Hjartalag

Hjartalag Hjartalag hannar tækifæris- og gjafavörur ýmist með eða án ljóða eftir Huldu Ólafsdóttur.

Sem dæmi um vörur eru: vefnaður, kerti, kort, gluggaskraut, kertaberar, bækur og fl. Hjartalag er hönnunarfyrirtæki með stórt hjarta þar sem lagt er upp úr persónulegri þjónustu, hlýlegum gjafavörum, gullkornum og ljóðum. Hjartalag hannar eigin vörulínu sem hentar í allskonar gjafir; fyrir afmæli, áfanga, brúðkaup, samúð, skírnar, jóla og margt fleira. Allar eiga það sameiginlegt að þeim er ætlað að ylja fólki um hjartarætur. Gullkornin og ljóðin eru samin af Huldu Ólafsdóttur sem jafnframt er eigandi og stofnandi Hjartalags. Hjartalag tekur að sér að hanna markaðsefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Nýtt ár og nýjar áskoranir! Tækifæri að breyta og bæta. Hvað langar þig?
08/01/2026

Nýtt ár og nýjar áskoranir! Tækifæri að breyta og bæta. Hvað langar þig?

Hefurðu skoðað hvað gerist þegar þú gengur í verkin með opnu hjarta og von í brjósti um að allt fari vel, að allt verði ...
07/01/2026

Hefurðu skoðað hvað gerist þegar þú gengur í verkin með opnu hjarta og von í brjósti um að allt fari vel, að allt verði gott, allt fari eins og það á að fara?✨
👉https://hjartalag.is/collections/gullkornaspil

Stundin er komin  Nú er stundin runnin upp – enginn tími lengur til að hopa né flýja.Ekki er lengur rúm fyrir hlédrægni ...
06/01/2026

Stundin er komin
Nú er stundin runnin upp – enginn tími lengur til að hopa né flýja.
Ekki er lengur rúm fyrir hlédrægni né feimni,
heldur að stíga fram, láta vaða og framkvæma.

Kvíði og áhyggjur hverfa í skuggann
og þú klæðist sjálfsöryggi eins og nýjum skrúða.
Þér er ætlað að sýna hvað í þér býr,
að leyfa ljósi þínu að brjótast fram úr felum
og lýsa umhverfi þitt með góðvild og krafti.

Leyfðu hæfileikum þínum að njóta sín,
láttu rödd þína heyrast og nærveru þína finnast,
um leið og þú reisir aðra upp
og hvetur til að gera hið sama.

- Hulda Ólafsdóttir

Úlfurinn í þér 🌖Ef til vill upplifir þú að finnast þú ekki tilheyra, kannski ekki meðal fjölskyldu eða vina sem hjarta þ...
04/01/2026

Úlfurinn í þér 🌖
Ef til vill upplifir þú að finnast þú ekki tilheyra, kannski ekki meðal fjölskyldu eða vina sem hjarta þitt þráir. Kannski hafa aðstæður orðið til þess að þú hefur reist skildi í kringum þig, orðið sterk/ur og erfitt að nálgast, líkt og úlfur. En jafnvel úlfar hafa sinn hóp, hóp sem veitir þeim styrk og öryggi. Mundu að kalla á þinn hóp – hann er þarna úti, bíður eftir að þú komir og sameinist honum. - Hulda Ólafsdóttir

31/12/2025

Ertu tilbúin/n í breytingar?
Þær eru á leiðinni, undirbúðu þig fyrir að ný orka stígi inn á sviðið til þín og taktu henni opnum örmum, leyfðu henni að flæða inn í líf þitt og blandast án mótstöðu, þá verða umbreytingarnar þér mun auðveldari. Áður en þú veist af ertu farin/n að taka aðra stefnu sem gefur þér nýja sýn og spennandi tækifæri.

Address

þórunnarstræti 97
Akureyri
600

Telephone

896 5099

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Hjartalag posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Hjartalag:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram