
26/09/2025
Nokkur orð um sjálfsmynd:
Góð sjálfsmynd einkennist af því að þú þarft ekki að setja þig ofar en aðra né setur þú þig neðar.
Þekkir þitt virði en óttast ekki hvað aðrir segja eða gera því það er ekki þitt mál.
Vilt sjá fólk blómstra og ná árangri á sama hátt og þú vilt sjá þig blómstra og ná árangri.
Ert eflandi í samskiptum við aðra af því þú nýtur þess að vera í eflandi samskiptum á jafningjagrunndvelli.
Þú nýtir það vald sem þú hefur til að velja það sem er gott fyrir þig öllum stundum án þess að það skaði aðra.
Þú sýnir þér sjálfsmildi og virðingu og það endurspeglar samskipti þín við aðra ;)
Sjálfsmynd er mér kær og eitt af því sem mér finnst svo gaman og gefandi að vinna við að efla hjá fólk með þeim aðferðum sem ég kann og hentar hverjum og einum....