byrjaðu á að spila flugeldar hljóð í hátalara/sjónvarpi. Hafðu það nógu lágt þannig að kötturinn þinn spái lítið í því.
Gott er að gera þetta í nokkrar mínútur daglega.
Þegar kötturinn hættir að spá í hljóðið, má hækka smá. Mikilvagt er að hækka ekki hljóðið of mikið í einu svo við missum ekki árangurinn sem við erum búin að ná😃
Á áramótunum er gott að leika við kisann, gera nammiþrautir með honum og finna leiðir til að losa um orku og þreyta. Mikilvægt er að þreyta hann á þann hátt að við erum ekki að hafa hann æstan, heldur að hann verði þreyttur og rólegur.
PASSA þarf að kötturinn komist EKKI út! Ef kötturinn kann að opna glugga og/eða hurðar eða það eru börn sem eru að fara inn og út, skilja eftir hurðina opna þá er mikilvægt að hafa köttinn lokaðan inn í herbergi eða búri.