Djúpvöðvanudd og losun liða, almennt jafnvægi
Rebalancing® er heilstæð nálgun sem samanstendur af djúpvefjanuddi og liðlosun.
Notaðar eru djúpar strokur sem losa spennu, bráða -og langtíma verki og leiðrétta likamansstöðu.
Einnig er farið í öndunartækni og orkuflæði líkamans.
Rebalancing hjálpar við flest þau vandamál sem stafa frá lið- og vöðvakerfum líkamans:
🔸Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.
🔸Hálsverkir
🔸Verkir eða stífleikar í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám)
🔸Gigtarverkir og vefjagigt
🔸Íþróttameiðsl
🔸Leiðandi verkir út í hendur eða fætur
🔸Höfuðverkir, mígreni, svimi og fleira ef upptök eru frá stoðkerfi
🔸Bráðir, sem krònìskir verkir.