Fjölskylduráðgjöf Norðurlands Skref

Fjölskylduráðgjöf Norðurlands Skref Bjóðum uppá á einstaklings-, fjölskyldu- og parameðferð. Fólk spyr mig oft um muninn á sálfræðiráðgjöf og fjölskylduráðgjöf og er munurinn allur.

Fjölskylduráðgjöf Norðurlands, Skref var stofnuð 2014. Þar starfa 3 fjölskyldufræðingar : Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Fanney Jónsdóttir og Ólína Freysteinsdóttir. Bakgrunnur þeirra er ólíkur en allar hafa þær lokið námi á mastersstigi í Fjölskyldumeðferð frá HÍ.

Ásta hefur starfað sem fjölskyldufræðingur frá 2013. Hún lauk BA prófi í félagsvísindum frá Háskólanum á Akureyri 2011 og fjölskyldumeðferðarnámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2013. Bakgrunnur Ástu kemur úr heilbrigðiskerfinu þar sem hún starfaði í mörg ár sem sjúkraliði, lengst af við öldrun en einnig á geðsviði, barnadeild og almennum deildum. Frá 2013 hefur Ásta starfað í fjölskyldumeðferð Heilsugæslunnar á Akureyri en samhliða því hefur hún starfað á Skref Fjölskyldurágjöf Norðurlands. Ásta leggur áherslu á allt sem viðkemur tengslum fólks, við börn sín, maka, fyrrum maka, stórfjölskyldu, tengdafjölskyldu, barnabörn ofrv. Í meðferð er lögð áhersla á að leita nýrra leiða til að styrkja sjálfsmyndina, ástina, foreldrahlutverkið og til að takast á við áskoranir lífsins allt eftir því hvað við á hverju sinni. Ásta hefur einnig reynslu í ráðgjöf við samsettar fjölskyldur, skilnaðarúrvinnslu og starfslok.

Ólína býður upp á einstaklings-, fjölskyldu- og paraviðtöl. Hún hefur lokið mastersgráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands. Í meistaraverkefni sínu lagði hún áherslu á samskipti unglinga og foreldra vegna netnotkunar. Farsæl samskipti í fjölskyldum eru ekki án vanda , heldur virðast þær fjölskyldur hafa bjargir (verkfæri eða ráð) sem gagnleg eru til að vinna sig út úr vanda sem upp kemur. Sálfræðingar vinna með sálrænan vanda en fjölskylduráðgjafar vinna með fjölskyldukerfið. Oft vilja fjölskyldur festast í óheppilegu fari samskipta sem nauðsynlegt er að brjóta upp og er fjölskyldufræðingar vel til þess fallnir að hjálpa til við að brjóta upp slíkt munstur. Fanney lauk meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands 2014. Í meistaraverkefni sínu fjallaði hún um Áhrifar fjarbúðar á fjölskyldur. Í dag starfar hún sem ráðgjafi í málefnum fatlaðra og hefur mikla reynslu í starfi með foreldrum barna með sérþarfir. Hún hefur einnig starfað um nokkurt skeið sem ráðgjafi inn á heimilum, við almenna uppeldisráðgjöf, skipulag og svefnráðgjöf ungbarna. Hún veitir ráðgjöf og meðferð fyrir einstaklinga, pör/hjón og fjölskyldur. Hún er í diplómanámi í Handleiðslu við Félagsráðgjafadeild HÍ.

30/05/2025

Nú höfum við kvatt Hjarlteyrargötuna en við höfum verið þar með viðtalsþjónustu síðan 2013. Nú höfum við flutt okkur á nýjan stað og væri ég þakklát kæru vinir ef þið vilduð deilda þessu sem víðast fyrir mig.😀🩷

30/05/2025

Fjölskylduráðgjöf Norðurlands Skref.

Við höfum flutt starfsemi okkar í nýtt húsnæði.
Nú eru við staðsettar í Hafnarstæri 97 ( Í anddyri gömlu heilsugæslustöðvarinnar á 6 hæð, gengið inn frá Gilsbakkavegi)
Veitum fjölskyldu, para og einstaklingsmeðferð og handleiðslu.

Hlökkum til að taka á móti ykkur í nýju umhverfi

Kær kveðja
Ásta, Fanney og Ólína fjölskyldufræðingar.

06/12/2024

Gyða Hjartar­dóttir, fé­lags­ráð­gjafi og að­junkt við fé­lags­ráð­gjafar­deil HÍ, skrifar mikil­vægan pistil fyrir frá­skilda for­eldra í Frétta­blaðinu í dag en jólin geta oft verið erfiður tími fyrir skilnaðar­börn.

Ráð fyrir forledra barna og ungmenna á síðu 112.is
02/09/2024

Ráð fyrir forledra barna og ungmenna á síðu 112.is

Hringdu í neyð í 112 eða smelltu á Netspjall 112 til að hefja samtal við neyðarvörð.

30/10/2022

„Ég þekki vel sársaukann sem getur fylgt ADHD,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona.

Fanney Jónsdóttir fjölskyldufræðingur og handleiðari starfar hjá Skref fjölskylduráðgjöf norðurlands.Sími 8605958 fjolsk...
29/06/2022

Fanney Jónsdóttir fjölskyldufræðingur og handleiðari starfar hjá Skref fjölskylduráðgjöf norðurlands.
Sími 8605958 fjolskylduradgjof@gmail.com
Fanney býður upp á einstaklings-fjölskyldu-paraviðtöl og handleiðslu. Hún hefur lokið meistaragráðu í fjölskyldumeðferð og diplóma handleiðslufræðum frá Háskóla Íslands. Í meistaraverkefni sínu fjallaði hún um „Áhrif fjarbúðar á fjölskyldur“ þar sem hún skoðaði hvað áhrif fjarbúð hefur á daglegt líf fjölskyldunnar. Hún hefur sérhæft sig pararáðgjöf, uppeldisráðgjöf, vinnu með ADHD og einhverf börn ásamt því að hafa reynslu af að vinna með foreldrum barna með sérþarfir. Hún hefur einnig sérhæft sig í að vinna með samsettum fjölskyldum, stjúptengslum og svefnráðgjöf ungbarna og tengslavinnu bæði barna og fullorðinna.

20/05/2022

Rannsóknir hafa sýnt fram á góðan árangur af fjölskyldumeðferð sem er meðferðarvinna með pörum, fjölskyldum og hópum. Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, hefur starfað sem félagsráðgjafi í rúma fjóra áratugi.

20/05/2022

Þorleifur Kr. Níelsson starfar sem félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Hann segir fagið vera afar fjölbreytt enda séu verkefnin jafn ólík og þau eru mörg.

Address

Hafnarstræti 97 6 Hæð Einnig Hægt Að Ganga Beint Inn Frá Gilsbakkavegi
Akureyri
600

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Fjölskylduráðgjöf Norðurlands Skref posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Our Story

Fjölskylduráðgjöf Norðurlands, Skref var stofnuð 2014. Þar starfa 4 fjölskyldufræðingar : Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Fanney Jónsdóttir, Ólína Freysteinsdóttir og Þorleifur Kr. Níelsson. Bakgrunnur þeirra er ólíkur en öll hafa þau lokið námi á mastersstigi í Fjölskyldumeðferð frá HÍ. Ásta hefur starfað sem fjölskyldufræðingur frá 2013. Hún lauk BA prófi í félagsvísindum frá Háskólanum á Akureyri 2011 og fjölskyldumeðferðarnámi frá Endurmenntun Háskóla Íslands 2013. Bakgrunnur Ástu kemur úr heilbrigðiskerfinu þar sem hún starfaði í mörg ár sem sjúkraliði, lengst af við öldrun en einnig á geðsviði, barnadeild og almennum deildum. Frá 2013 hefur Ásta starfað í fjölskyldumeðferð Heilsugæslunnar á Akureyri en samhliða því hefur hún starfað á Skref Fjölskyldurágjöf Norðurlands. Ásta leggur áherslu á allt sem viðkemur tengslum fólks, við börn sín, maka, fyrrum maka, stórfjölskyldu, tengdafjölskyldu, barnabörn ofrv. Í meðferð er lögð áhersla á að leita nýrra leiða til að styrkja sjálfsmyndina, ástina, foreldrahlutverkið og til að takast á við áskoranir lífsins allt eftir því hvað við á hverju sinni. Ásta hefur einnig reynslu í ráðgjöf við samsettar fjölskyldur, skilnaðarúrvinnslu og starfslok. Ólína býður upp á einstaklings-, fjölskyldu- og paraviðtöl. Hún hefur lokið mastersgráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands. Í meistaraverkefni sínu lagði hún áherslu á samskipti unglinga og foreldra vegna netnotkunar. Farsæl samskipti í fjölskyldum eru ekki án vanda , heldur virðast þær fjölskyldur hafa bjargir (verkfæri eða ráð) sem gagnleg eru til að vinna sig út úr vanda sem upp kemur. Fólk spyr mig oft um muninn á sálfræðiráðgjöf og fjölskylduráðgjöf og er munurinn allur. Sálfræðingar vinna með sálrænan vanda en fjölskylduráðgjafar vinna með fjölskyldukerfið. Oft vilja fjölskyldur festast í óheppilegu fari samskipta sem nauðsynlegt er að brjóta upp og er fjölskyldufræðingar vel til þess fallnir að hjálpa til við að brjóta upp slíkt munstur. Fanney Jónsdóttir hefur starfað sem fjölskyldufræðingur frá 2013. Hún lauk meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands 2014 og sérfræðimenntun í handleiðslu frá Félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands 2017. Í meistaraverkefninu fjallar hún um „Áhrif fjarbúðar á fjölskyldur“. Hún veitir handleiðslu og ráðgjöf/meðferð fyrir einstaklinga, pör og fjölskyldur. Hún hefur mikla reynslu á starfi með foreldrum barna með sérþarfir. Hún hefur mikla reynslu í að vinna með pör í fjarbúð og samsettar fjölskyldur. Í starfi sínu sem ráðgjafi í málefnum fatlaðra er unnið með fjölskylduna sem heild og einnig með fjölskyldum þar sem mikil veikindi eru bæði hjá foreldrum og börnum. Hún starfar sem ráðgjafi inn á heimilum, við almenna uppeldisráðgjöf, skipulag og svefnráðgjöf ungbarna. Hún býður einnig upp á handleiðslu fyrir starfólk í umönnunarstörfum t.d. með kulnun og vanlíða í starfi. Hef tekið námsekið í að vinna með stjúptengsl. Þorleifur Kr. Níelsson útskrifaðist úr félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands árið 2006 og hlaut starfsleyfi í því fagi það sama ár. Í febrúar 2012 útskrifaðist Þorleifur með meistaragráðu í fjölskyldumeðferð frá Háskóla Íslands.Um þessar mundir er Þorleifur í diplómanámi í handleiðslufræði í HÍ. Þorleifur býður upp einstaklingsmeðferð, hjóna- og parameðferð, fjölskyldumeðferð, sáttamiðlun og handleiðslu. Starfsreynsla Þorleifs á sviði félagsráðgjafar, sáttamiðlunar, handleiðslu og fjölskyldumeðferðar er eftirfarandi: -Félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur með eigin hjóna- og fjölskyldumeðferðarstofu frá mars 2012. -Sérfræðingur í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu frá september 2016. -Félagsráðgjafi hjá Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar í barnaverndarteymi frá apríl 2008 til ágúst 2016. -Félagsráðgjafi/unglingaráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts frá október 2006 til apríl 2008. -Félagsráðgjafi hjá Fjölskyldumiðstöð Árborgar frá júní 2006 til október 2006.