
17/09/2025
Á morgun fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk.
Laufey Hrólfsdóttir, deildarstjóri mennta- og vísindadeildar SAk, segir dagskrána í ár vera einstaklega fjölbreytta. „Erindin endurspegla vel þá breidd sem einkennir vísindastarfið á sjúkrahúsinu. Við erum stolt af því að hér á Norðurlandi fari fram öflugt og fjölbreytt vísindastarf,“
Sem dæmi um sérstaklega áhugaverð erindi nefnir Laufey kynningu á niðurstöðum úr alþjóðlegu verkefni um hjartastopp í Evrópu, European Registry of Cardiac Arrest. Einnig verður fjallað um spennandi samstarfsverkefni þar sem nýtt EEG-US tæki til heilaafritunar og ómskoðunar verður prófað. Auk þess verða kynnt lokaverkefni meistaranemenda og sérnámslækna á SAk sem fjalla meðal annars um bráðalækningar og umbætur í heilbrigðisþjónustu. Dagskráin sýnir vel hvernig vísindastarf styrkir gæði og öryggi þjónustunnar.
Dagskrá: https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/1nrJr7YN3kW74zZdKdaLhU/d9013d8f1aa6e550c6aecd1ff5177d20/V%C3%83_sindadagur_r%C3%83_tt.pdf?fbclid=IwY2xjawM3YNtleHRuA2FlbQIxMABicmlkETFPMG5oejd6YnZkS3EwaWhqAR71SD3Bk7MlXeVzMolVR99TIw8DLSaqrFFae5ZKJXLOFv_2tAa1pV3pPL8OKA_aem_L6yGnnpw4DtVwCyxlPdttA
Teams hlekkur: https://teams.microsoft.com/dl/launcher/launcher.html?url=%2F_%23%2Fl%2Fmeetup-join%2F19%3Ameeting_OTBhMWY5ZGItNzlkZi00MDlmLWI5YmUtMTNiMWQ2YTQ2ZTI2%40thread.v2%2F0%3Fcontext%3D%257B%2522Tid%2522%253A%2522988f9547-e799-4d93-a29f-2377f392c9c2%2522%252C%2522Oid%2522%253A%25229145affc-4127-42ef-992b-4937d21583b4%2522%257D%26fbclid%3DIwY2xjawM3YOdleHRuA2FlbQIxMABicmlkETFPMG5oejd6YnZkS3EwaWhqAR7nFGhH02UJXtlouh40_X-YJRRGFBFBFql_UczcqSW0hej0dWGVGOK62kIRNQ_aem_UqjVSfd-cnGvkbpbpDrWpA%26anon%3Dtrue&type=meetup-join&deeplinkId=09b6735f-b344-4149-9a3c-3a29ba56a772&directDl=true&msLaunch=true&enableMobilePage=true&suppressPrompt=true