Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri 🚑 SAk er annað tveggja sérgreina-sjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Hefur þú áhuga á starfi hjá SAk?

Fylgdu endilega Facebook síðunni okkar "Störf á Sjúkrahúsinu á Akureyri: https://www.facebook.com/StorfaSAk



Fyrirvari um birtingu efnis á síðunni:

Það er velkomið að setja inn athugasemdir og umsagnir á síðu Sjúkrahússins á Akureyri svo fremi sem efnið tengist starfsemi sjúkrahússins og er málefnanlega fram sett. Séu einstaklingar nafngreindir eða efni umsagnar auðrekjanlegt til einstaklinga annarra en höfundar er það fjarlægt. Hér eru ekki veitt svör við persónulegum heilsufarsvandamálum og síðan er ekki vettvangur til að koma á framfæri kvörtunum vegna tiltekinna starfsmanna eða einstakra atvika. Í slíkum tilvikum bendum við gestum á að nota formlegar leiðir sem finna má á vefsíðu SAk http://www.sak.is/is/sjuklingar-adstandendur/rettindi-thin-sem-sjuklings

Ummæli eða athugasemdir sem fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa, ásakanir um refsiverða háttsemi eða hvatningu til að fremja afbrot verða fjarlægð. Hver sá sem skrifar ummæli eða athugasemd á síðu sjúkrahússins gerir það á eigin ábyrgð. Myndir á síðunni úr starfi Sjúkrahússins á Akureyri er ekki heimilt að birta í fjölmiðlum eða með öðrum sambærilegum hætti nema með leyfi SAk.

Á morgun fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk.Laufey Hrólfsdóttir, deildarstjóri mennta- o...
17/09/2025

Á morgun fer fram Vísindadagur SAk og Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk.

Laufey Hrólfsdóttir, deildarstjóri mennta- og vísindadeildar SAk, segir dagskrána í ár vera einstaklega fjölbreytta. „Erindin endurspegla vel þá breidd sem einkennir vísindastarfið á sjúkrahúsinu. Við erum stolt af því að hér á Norðurlandi fari fram öflugt og fjölbreytt vísindastarf,“

Sem dæmi um sérstaklega áhugaverð erindi nefnir Laufey kynningu á niðurstöðum úr alþjóðlegu verkefni um hjartastopp í Evrópu, European Registry of Cardiac Arrest. Einnig verður fjallað um spennandi samstarfsverkefni þar sem nýtt EEG-US tæki til heilaafritunar og ómskoðunar verður prófað. Auk þess verða kynnt lokaverkefni meistaranemenda og sérnámslækna á SAk sem fjalla meðal annars um bráðalækningar og umbætur í heilbrigðisþjónustu. Dagskráin sýnir vel hvernig vísindastarf styrkir gæði og öryggi þjónustunnar.

Dagskrá: https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/1nrJr7YN3kW74zZdKdaLhU/d9013d8f1aa6e550c6aecd1ff5177d20/V%C3%83_sindadagur_r%C3%83_tt.pdf?fbclid=IwY2xjawM3YNtleHRuA2FlbQIxMABicmlkETFPMG5oejd6YnZkS3EwaWhqAR71SD3Bk7MlXeVzMolVR99TIw8DLSaqrFFae5ZKJXLOFv_2tAa1pV3pPL8OKA_aem_L6yGnnpw4DtVwCyxlPdttA

Teams hlekkur: https://teams.microsoft.com/dl/launcher/launcher.html?url=%2F_%23%2Fl%2Fmeetup-join%2F19%3Ameeting_OTBhMWY5ZGItNzlkZi00MDlmLWI5YmUtMTNiMWQ2YTQ2ZTI2%40thread.v2%2F0%3Fcontext%3D%257B%2522Tid%2522%253A%2522988f9547-e799-4d93-a29f-2377f392c9c2%2522%252C%2522Oid%2522%253A%25229145affc-4127-42ef-992b-4937d21583b4%2522%257D%26fbclid%3DIwY2xjawM3YOdleHRuA2FlbQIxMABicmlkETFPMG5oejd6YnZkS3EwaWhqAR7nFGhH02UJXtlouh40_X-YJRRGFBFBFql_UczcqSW0hej0dWGVGOK62kIRNQ_aem_UqjVSfd-cnGvkbpbpDrWpA%26anon%3Dtrue&type=meetup-join&deeplinkId=09b6735f-b344-4149-9a3c-3a29ba56a772&directDl=true&msLaunch=true&enableMobilePage=true&suppressPrompt=true

Í dag 17. september kl. 13:00 stendur embætti landlæknis fyrir málþingi á alþjólegum degi sjúklingaöryggis. Þar flytur m...
17/09/2025

Í dag 17. september kl. 13:00 stendur embætti landlæknis fyrir málþingi á alþjólegum degi sjúklingaöryggis. Þar flytur m.a. Bergþór Steinn Jónsson bráðalæknir SAk erindi undir yfirskriftinni "Áskoranir við mat og meðferð á bráðum veikindum og áverkum hjá börnum"
Þema ársins er örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn og nýbura.

Málþingið er skipulagt af fagráði embættis landlæknis um sjúklingaöryggi í samvinnu við ýmsa fagaðila og notendur heilbrigðisþjónustunnar.

Dagskrá: https://island.is/frett/malthing-a-degi-sjuklingaoeryggis-17-september-2025
Hlekkur á streymi: https://www.youtube.com/live/RYQsDBbvXrU

Tveir unglæknar, Kristín Erla Kristjánsdóttir og Daníel Andri Karlsson, hafa undanfarið unnið að umbótaverkefni sem miða...
15/09/2025

Tveir unglæknar, Kristín Erla Kristjánsdóttir og Daníel Andri Karlsson, hafa undanfarið unnið að umbótaverkefni sem miðar að því að efla nýliðafræðslu og bæta aðgengi að nauðsynlegum upplýsingum. Afurð verkefnisins er ný handbók fyrir unglækna á SAk, sem nú liggur fyrir.

Handbókin inniheldur hagnýtar leiðbeiningar og upplýsingar fyrir námslækna sem hefja störf á sjúkrahúsinu. Þar má finna yfirlit yfir verkferla, daglega starfshætti og skipulag á helstu deildum. Einnig eru þar upplýsingar um neyðarsíma, vaktakerfi, rannsóknir, sjúkraflug, skráningarferla og samskiptaflutninga innan spítalans, svo dæmi séu tekin.

„Við vonumst til að handbókin gagnist unglæknum sem eru að hefja störf sem og að handbókin nýtist í daglegu starfi þeirra,“ segja Kristín Erla og Daníel.

Handbókin er dæmi um umbótaverkefni sem getur haft bein áhrif á gæði þjónustunnar. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur ríka áherslu á að skapa öflugt námsumhverfi fyrir námslækna og telur útgáfu handbókarinnar mikilvægt framlag í þá átt.

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) hefur staðið yfir kynning á verkefninu„Hreyfum okkur“, enda getur hreyfing skipt sköpum ...
15/09/2025

Á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) hefur staðið yfir kynning á verkefninu„Hreyfum okkur“, enda getur hreyfing skipt sköpum í bataferli sjúklinga. Ýmislegt hefur verið gert, s.s. útbúið hreyfihorn, stólar settir á ganga með reglulegu millibili, veggspjöld sett upp og þetta mikilvæga mál rætt bæði á stjórnendafundi og læknafundi. Það þarf markvisst átak til þess að breyta rótgróinni menningu. Átakinu hefur verið vel tekið innan veggja sjúkrahússins og vonandi nær það líka til sjúklinga og aðstandenda. Meðfylgjandi er áhugavert myndband frá Landspítalanum um mikilvægi hreyfingar á öllum aldri, sem er vel þess virði að horfa á.

Hreyfingaleysi er beinlínis hættulegt heilsu okkar. Rýrnun á vöðvum og beinum gerist hratt og eftir aðeins nokkurra daga hreyfingaleysi t.d. eftir sjúkrahúsl...

Við minnum á aðalfund Hollvinasamtaka þann 24. september n.k.
15/09/2025

Við minnum á aðalfund Hollvinasamtaka þann 24. september n.k.

Í dag, 10. september, er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga, Gulur september, sem er samvinnuverkefni stofnana og fél...
10/09/2025

Í dag, 10. september, er alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga, Gulur september, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Markmiðið með gulum september er að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna 💛

Geðlestin verður með ýmsa viðburði víða um land í september. Þá ferðast landssamtökin Geðhjálp um landið og býður upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði.

Á hádegisfundinum kynnir Geðhjálp ýmsa geðheilsuvísa (mælikvarða), fjallar um mikilvægi geðræktar, hvernig draga megi úr fordómum og mögulegar leiðir til þess að efla forvarnir. Markmiðið er einnig að eiga samtal við heimafólk og hvað helst brennur á því í tengslum við geðrækt og geðheilbrigði.

Kvölddagskrá er aðeins öðruvísi sett upp. Hún hefst á stuttri kynningu á Geðhjálp og starfi samtakanna. Eftir það verður farið yfir mikilvægi reglulegrar geðræktar út lífið og ýmsar leiðir ræddar. Þá mun einstaklingur segja frá sinni reynslu af geðrænum áskorunu,g hvernig bata var náð og hvaða verkfæri hafa reynst best. Eftir reynslusöguna verða umræður og í lokin stíga þeir félagar Emmsjé Gauti og Þormóður á svið og leika nokkur lög til að árétta að geðrækt er líka gleði og skemmtun. Aðgangur er ókeypis og eru öll velkomin.

Viðkomustaðir Geðlestarinnar haustið 2025

Þriðjudagur 16. september
Kvöld kl. 20:00áá Hvolsvelli í félagsheimilinu Hvoli

Miðvikudagur 17. september
Fyrir og eftir hádegi fundir á Reykjanesi og Suðurlandi

Mánudagurinn 22. september
Kvöld kl. 20:00 á Ísafirði í safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju

Þriðjudagurinn 23. september
Hádegi: Strandabyggð og Reykhólar – kvöld kl. 20:00 á Sauðárkróki á Gránu

Miðvikudagurinn 24. september
Hádegi: Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð – kvöld kl. 20:00 á Akureyri í Hofi

Fimmtudagurinn 25.septemberr
Hádegi: Fjarðabyggðarð og Múlaþing – kvöld kl. 20:00 í Neskaupstað í Nesskóla

Sjá nánar á gulurseptember.is

Í dag 8. september, á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, hefst nýtt verkefni á Sjúkrahúsinu á Akureyri undir yfirskriftin...
08/09/2025

Í dag 8. september, á alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar, hefst nýtt verkefni á Sjúkrahúsinu á Akureyri undir yfirskriftinni "HREYFUM OKKUR". Verkefnið er unnið af sjúkraþjálfurum á SAk og miðar að því að hvetja sjúklinga til aukinnar hreyfingar meðan á innlögn stendur. „Hreyfing getur skipt sköpum í bataferli sjúklinga,“ segir Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari á SAk.

Hreyfing skiptir miklu máli

„Margir upplifa að þegar þeir eru komnir í sjúkrarúm og sjúkrahúsföt eigi þeir að liggja kyrrir – að þeir eigi ekki að vera að þvælast um eða vera fyrir,“ segir Kristveig. „En hið gagnstæða er afar mikilvægt – smá hreyfing eins og að ganga á salerni, setjast á stól eða fara í stuttan göngutúr getur haft mjög jákvæð áhrif, bæði líkamlega og andlega.“

Hreyfingarleysi getur verið skaðlegt

„Rannsóknir sýna að hreyfingarleysi á sjúkrahúsi getur haft alvarlegar afleiðingar, meðal annars fyrir vöðva, liði og almenna heilsu,“ útskýrir Kristveig. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga á efri árum. Því eldri sem við verðum þeim mun lengur erum við að ná fyrri styrk og færni í kjölfar veikinda og hreyfingarleysis. Það getur því skipt sköpum að komast sem fyrst á hreyfingu til að geta yfir höfuð staðið aftur á fætur og komist heim. „Sjúklingum sem komast snemma á fætur og á hreyfingu vegnar betur og eiga auðveldara með að ná sér eftir slys og veikindi.“

Starfsfólkið og aðstandendur eru í lykilstöðu

„Starfsfólkið skiptir öllu máli,“ segir Kristveig. „Við þurfum öll að hvetja sjúklinga til að standa upp, hreyfa sig og klæða sig í eigin föt þegar það er hægt – jafnvel bara með því að tryggja greiðar leiðir og stóla á sínum stað.“ Hún bætir við að aðstandendur hafi einnig mikilvægu hlutverki að gegna. „Þeir geta hvatt sjúklinga til að hreyfa sig, boðið þeim á göngutúr og þannig bæði stutt við hreyfingu og skapað góða samveru. Til þess að svo megi verða þurfa aðstandendur að fá skýrar upplýsingar um mikilvægi hreyfingar og hvað sjúklingur má gera.“

„Náttfatalömun“

„End pyjama parlysis“ er alþjóðlegt átak sem hófst á Bretlandi 2018. Það miðar að því að hvetja sjúklinga að fara úr náttfötunum yfir daginn, klæðast eigin fötum, fara á fætur og hreyfa sig meðan á sjúkrahúsinnlögn stendur. Við höfum í auknum mæli verið að hvetja sjúklinga sem mögulega geta að fara í eigin föt yfir daginn segir Kristveig. Að klæðast eigin fötum ýtir undir góða sjálfsmynd og eykur líkur á að fara úr rúmi og hreyfa sig.

Hreyfihorn og veggspjöld

Til að styðja við verkefnið hafa verið sett upp Hreyfihorn á Lyflækninga- og Skurðlækningadeild, æfingastöðvar á göngum og hvatningarspjöld með einföldum leiðbeiningum fyrir starfsfólk, sjúklinga og aðstandendur. „Þetta er og verður að vera sameiginlegt verkefni okkar allra,“ segir Kristveig. „Draumaniðurstaðan er að hreyfing verði sjálfsögð meðan á innlögn stendur – þannig jafna sjúklingar sig hraðar og líður betur.“

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar er í dag – 8. septemberÍ ár er þema dagsins; heilbrigð öldrun. Áhersla er lögð á að au...
08/09/2025

Alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfunar er í dag – 8. september

Í ár er þema dagsins; heilbrigð öldrun. Áhersla er lögð á að auka færni hjá öldruðum og minnka byltuhættu, með bættu jafnvægi og auknum styrk.

Við hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri óskum sjúkraþjálfurum innilega til hamingju með daginn

Fimmtudaginn 18. september kl. 9.00-15.00 verður Vísindadagur Sjúkrahússins á Akureyri haldinn í samvinnu við Heilbrigði...
22/08/2025

Fimmtudaginn 18. september kl. 9.00-15.00 verður Vísindadagur Sjúkrahússins á Akureyri haldinn í samvinnu við Heilbrigðisvísindastofnun HA og SAk.

Dagskráin er að vanda metnaðarfull en dagurinn hefst með opnunarerindi Brynjars Karlssonar, forseta Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs HA og formanns Heilbrigðisvísindastofnunar HA og SAk. Fundarstjóri er Laufey Hrólfsdóttir deildarstjóri mennta- og vísindadeildar og lektor við Heilbrigðisvísindastofnun HA og SAk.

Öll áhugasöm hvött til að mæta og kynna sér spennandi rannsóknir og þróunarverkefni á SAk.

Dagskrá viðburðarins og tengil á facebook viðburð má finna hér í fyrstu ummælum.

Fjallað var í fréttum RÚV um að bæði starfsfólk Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri sjái reglulega nikótíneitrun h...
19/08/2025

Fjallað var í fréttum RÚV um að bæði starfsfólk Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri sjái reglulega nikótíneitrun hjá börnum. Rætt var við Danielle Shepard, yfirlækni á barnadeild SAk.

Í fréttinni kemur fram; „Að innbyrða nikótín er hættulegt börnum, óháð því hvort formið er púði, plástur eða sígaretta, en vökvinn er þó sérstaklega varasamur. Einkenni eitrunar geta komið fyrr fram og verið alvarlegri, eins og hjartsláttartruflanir, krampar, háþrýstingur eða hjartastopp.“

Haft er eftir Danielle: „Þó að þú teljir þig hafa tæmt flöskuna geta örfáir dropar í botninum gert barn fárveikt, það getur valdið eitrun. Þó að það sé aðeins einn millilíter eftir, þá telst það banvænn skammtur fyrir 20 kílóa barn.“

Fréttina má sjá í fyrstu ummælum. 👇

Mömmur og möffins afhenda fæðingardeild tæplega 1,7 milljónir krónaÞað var sannkölluð möffinsveisla um verslunarmannahel...
19/08/2025

Mömmur og möffins afhenda fæðingardeild tæplega 1,7 milljónir króna

Það var sannkölluð möffinsveisla um verslunarmannahelgina þegar Mömmur og möffins héldu upp á 15 ára afmæli sitt með glæsilegri söfnun. Alls söfnuðust 1.681.579 krónur sem renna óskertar til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri, en fulltrúar söfnunarinnar afhentu SAk styrkinn formlega í gær.

Mömmur og möffins hófu göngu sína árið 2010 og hafa síðan bakað og selt þúsundir möffins til gesta hátíðarinnar Ein með öllu. Í ár voru bakaðar 2.784 möffins og seldar voru um 2.500; íbúar og starfsfólk Hlíðar fengu að njóta þeirra sem eftir voru.

„Það er ekki hægt annað en að fyllast lotningu og þakklæti þegar maður horfir yfir þann ótrúlega kraft og hlýju sem Mömmur og möffins hefur fært fæðingardeildinni ár eftir ár. Þessi viðburður er ekki bara fallegt dæmi um þrautseigju og elju þeirra sem vilja láta gott af sér leiða heldur líka ómetanlegur stuðningur við mikilvæga þjónustu við nýbura og mæður á SAk. Fyrir hönd sjúkrahússins vil ég færa öllum sem koma að þessu framtaki, bæði bakstursfólki og styrktaraðilum, okkar innilegustu þakkir.“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri SAk.

Ingibjörg Jónsdóttir, deildarstjóri fæðingardeildar, tekur undir orð forstjóra "Við erum óendanlega þakklát fyrir þeirra mikla vinnuframlag, þakklát öllum stuðningsaðilum, þakklát öllum sem versluðu gómsæt möffins og studdu við þessa söfnun. Ekki er ákveðið hvernig við verjum þessum peningum en við munum upplýsa um það síðar. Þúsund þakkir allir.“

Mömmur og möffins hafa á þessum 15 árum safnað umtalsverðum fjárhæðum fyrir fæðingardeild SAk. Ágóðinn hefur meðal annars nýst til tækjakaupa og annarra úrbóta sem styrkja þjónustu við mæður og nýbura á Norðurlandi.

Mynd 1:
Mæður: Bryndís Björk, Sigríður Ásta, Linda Skarphéðinsdóttir og Guðrún Ólöf
Börn: Irmelín Aþena, Þrymir Dreki, Hafþór Friðrik, Ísabella og Haftýr Björn

Mynd 2: Bryndís Björk, Ingibjörg Jónsdóttir, deildarstjóri fæðingadeildar og Sigríður Ásta

„Það er of langt mál að nefna til sögunnar allt það einstaka samverkafólk sem mótað hefur mig sem háls-, nef- og eyrnalæ...
15/08/2025

„Það er of langt mál að nefna til sögunnar allt það einstaka samverkafólk sem mótað hefur mig sem háls-, nef- og eyrnalækni, en vel hefur tekist því ég er enn þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að starfa við mína sérgrein og hlakka til hvers vinnudags hér norður á Akureyri, vinnudags þar sem ég reyni að leysa úr vanda minna sjúklinga, með frábært samstarfsfólk mér við hlið.“

Skemmtilegt viðtal við Hannes Petersen, háls-, nef- og eyrnalækni, í Læknablaðinu má finna hér í fyrstu ummælum 👇

Address

Eyrarlandsvegur
Akureyri
600

Telephone

+3544630100

Website

https://www.facebook.com/StorfaSAk

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjúkrahúsið á Akureyri posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sjúkrahúsið á Akureyri:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category