Ásdís Ýr - fjölskyldumeðferð

Ásdís Ýr - fjölskyldumeðferð Ásdís Ýr er fjölskyldufræðingur og býður upp á fjölskyldumeðferð fyrir einstaklinga og fjölskyldur

Öll umræða um þennan málaflokk er af hinu góða, við erum á þeim stað að fullt af fólki er fárveikt og fær ekki aðstoð þv...
08/10/2024

Öll umræða um þennan málaflokk er af hinu góða, við erum á þeim stað að fullt af fólki er fárveikt og fær ekki aðstoð því það passar ekki inn í rétta kassa eða er ekki nógu veik til að fá aðstoð því okkur skortir úrræði fyrir fullorðið fólk á fyrstu stigum veikinda. Eða kannski vantar viljann til að virkja þau úrræði sem til eru.

Fjölskyldumeðferð til að mynda hjá fjölskyldufræðingi fæst sjaldan niðurgreidd, og þeir sem kjósa að sækja sér fjölskyldumeðferð þurfa að greiða hana fullu verði. Rannsóknir hins vegar sýna að fjölskyldumeðferð getur haft gríðarleg áhrif á sjúkdómsmynd hins veika sem og allt umhverfi hans, við þurfum að vinna heildstætt.

Mig langar að sjá löggjöf í anda farsældarlaganna þar sem stutt er við einstaklinginn fá ólíkum hliðum, með ólíkum úrræðum sem henta hverjum og einum og í samvinnu margra aðila.

Heilbrigðisráðherra segir aldrei jafn mikið hafa verið gert í geðheilbrigðismálum og undanfarin misseri. Verkefnið sé risastórt og viðvarandi og snúi ekki bara að heilbrigðiskerfinu.

Skaðaminnkandi nálgun við m.a. fíknivanda er mannúðleg og valdeflandi nálgun sem miðar að því að aðstoða einstaklinga ti...
31/08/2023

Skaðaminnkandi nálgun við m.a. fíknivanda er mannúðleg og valdeflandi nálgun sem miðar að því að aðstoða einstaklinga til skaðaminnkunnar.

Það er mín trú að með skaðaminnkandi nálgun hjálpum við einstaklingi til sjálfshjálpar og styrkjum hann til betri bjargráða, því jú oft er óhófleg notkun t.d. áfengis og vímuefna afleiðing áfalla eða aðstæðna sem viðkomandi reynir að deyfa með slíkri notkun.

Það er afar flókinn veruleiki sem blasir við þeim sem glíma við ófrjósemi en langar í barn/börn. Fyrir marga er eins og ...
28/08/2023

Það er afar flókinn veruleiki sem blasir við þeim sem glíma við ófrjósemi en langar í barn/börn.

Fyrir marga er eins og tíminn standi í stað, lífið snýst um meðferðir og mögulega þungun eða fósturmissi. Margir hætta að gera plön um annað en frjósemismeðferðir. Utanlandsferðin þarf að bíða, sumarbústaðarferðin með vinkonunum, brúðkaupið, námskeiðið…. Við heyrum oft af því að ófrjósemin hertaki allt lífið, eins og þegar aðrir draumar eiga í hlut þá erum við flest til í að fórna ansi miklu til að láta draumana rætast.

Tilfinningalífið einkennist oft að miklum öfugum, það er spennandi og kvíðvænlegt að hefja meðferð. Það er hrikalega erfitt þegar ekkert virðist ganga upp en svo dásamlegt þegar allt loksins smellur.

Mörg pör lenda á krossgötum þegar þau glíma við ófrjósemi, þá er mikilvægt að tala saman og standa saman, gefa hvort öðru öxl til að gráta eða gleðjast.

Ofurhlýtt faðmlag til þeirra sem standa í þessum sporum 🫶

Það eru ekki allir sem munu skilja hvernig það er að glíma við ófrjósemi. Til allra þeirra sem eru í meðferðum eða hafa lokið meðferðum, til allra sem eru á sinni frjósemisvegferð. Þið eruð ekki ein 💗

Að hlúa að taugakerfinu er í rauninni einn þáttur þess að hlúa að heilsunni, andleg heilsa er afar mikilvæg og laskað ta...
08/07/2023

Að hlúa að taugakerfinu er í rauninni einn þáttur þess að hlúa að heilsunni, andleg heilsa er afar mikilvæg og laskað taugakerfi birtist oft í versnandi líkamlegri heilsu 🤗

Dúllaðu við taugakerfið, veittu því athygli og sýndu því kærleika.
Gerðu það heilbrigt og hamingjusamt og dúndraðu andlegu heilsunni upp í rjáfur.

🟣 Dítox frá samfélagsmiðlum og skoðaðu hvaða prófílum þú ert að fylgja og hvaða áhrif það hefur á þig að skoða efnið frá þeim. Gerðu allsherjar hreingerningu og hreinsaðu út það sem innrætir hjá þér ekki-nóguna, og fylgdu þeim sem strá glimmeri yfir sálina.

🟣 Skrifaðu niður fimm hluti, manneskjur, upplifun sem þú vekja hjá þér þakklæti. Hvað var geggjað í dag. Hvað hlakkarðu til á morgun. Þakklæti losar út serótónín og dópamín og er bóluefni við kvíða og depurð því það vekur upp jákvæðar tilfinningar, styrkir jákvæða reynslu í taugabrautunum, og byggir sterkari nánari sambönd. Semsagt skotheld uppskrift að hamingjusamara lífi. Rannsóknir sýna að þeir sem skrifa niður þakklæti eru jákvæðari og sáttari í lífinu.

🟣 Kríulúr í 20-60 mínútur til að hlaða á andlega og líkamlega batteríið. Hvíld er ekki leti. Hvíld er nauðsynleg til að gefa heilanum kaffipásu og endurræsa drifkraft, sköpunargleði og framkvæmdavilja.

🟣 Að nota tvo skjái í einu er til dæmis að glápa á imbann á meðan þú skrollar instagram í símanumi, svara tölvupóstum í tölvunni meðan þú horfir á fréttir, eða sitja á drepleiðinlegum Teams fundi í tölvunni en vera samtímis með Netflix í gangi á símanum. Með þessu ertu að trufla dópamínkerfið og hækka þröskuldinn fyrir að njóta þess að gera bara einn hlut í einu. Þú þarft alltaf meira og meira örvandi áreiti til að upplifa vellíðan.

🟣 Taktu eftir hvernig taugakerfið þitt er þegar þú eyðir tíma með fólki sem þér líður vel með og berðu það saman við streitustigið og spennuna eftir að vera með einhverjum sem stuðar þig. Við gerum okkur oft ekki grein fyrir hversu mikil áhrif umgengni við óþægilegt fólk hefur á tilfinningalífið og taugakerfið.

🟣 Að setja mörk sýnir hugrekkið að elska sjálfan sig en á sama tíma opna á möguleikann að valda öðru fólki vonbrigðum (Brené Brown). Segðu oftar NEI við verkefnum og skuldbindingum því heilinn þinn hefur ekki óendanlegt vinnsluminni. Búðu til ný mörk, endurskoðaðu gömul mörk og viðhaltu mörkum sem eru ennþá nauðsynleg.

🟣 Koffín hefur örvandi áhrif á miðtaugakerfið þannig að æðarnar víkka út, hjartsláttur verður örari, pisseríið verður tíðara og öndunin grynnri og hraðari. Koffín En það er í hóflegu magni sem er c.a 100-200 mg á dag (Examine.com) dregur úr þreytu og slens og eykur einbeitninguna. En í nútímasamfélagi þar sem kaffivélin er besti vinur Aðal, og Nocco, Monster, Pepsi Max, Orka og Collab maka krókinn í ofneyslu mannskepnunnar, þá er 400-500 mg á dag orðið sorglegt norm. Og taugakerfið er á yfirsnúningi með auknum kvíða, svefnleysi, heilaþoku.

🟣 L-theanine er amínósýra sem er virka efnið í grænu tei og stuðlar að slökun með því að lækka streitu og kvíða. L-theanine bætir svefngæðin því taugakerfið verður mega chillað eins og unglingarnir segja, en er samt ekki róandi lyf svo þú verður ekki eins og uppvakningur. 100-200 mg á dag er nóg til að verða sultuslök (Examine.com).

🟣 Labbitúr í náttúrunni losar út meira serótónín en að labba innan um steinsteypu. Rannsókn þar sem fólk sá græn svæði örvaði svæði í heilanum sem heitir posterior cingulate og hefur með tilfinningar, hvatir, og vitrænar aðgerðir að gera. Því grænni sem myndirnar voru, því meiri virkni á þessu svæði og þátttakendur upplifðu lægri streitu.

🟣 Þegar taugakerfið er alveg tjúllað verður öndun hröð, óregluleg og grunn, og þá verður líkaminn órólegur og hræddur um að ekki sé að koma inn nóg súrefni og framundan sé ekkert nema dauðinn. Ekkert róar taugakerfið jafn hratt og hæg útöndun, því það sendir líkamanum skilaboð um að við séum að lifa af. Anda inn á 4 sekúndum og út á 6 sekúndum og einblína á að fylla þindina en ekki brjóstkassann. Þú vilt fá stóra bumbu í öndunaræfingum.

▶️▶️▶️ Að skilja hvernig taugakerfið þitt vinnur og virkar er ein dýrmætasta gjöfin sem við getum gefið heilsunni. Með því að hlusta þegar það er tjúnað og tjúllað og nota þá aðferðir sem virka til að dúndra því niður í sefkerfið. Það geturðu gert með allskonar verkfærum, en lykillinn er að finna hvað virkar fyrir þig,

Hvernig nostrar þú við þitt taugakerfi?

TRM - Trauma Resiliency Model✔️TRM - meðferðaraðili ✔️TRM er líkamsmiðuð áfallameðferð sem miðar að því að efla seiglu e...
28/06/2023

TRM - Trauma Resiliency Model✔️
TRM - meðferðaraðili ✔️

TRM er líkamsmiðuð áfallameðferð sem miðar að því að efla seiglu einstaklinga - áhrifaríkt módel sem notað er um allan heim.

Ég hef lokið báðum þjálfunarnámskeiðunum þar sem meðal kennara var höfundur módelsins, Elaine Miller-Karas.

Nánari upplýsingar: https://www.traumaresourceinstitute.com/about

20/04/2023
❤️💙💛💚🖤
15/04/2023

❤️💙💛💚🖤

Vika6 - tilvalið fyrir foreldra að eiga uppbyggilegt spjall við börn og ungmenni um kynheilbrigði 🙋‍♀️
09/02/2023

Vika6 - tilvalið fyrir foreldra að eiga uppbyggilegt spjall við börn og ungmenni um kynheilbrigði 🙋‍♀️

Afar mikilvægt fyrir foreldra barna sem eiga tvö heimili 💖🎄
11/12/2022

Afar mikilvægt fyrir foreldra barna sem eiga tvö heimili 💖🎄

Address

Flúðabakki 2
Blönduós
540

Opening Hours

Monday 10:00 - 18:00
Tuesday 16:30 - 18:30
Wednesday 16:30 - 18:30
Thursday 16:30 - 18:30
Friday 14:30 - 18:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Ásdís Ýr - fjölskyldumeðferð posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Ásdís Ýr - fjölskyldumeðferð:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram