Litla yogastofan

Litla yogastofan Litla yogastofan býður yoga tíma fyrir litla hópa innandyra eða úti, allt eftir því sem hentar.

🕉️ Litla yogastofan verður með í dagskrá Íþróttaviku Evrópu í Eyjafjarðarsveit. Boðið verður í tvo jógatíma þriðjudaginn...
21/09/2025

🕉️ Litla yogastofan verður með í dagskrá Íþróttaviku Evrópu í Eyjafjarðarsveit. Boðið verður í tvo jógatíma þriðjudaginn 30. september í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
🟣 Fyrri tíminn verður kl. 16.30-17.15. Hann verður rólegur tími þar sem við styrkjum og liðkum líkamann og ljúkum tímanum svo með leiddri djúpslökun.
🟣 Seinni tíminn verður kl. 17.30-18.15. Í honum verður iðkað jóga nidra sem er leidd djúpslökun sem losar um streitu, veitir heilandi hvíld og stuðlar að jafnvægi.
🕉️ Fyrir þau sem hafa tök á því að mæta í báða tímana þá er það tilvalið.
💜 Allur búnaður verður á staðnum og tímarnir eru þátttakendum að kostnaðarlausu.

Sjá alla dagskrá virknivikunnar á myndinni sem fylgir þessari færslu.

🧡 Kæru jógaiðkendur Dagsetningar fyrsta haustnámskeiðs Litlu jógastofunnar eru eftirfarandi: 🧡 Miðvikudaginn 1. okt. 🍂 F...
15/09/2025

🧡 Kæru jógaiðkendur
Dagsetningar fyrsta haustnámskeiðs Litlu jógastofunnar eru eftirfarandi:

🧡 Miðvikudaginn 1. okt.
🍂 Fimmtudaginn 9. okt.
🍂 Fimmtudaginn 23. okt.
🍂 Fimmtudaginn 30. okt.
🧡 Miðvikudaginn 5. nóv.
🍂 Fimmtudaginn 13. nóv.

⏰ Tímarnir verða kl. 17:00-18:15.

Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum. Í hverjum tíma eru gerðar stöður og seríur þar sem við hugum að einu svæði líkamans auk miðjustyrks. Öllum tímum lýkur með leiddri djúpslökun. Sjá nánar: https://fb.me/e/1NDVNQGG97

✍🏻 Skráning er með því að senda tölvupóst á netfangið ingileif@bjarkir.net
Námskeiðið kostar 12 000 kr. Það er líka hægt að kaupa staka tíma á 2500 kr.

🍂 Við byrjum vetrarstarfið með haustnámskeiði í byrjun október. 🍂 Fylgstu með á næstu dögum því þá auglýsi ég dagsetning...
08/09/2025

🍂 Við byrjum vetrarstarfið með haustnámskeiði í byrjun október.
🍂 Fylgstu með á næstu dögum því þá auglýsi ég dagsetningar tímanna okkar og skráning hefst.
🤎Ég hlakka til að vera með ykkur í Hjartanu í Hrafnagilsskóla einu sinni í viku í vetur.
🧡 Ingileif

☀️ Námskeið Litlu yogastofunnar eru komin í sumarleyfi. ☀️ Það er samt aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum (pop-...
07/05/2025

☀️ Námskeið Litlu yogastofunnar eru komin í sumarleyfi.
☀️ Það er samt aldrei að vita nema hún skjóti upp kollinum (pop-up) með jóga undir berum himni á völdum stöðum við Eyjafjörð.
☀️ Takk fyrir veturinn og hafið það sem allra best í sumar og sjáumst á dýnunni aftur þegar haustar 🍂

06/05/2025

Tími vikunnar færist frá fimmtudeginum yfir á þriðjudaginn. Sami staður og sami tími, Hjartað í Hrafnagilsskóla og kl. 17:00-18:15.

Í tilefni dagsins er baradagagyðjunum raðað saman í standandi seríu fyrir tíma dagsins. Við verðum á mjúkum baráttunótum...
01/05/2025

Í tilefni dagsins er baradagagyðjunum raðað saman í standandi seríu fyrir tíma dagsins.

Við verðum á mjúkum baráttunótum í Hjartanu í Hrafnagilsskóla kl. 17:00-18:15 í dag.
Verið velkomin ❤️

Viltu koma í vorjóga?Tímarnir eru 75 mínútur. Það gefur okkur góðan tíma til að gera rólegt flæði þar sem við leggjum áh...
21/03/2025

Viltu koma í vorjóga?
Tímarnir eru 75 mínútur. Það gefur okkur góðan tíma til að gera rólegt flæði þar sem við leggjum áherslu á styrk og liðleika. Við fylgjum svo flæðinu eftir með leiddri djúpslökun. Tímarnir henta jafnt byrjendum sem lengra komnum.

Tímarnir eru í Hjartanu í Hrafnagilsskóla. Allur búnaður er á staðnum.

Verið öll velkomin 🌻

Næsti tími verður fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:00-18:15. Getum bætt 1 í hópinn í hópinn okkar góða. Verið öll velkomin...
23/01/2025

Næsti tími verður fimmtudaginn 6. febrúar kl. 17:00-18:15.
Getum bætt 1 í hópinn í hópinn okkar góða.
Verið öll velkomin 💜

Við byrjum aftur í Hjartanu í Hrafnagilsskóla, fimmtudaginn 9. janúar kl. 17:00. Verið öll hjartanlega velkomin
06/01/2025

Við byrjum aftur í Hjartanu í Hrafnagilsskóla, fimmtudaginn 9. janúar kl. 17:00.
Verið öll hjartanlega velkomin

🤎 Verið öll velkomin í opinn tíma Litlu jógastofunnar fimmtudaginn 19. desember kl. 17:30-18:30  í Hjartanu í Hrafnagils...
15/12/2024

🤎 Verið öll velkomin í opinn tíma Litlu jógastofunnar fimmtudaginn 19. desember kl. 17:30-18:30 í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.
🤎 Að þessu sinni iðkum við jóga nidra í tímanum. Jóga nidra er leidd hugleiðsla milli svefns og vöku. Í þessu ástandi næst slökun þar sem hugur og líkami ná djúpri og nærandi hvíld.
🤎 Við byrjum tímann með léttri liðkun líkamans. Síðan leggjast iðkendur undir teppi með púða sér til stuðnings og eru leidd inn í djúpa slökun.
🤎 Allur búnaður er á staðnum en þér er velkomið að taka með þér uppáhaldsteppið og koddana þína.

✍️ Skráning er nauðsynleg á netfanginu ingileif@bjarkir.net

💜 Við höldum okkar striki á aðventunni og Litla jógastofan verður með opna tíma í Hjartanum í Hrafnagilsskóla á fimmtudö...
25/11/2024

💜 Við höldum okkar striki á aðventunni og Litla jógastofan verður með opna tíma í Hjartanum í Hrafnagilsskóla á fimmtudögum fram að jólum.

💚 Ef þú hefur hug á að mæta í alla tímana kosta tímarnir þrír 6000 kr. Stakir tímar kosta 2 500 kr.

❤️ Skráning er nauðsynleg með því að senda tölvupóst á netfangið ingileif@bjarkir.net

🩷 Verið öll velkomin

Rokið í morgunsárið notað til að æfa líkamsminnið fyrir fyrsta tímann í námskeiði mánaðarins Liðka - styrkja - slaka
07/11/2024

Rokið í morgunsárið notað til að æfa líkamsminnið fyrir fyrsta tímann í námskeiði mánaðarins Liðka - styrkja - slaka

Address

Hjallatröð 1
Akureyri
605

Telephone

+3548978737

Website

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Litla yogastofan posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Litla yogastofan:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram

Category