Sjúkrahúsið á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri 🚑 SAk er annað tveggja sérgreina-sjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum. Hefur þú áhuga á starfi hjá SAk?

Fylgdu endilega Facebook síðunni okkar "Störf á Sjúkrahúsinu á Akureyri: https://www.facebook.com/StorfaSAk



Fyrirvari um birtingu efnis á síðunni:

Það er velkomið að setja inn athugasemdir og umsagnir á síðu Sjúkrahússins á Akureyri svo fremi sem efnið tengist starfsemi sjúkrahússins og er málefnanlega fram sett. Séu einstaklingar nafngreindir eða efni umsagnar auðrekjanlegt til einstaklinga annarra en höfundar er það fjarlægt. Hér eru ekki veitt svör við persónulegum heilsufarsvandamálum og síðan er ekki vettvangur til að koma á framfæri kvörtunum vegna tiltekinna starfsmanna eða einstakra atvika. Í slíkum tilvikum bendum við gestum á að nota formlegar leiðir sem finna má á vefsíðu SAk http://www.sak.is/is/sjuklingar-adstandendur/rettindi-thin-sem-sjuklings

Ummæli eða athugasemdir sem fela í sér meiðandi, niðrandi eða óviðeigandi ummæli um einstaklinga eða hópa, ásakanir um refsiverða háttsemi eða hvatningu til að fremja afbrot verða fjarlægð. Hver sá sem skrifar ummæli eða athugasemd á síðu sjúkrahússins gerir það á eigin ábyrgð. Myndir á síðunni úr starfi Sjúkrahússins á Akureyri er ekki heimilt að birta í fjölmiðlum eða með öðrum sambærilegum hætti nema með leyfi SAk.

Í hádeginu á morgun, þann 19. nóvember kl.12-13, verður súpufundur í Hofi og í streymi um nýbyggingu SAk. Hér má finna h...
18/11/2025

Í hádeginu á morgun, þann 19. nóvember kl.12-13, verður súpufundur í Hofi og í streymi um nýbyggingu SAk. Hér má finna hlekk á streymið: https://www.youtube.com/live/_xwnyW06pzA

Verið öll hjartanlega velkomin!

Hollvinir færa dag- og göngudeild skurðlækninga nýja gipssögSögin sem var fyrir var komin vel til ára sinna og var bæði ...
12/11/2025

Hollvinir færa dag- og göngudeild skurðlækninga nýja gipssög

Sögin sem var fyrir var komin vel til ára sinna og var bæði hávær og óþjál í notkun. Gipssagir eru sérhannaðar til að saga eingöngu gifs án þess að særa húð, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Nýja sögin er mun léttari, hljóðlátari og þjálari í notkun en sú gamla og léttir því störf hjúkrunarfræðinga á deildinni og gerir vonandi upplifun þjónustuþega deildarinnar af gipstöku betri.

Við erum Hollvinum ákaflega þakklát fyrir að hafa veitt okkur þessa rausnarlegu gjöf.“ segja Þórgunnur Birgisdóttir, deildarstjóri dag- og göngudeildar skurðlækninga, og Eydís Unnur Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dag- og göngudeild skurðlækninga.

„Það er alltaf jafn gleðilegt að geta fært deildum sjúkrahússins tækjabúnað sem bætir þjónustu við sjúklinga og starfsaðstæður starfsfólks“ segir Jóhannes Bjarnason, formaður Hollvina og bætir við „Við þurfum á því að halda að starfsemi Hollvina eflist og að Hollvinir greiði þá greiðsluseðla sem berast í heimabanka, enda er það þannig sem við getum haldið áfram að veita gjafir sem þessar.“

Það er áhugavert að hafa það í huga að á síðasta ári afhentu Hollvinir Sjúkrahúsinu á Akureyri gjafir að verðmæti 62 m.kr. en fjárfestingaheimild SAk á fjárlögum á því ári var 200,6 m.kr. Gjafir Hollvina námu því um 31% af framlagi ríkisins til fjárfestinga árið 2024. „Framlag Hollvina skiptir SAk einfaldlega sköpum, sem og framlag annarra aðila í samfélaginu til sjúkrahússins. Það er hreinlega óhugsandi að sjá fyrir sér stöðu tækjabúnaðar á sjúkrahúsinu ef ekki kæmi til gjafa frá utanaðkomandi aðilum.“ segir Konráð Gylfason, framkvæmdastjóri rekstrar og klínískrar stoðþjónustu.

Gerast má Hollvinur SAk hér: https://www.hollvinir.is/services

Evrópskt áverkanámskeið (ETC) haldið í fyrsta sinn á Íslandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri  Í vikunni fór fram evrópskt áver...
10/11/2025

Evrópskt áverkanámskeið (ETC) haldið í fyrsta sinn á Íslandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Í vikunni fór fram evrópskt áverkanámskeið (e. European Trauma Course/ETC). Endurlífgunarráð Íslands (EÍ) stendur fyrir innleiðingu slíkra námskeiða á Íslandi og var fyrsta námskeið landsins haldið á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Markmið námskeiðsins er að veita þjálfun í samhæfðri móttöku og meðhöndlun alvarlegra slasaðra áverka sjúklinga, þar sem megináhersla er á teymisvinnu, samskipti, stjórnun og ákvarðanatöku. Auk æfinga í klínískum inngripum er 85% námskeiðsins byggt á verklegum tilfellaæfingum. Skipuleggjendur bæði frá ETC, EÍ og SAk voru hæstánægðir í lok námskeiðsins.

Sjá nánar hér: https://island.is/s/sak/frett/evropskt-averkanamskeid-etc-haldid-i-fyrsta-sinn-a-islandi-a-sjukrahusinu-a

Sara Mist Gautadóttir, klínískur næringarfræðingur, hefur verið ráðinn í starf yfirnæringarfræðings á SAk. Staðan var au...
07/11/2025

Sara Mist Gautadóttir, klínískur næringarfræðingur, hefur verið ráðinn í starf yfirnæringarfræðings á SAk. Staðan var auglýst til umsóknar í september sl.

Sara Mist lauk meistaranámi í klínískri næringarfræði frá Háskóla Íslands árið 2024. Hún er starfsfólki og sjúklingum SAk ekki ókunn, þar sem hún hefur starfað hér bæði sem meistaranemi í klínískri næringarfræði og síðar í tímabundnu starfi.

Starf yfirnæringarfræðings felur meðal annars í sér að sinna næringarþjónustu innan spítalans, vinna að sérverkefnum tengdum næringu og næringarmeðferðum, auk þess að veita göngudeildarþjónustu.

Sara Mist starfar í nánu samstarfi við Rakel Ósk Björnsdóttur, hjúkrunarfræðing, sem hefur á undanförnum árum sinnt næringartengdri hjúkrun á SAk og er mikilvægur hluti af næringarteyminu.

Við bjóðum Söru Mist hjartanlega velkomna til starfa og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Öldrunarteymi á lyflækningadeild SAk Unnið er að því að efla öldrunarlækningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í takt vi...
05/11/2025

Öldrunarteymi á lyflækningadeild SAk

Unnið er að því að efla öldrunarlækningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) í takt við breyttar þarfir samfélagsins. Ljóst er að öldruðum einstaklingum fjölgar ört og hefur stundum verið talað um „silfurstorminn“ í því samhengi.

Þann 6. október hófst þriggja mánaða tilraunaverkefni þar sem sérfræðilæknar innan öldrunarlækninga sinna tíu sjúklingum á lyflækningadeild SAk. Um er að ræða bæði aldraða einstaklinga og sjúklinga í líknar- eða lífslokameðferð. Markmið teymisins er að leggja meiri áherslur á heildrænt öldrunarmat fyrir eldri einstaklinga. Fyrir þá sjúklinga sem eru í líknar- eða lífslokameðferð þá er talsverð reynsla innan teymisins varðandi slíka meðferð og leggjum við áherslu á góða einkennastillingu og stuðning við sjúklinga og aðstandendur þeirra.

„Það er mjög ánægjulegt að við getum bætt við okkur verkefnum og orðið sýnilegri inni á lyflækningadeildinni. Fyrsti mánuðurinn hefur gengið vonum framar og það eru spennandi tímar framundan innan öldrunarlækninga á SAk,“ segir Valgerður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum.

🎁Kvenfélagið Baldursbrá á Akureyri gaf lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri höfðinglega gjöf sem kom til með að nýt...
05/11/2025

🎁Kvenfélagið Baldursbrá á Akureyri gaf lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri höfðinglega gjöf sem kom til með að nýtast aðstandendum í líknarrýmum. Gjöfin samanstóð af ferðarúmi fyrir aðstandendur og tveimur yfirdýnum á rúmið, tveimur standlömpum, tveimur settum af rúmfötum og tveimur saltlömpum.

❤️ Sjúkrahúsið á Akureyri þakkar Kvenfélaginu Baldursbrá innilega fyrir þessa fallegu gjöf.

Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heimsótti okkur á SAk á dögunum; "Við fengum frábærar viðtökur og það er gott ...
05/11/2025

Fulltrúar Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heimsótti okkur á SAk á dögunum; "Við fengum frábærar viðtökur og það er gott að finna kraftinn í Norðlendingum" sögðu þær Bjarney Kristrún Haraldsdóttir, fræðslustjóri og Lára María Valgerðardóttir, verkefnastjóri SLFÍ. Þær heimsóttu einnig Hlíð og VMA.

Við þökkum þeim Bjarney og Láru Maríu kærlega fyrir komuna!

Nýtt krabbameinsráðAlma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvet...
05/11/2025

Nýtt krabbameinsráð

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum.

Í áætluninni eru tilgreindar 16 aðgerðir stjórnvalda til að mæta aukinni tíðni krabbameina á næstu árum og áratugum, ásamt því að viðhalda gæðum og árangri þjónustunnar og tryggja aðgengi að henni. Hlutverk krabbameinsráðs felst í því að hafa yfirsýn yfir árangur af aðgerðum krabbameinsáætlunar og vera heilbrigðisráðherra til ráðgjafar. Einnig að gera tillögur að verkaskiptingu þeirra sem veita krabbameinsþjónustu á öllum stigum heilbrigðisþjónustunnar út frá greiningu á fyrirkomulagi þjónustunnar eins og hún er nú. Enn fremur að benda á tækifæri til samvinnu og umbóta, fylgjast með framþróun innan málaflokksins og koma með tillögur að breytingum þar að lútandi.

Friðbjörn R. Sigurðsson fulltrúi SAk í krabbameinsráði

Krabbameinsráð er svo skipað: Formaður ráðsins er Halla Þorvaldsdóttir, skipuð af ráðherra án tilnefningar. Aðrir sem þar eiga sæti eru Agnes Smáradóttir, tilnefnd af Landspítala, Friðbjörn R. Sigurðsson, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Helgi Hafsteinn Helgason, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, María Heimisdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis og Sólveig Ása Tryggvadóttir, tilnefnd af Krafti.

Sjá nánar hér:

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar. Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í ​krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum.

Dásamleg gjöf kvenfélagasambands Íslands ❤️
29/10/2025

Dásamleg gjöf kvenfélagasambands Íslands ❤️

Kvenfélagasamband Íslands færði Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) gjöf til allra kvenna í dag. Um ræðir tæknilausn sem gerir miðlæga vistun fósturhjartsláttarrita mögulega og eykur öryggi þar sem gögn eru rafræn, vistuð með öruggum hætti og hægt að meta þau hvenær sem er, í...

Komdu í lið með okkur!Laus störf fyrir sérfræðilækna í fyrsta kommenti
28/10/2025

Komdu í lið með okkur!

Laus störf fyrir sérfræðilækna í fyrsta kommenti

Ólafur Pálsson gigtarlæknir hefur verið ráðinn til SAk  Ólafur mun koma að jafnaði einn dag í mánuði og sinnir göngudeil...
27/10/2025

Ólafur Pálsson gigtarlæknir hefur verið ráðinn til SAk

Ólafur mun koma að jafnaði einn dag í mánuði og sinnir göngudeild einstaklinga með gigtarsjúkdóma. Eins og staðan er nú mun hann eingöngu sinna þeim sem hafa verið í eftirfylgd hjá gigtarlækni og tekur ekki við nýjum tilvísunum að svo stöddu.

Við bjóðum Ólaf hjartanlega velkominn til starfa á SAk!

Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á SAk, var í sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem ferðaðis...
27/10/2025

Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga á SAk, var í sendinefnd íslenskra heilbrigðisyfirvalda sem ferðaðist um Skandinavíu með það fyrir augum að laða íslenska lækna aftur heim. Ragnheiður segir að ferðin hafi verið ákaflega vel heppnuð og mjög vel sótt. „Ég bind vonir við að sérfræðilæknum á SAk fjölgi á næstu árum,“ segir Ragnheiður enn fremur.

Talið er að um 800 íslenskir læknar starfi á erlendri grundu, flestir í Svíþjóð. Lítill hluti þeirra starfar utan Norðurlanda. Sérstakur starfshópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins hefur það að markmiði að laða lækna aftur heim.

Address

Eyrarlandsvegur
Akureyri
600

Telephone

+3544630100

Website

https://www.facebook.com/StorfaSAk

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sjúkrahúsið á Akureyri posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category