30/07/2025
Komdu í meðhöndlun eftir sumarfrí💆♂️
Bókaðu tíma hér: https://noona.app/aronosteopati
Við hverju má búast við að koma í meðhöndlun hjá mér og hvernig þetta virkar:
Ef þú ert að koma í fyrsta skipti til mín þá bókar þú “fyrsti tími”.
* Í fyrsta tíma er tekin verkja og sjúkra saga til þess að komast að uppruna verks.
* Líkamsskoðun, próf og bæklunargreiningar eru framkvæmd til þess að greina og meta ástand einstaklings.
* Viðeigandi meðhöndlun er framkvæmd og notast osteópatar við hnykkingar, höfuðbein- og spjaldhryggs meðferðir, mjúkvefsnudd ofl.
* Í lok tíma veitir þerapistinn ráðleggingar og batahorfur.
* Fyrsti tími tekur u.þ.b 60 mínútur
Þegar þú kemur til mín aftur með sama vandamál, þá bókar þú “endurkoma”.
* Í endurkomu tíma þá höldum við áfram með meðhöndlun til þess að útrýma verki.
* Endurkoma tekur styttri tíma eða u.þ.b 30 mínútur.
Ef þú ert að koma til mín aftur en með nýtt vandamál, þá bið ég þig vinsamlegast að bóka “endurkoma með nýtt vandamál”.
* Ef þú kemur til mín með nýja eða aðra verki þá þarf ég lengri tíma til þess að fara í gegnum verkjasögu og líkamsskoðun.
* Endurkoma með nýtt vandamál tekur u.þ.b 45 mínútur.
Osteópatía getur hjálpað við flest þau vandamál sem stafa frá lið- og vöðvakerfi líkamans. Nokkur dæmi um það eru:
• Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.
• Hálsverkir
• Verkur eða stífleiki í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám)
• Gigtarverkir og vefjagigt
• Íþróttameiðsl
• Leiðandi verkir út í hendur eða fætur
• Höfuðverkir, mígreni, svimi og fleira ef upptök eru frá stoðkerfi
• Bráða sem króníska verki
Bókaðu tíma hér: https://noona.app/aronosteopati