
21/09/2025
🕉️ Litla yogastofan verður með í dagskrá Íþróttaviku Evrópu í Eyjafjarðarsveit. Boðið verður í tvo jógatíma þriðjudaginn 30. september í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
🟣 Fyrri tíminn verður kl. 16.30-17.15. Hann verður rólegur tími þar sem við styrkjum og liðkum líkamann og ljúkum tímanum svo með leiddri djúpslökun.
🟣 Seinni tíminn verður kl. 17.30-18.15. Í honum verður iðkað jóga nidra sem er leidd djúpslökun sem losar um streitu, veitir heilandi hvíld og stuðlar að jafnvægi.
🕉️ Fyrir þau sem hafa tök á því að mæta í báða tímana þá er það tilvalið.
💜 Allur búnaður verður á staðnum og tímarnir eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Sjá alla dagskrá virknivikunnar á myndinni sem fylgir þessari færslu.