Aron Ívar - Osteópati

Aron Ívar - Osteópati Löggiltur osteópati og ÍAK einkaþjálfari

Bókaðu tíma hér: https://noona.app/aronosteopati

ATH! Þetta er ný síða þar sem gamla síðan var hökkuð.

Ertu að glíma við langvarandi verk eða stirðleika?Sem osteópati skoða ég líkamann í heild sinni og leita að undirliggjan...
31/08/2025

Ertu að glíma við langvarandi verk eða stirðleika?

Sem osteópati skoða ég líkamann í heild sinni og leita að undirliggjandi orsökum verkja, ekki aðeins einkennunum. Meðhöndlun getur hjálpað til við að bæta hreyfanleika, draga úr verkjum og styðja við bataferli líkamans.

Hvort sem um er að ræða stoðkerfisverki, spennu eða langvarandi óþægindi, getum við sett saman meðferð sem hentar þér.

Taktu fyrsta skrefið í átt að betri líðan – bókaðu tíma í dag hér 👉🏻 https://noona.app/aronosteopati

Bókaðu þjónustu eða borð hjá uppáhalds fyrirtækjunum þínum, hvenær sem er og hvar sem er inni á noona.is eða Noona appinu.

Þarf ég að teygja?👇🏻Teygjur eru ekki eitthvað sem allir þurfa að gera daglega, en þær geta verið frábært verkfæri fyrir ...
29/08/2025

Þarf ég að teygja?👇🏻

Teygjur eru ekki eitthvað sem allir þurfa að gera daglega, en þær geta verið frábært verkfæri fyrir marga. Reglulegar teygjur geta aukið eða viðhaldið hreyfigetu liðanna, gert líkamsbeitingu þægilegri og minnkað tilfinningu um stirðleika. Fyrir suma er þetta einfaldlega leið til að finna meiri slökun og vellíðan.

Ef markmiðið er að undirbúa líkamann fyrir hreyfingu þá eru hreyfiteygjur (t.d. sveiflur eða hringhreyfingar) frábærar í upphitun. þær auka blóðflæði og virkja líkamann án þess að draga úr afköstum. Kyrrstæðar teygjur henta hins vegar betur eftir æfingar eða sem hluti af slökun.

Það er þó mikilvægt að hafa í huga að teygjur einar og sér koma ekki í veg fyrir meiðsli og gera þig ekki sjálfkrafa sterkari. Styrktarþjálfun í gegnum fulla hreyfigetu er lykilatriði fyrir heilsu, styrk og varnir gegn meiðslum 💪🏻

👉🏻Þannig að nei, ekki allir þurfa að teygja, en ef þú finnur fyrir stirðleika, spennu eða vilt bæta hreyfigetu fyrir daglegt líf eða sérstaka íþrótt, þá geta teygjur verið eitthvað fyrir þig.

⬇️Skráning í liðleika tíma í september hafin⬇️Tímar fyrir þá sem vilja læra betur á líkamann sinn, auka liðleika og bæta...
26/08/2025

⬇️Skráning í liðleika tíma í september hafin⬇️

Tímar fyrir þá sem vilja læra betur á líkamann sinn, auka liðleika og bæta hreyfigetu.

Enginn búnaður er notaður í tímanum þar sem við notumst bara við líkamsþyngd. Þessi tími hentar fyrir alla aldurshópa og hægt er að sníða allar stöður/æfingar að þinni getu!

Þessi tími er sérstaklega fyrir þig ef:

✅1. Vilt ná betri stjórn á líkamanum

✅2. Vilt læra betur á líkamann þinn

✅3. Vilt auka liðleika og hreyfigetu

✅ 4. Hafa jákvæð áhrif á stoðkerfið og minnka mögulega verki í hálsi, öxlum, baki og mjöðmum.

✅ 5. Hreyfa þig betur og líða betur

Viltu vita meira? Sendu mér “ég vil vita meira” á eftirfarandi miðla⬇️

💬 Messenger á Facebook
📧 aronosteopati@gmail.com
📱 780-7310

Í júní útskrifaðist ég sem osteópati úr Skandinaviska osteopathögskolan/Swedish osteopathic society með B.S. gráðu í hei...
20/08/2025

Í júní útskrifaðist ég sem osteópati úr Skandinaviska osteopathögskolan/Swedish osteopathic society með B.S. gráðu í heilsuvísindum🎓

Núna í ágúst var ég að fá skírteini og þar með staðfestingu frá landlækni að ég megi starfa hér á landi sem löggiltur osteópati🦴

Spenntur fyrir næsta kafla og ætla að leggja mitt af mörkum til að hjálpa fólki að komast út úr verkjamynstrinu og lifa heilsusamlegra lífi!

19/08/2025

Afhverju ættum við að hreyfa mjaðmaliðinn reglulega?

Til þess að viðhalda liðamótum okkar og halda þeim heilbrigðum og hreyfanlegum☑️


Þessi útgáfa er þæginleg þar sem þú liggur á hliðinni og getur æft þig endalaust án þess að þreytast í skrokknum.

Komdu þér fyrir liggjandi á hliðinni með fæturnar í 90 gráður.

Fínt er að hafa kodda eða kubb til þess að hvíla hálsinn á meðan.

Þú sérð að ég held utan um bolta og er það gert til þess að halda spennu í gegnum líkamann á meðan ég reyni að einangra eins og ég get í gegnum mjaðmaliðinn.

Ég kreisti boltann til þess að halda öllum líkamanum spenntum. Hér erum við að tala um 10-20% spennu til að búa til “styttu” úr líkamanum.

Þetta hjálpar mér að svindla ekki á sjálfum mér eins og t.d að velta mjaðmagrindinni fram og til baka sem lætur það lýta út að ég geti hreyft mjaðmaliðinn meira en ég raunverulega get.

Þú getur tekið hvaða hlut heima hjá þér og notað sem “kreisti” hlut.


Eins og ég sagði áðan þá vilt þú að mjaðmagrindin sé ekki á fleygi ferð.

Hér á mjaðmagrindin að vera kyrr þar sem við erum bara að reyna hreyfa mjaðmaliðinn inní liðskálinni.


Taktu 40 sekúndur á hverja hlið og æfðu þig í þessu daglega.

Heilbrigður og hreyfanlegur mjaðmaliður gerir þér lífið auðveldara🦵🏻🏋🏻🏃🏻


Hér eru fræðilegu heitin fyrir hreyfingarnar sem þú sérð í myndbandinu👇🏻

Knee to chest = Flexion

Knee to side = Abduction

Kick the heel to the sky = Internal rotation

Push the leg back = Extension

Rotate/Close the door = Adduction/External rotation

Komdu í meðhöndlun eftir sumarfrí💆‍♂️Bókaðu tíma hér: https://noona.app/aronosteopatiVið hverju má búast við að koma í m...
30/07/2025

Komdu í meðhöndlun eftir sumarfrí💆‍♂️

Bókaðu tíma hér: https://noona.app/aronosteopati

Við hverju má búast við að koma í meðhöndlun hjá mér og hvernig þetta virkar:

Ef þú ert að koma í fyrsta skipti til mín þá bókar þú “fyrsti tími”.
* Í fyrsta tíma er tekin verkja og sjúkra saga til þess að komast að uppruna verks.
* Líkamsskoðun, próf og bæklunargreiningar eru framkvæmd til þess að greina og meta ástand einstaklings.
* Viðeigandi meðhöndlun er framkvæmd og notast osteópatar við hnykkingar, höfuðbein- og spjaldhryggs meðferðir, mjúkvefsnudd ofl.
* Í lok tíma veitir þerapistinn ráðleggingar og batahorfur.
* Fyrsti tími tekur u.þ.b 60 mínútur

Þegar þú kemur til mín aftur með sama vandamál, þá bókar þú “endurkoma”.
* Í endurkomu tíma þá höldum við áfram með meðhöndlun til þess að útrýma verki.
* Endurkoma tekur styttri tíma eða u.þ.b 30 mínútur.

Ef þú ert að koma til mín aftur en með nýtt vandamál, þá bið ég þig vinsamlegast að bóka “endurkoma með nýtt vandamál”.
* Ef þú kemur til mín með nýja eða aðra verki þá þarf ég lengri tíma til þess að fara í gegnum verkjasögu og líkamsskoðun.
* Endurkoma með nýtt vandamál tekur u.þ.b 45 mínútur.

Osteópatía getur hjálpað við flest þau vandamál sem stafa frá lið- og vöðvakerfi líkamans. Nokkur dæmi um það eru:

• Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.

• Hálsverkir

• Verkur eða stífleiki í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám)

• Gigtarverkir og vefjagigt

• Íþróttameiðsl

• Leiðandi verkir út í hendur eða fætur

• Höfuðverkir, mígreni, svimi og fleira ef upptök eru frá stoðkerfi

• Bráða sem króníska verki

Bókaðu tíma hér: https://noona.app/aronosteopati

Bókaðu tíma í meðhöndlun í Bolungarvík hér: https://noona.is/aronosteopatinemi Hvað gerir Osteópati?Osteópatía er 4-5 ár...
22/09/2024

Bókaðu tíma í meðhöndlun í Bolungarvík hér: https://noona.is/aronosteopatinemi

Hvað gerir Osteópati?

Osteópatía er 4-5 ára háskólanám sem felst í að greina og meðhöndla stoðkerfisvandamál sem geta skert heilsu og vellíðan.

Osteópati notar einungis hendur til að meðhöndla liðamót og mjúkvefi viðskiptavinar með það að markmiði að endurheimta fyrra heilbrigði og stuðla að betra blóðflæði eða tryggja óhindruð taugaboð. Til þess nýtir hann fjölbreyttar aðferðir, þar á meðal nudd, liðteygjur, vefja- og vöðvameðferð og hnykkingar auk fjölda annarra. Það eru einmitt þessar fjölbreyttu meðferðarleiðir sem gera það vert að reyna osteópatíu þegar sjúkraþjálfun eða aðrar meðferðir hafi ekki borið árangur. Einnig getur osteópati veitt ráðgjöf um æfingar og breytingar á starfsháttum eftir þörfum til að stuðla að betri bata.

Osteópatía getur hjálpað með flest þau vandamál sem stafa frá stoðkerfi líkamans, hvort sem um er að ræða langtíma- eða bráðavandamál.

Dæmi um vandamál eru eftirfarandi:

Bakverkir, með eða án leiðandi verkja.

• Hálsverkir

• Verkur eða stífleiki í liðamótum (t.d. öxlum, mjöðmum, olnbogum og hnjám)

• Gigtarverkir og vefjagigt

• Íþróttameiðsl

• Leiðandi verkir út í hendur eða fætur

• Höfuðverkir, mígreni, svimi og fleira ef upptök eru frá stoðkerfi

• Bráða sem króníska verki

Höfðar þetta til þín?

Bókaðu tíma hér: https://noona.is/aronosteopatinemi

SKRÁÐU ÞIG Í LIÐLEIKA TÍMA Í BOLUNGARVÍK⬇️Tímar fyrir þá sem vilja læra betur á líkamann sinn, bæta hreyfigetu og auka l...
20/09/2024

SKRÁÐU ÞIG Í LIÐLEIKA TÍMA Í BOLUNGARVÍK⬇️

Tímar fyrir þá sem vilja læra betur á líkamann sinn, bæta hreyfigetu og auka liðleika. Í tímunum er lögð áhersla á að hreyfa alla helstu liði líkamans og í framhaldi af því notum við teygjuæfingar þar sem við bæði slökum inní stöðurnar og síðan virkjum vöðvana til þess hleypa okkur dýpra inn í teygjuna. Tímarnir minna á Yoga með aðeins meiri virkni og hreyfingu.

Enginn búnaður er notaður í tímanum þar sem við notumst bara við líkamsþyngd. Þessi tími hentar fyrir alla aldurshópa og hægt er að sníða allar stöður/æfingar að þinni getu!

Þessi tími er sérstaklega fyrir þig ef:

✅1. Vilt ná betri stjórn á líkamanum

✅2. Vilt læra betur á líkamann þinn

✅3. Vilt auka liðleika og hreyfigetu

✅ 4. Hafa jákvæð áhrif á stoðkerfið og minnka mögulega verki í hálsi, öxlum, baki og mjöðmum.

✅ 5. Hreyfa þig betur og líða betur

Verð per námskeið (8 skipti í mánuði) er 5.990kr

‼️ATH! Til þess að geta skráð sig á námskeið þarf viðkomandi að vera með aðgang í líkamsræktarsalinn Musterið‼️

Skráðu þig með því að senda skilaboð “ég vil vera með” á eftirfarandi miðla⬇️

💬 Messenger á Facebook
📧 aronhreyfing@gmail.com
📱 780-7310

Nánari upplýsingar um námskeiðið eru hér:

Fyrsti tími hefst þriðjudaginn 1 október.

Tímarnir eru 45 mínútur og verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:15 í Gunnarsstofu í sundlaugarmiðstöð Bolungarvíkur.

‼️ATH! Það verða ekki tímar 15 og 17 október þar sem ég verð í Svíþjóð í skólalotu og færast þeir tímar yfir á 29 og 31 október‼️

Hvað veldur verkjum í líkamanum? vol 4Mýta: þegar ég er með verk í bakinu þá verð ég að fara í myndgreiningu til þess að...
15/09/2024

Hvað veldur verkjum í líkamanum? vol 4

Mýta: þegar ég er með verk í bakinu þá verð ég að fara í myndgreiningu til þess að sjá hvað veldur verknum mínum.

Staðreynd: Myndgreiningarpróf eins og röntgengeislar, tölvusneiðmyndir eða segulómun ættu að vera síðasta inngrip þar sem þær eru oftast ekki áreiðanlegar hemilidir fyrir bakverknum þínum.

Flestar týpur af bakverkjum sjást ekki á myndgreiningarprófi og þó svo myndir sýna “skekkjur” eða “hrörnun” eins og t.d. hryggskekkju eða hrörnun á diskum milli hryggjaliða, að þá er ekki alltaf hægt að tengja það beint við verkinn.

Því eldri sem þú ert því meiri líkur eru á því að einhverskonar hrörnun á annaðhvort diskum, liðböndum og beinum sjáist á myndgreiningarprófi (það er eðlilegt þegar við eldumst) og það þýðir ekki alltaf að eitthvað sé að eða að það sé bein tenging þar á milli og bakverksins þíns.

Vefjaskaði og sjúkdómar valda því að ónæmiskerfið setur af stað bólgumyndandi ferli sem getur veldur sársauka á eða í kringum viðkomandi svæði. Ef grunur liggur á sjúkdóm eða innvortis skaða þá geta myndgreiningarpróf verið hjálpleg tól til þess að útiloka það sem veldur manni áhyggjum.

Hinsvegar er hægt að útiloka ýmsa sjúkdóma og meiðsli með annarskonar greiningum áður en leitað er til myndgreiningarprófs þar sem þau geta verið dýr og útsetja líkamann fyrir geislun.

Aðrir þættir sem geta haft áhrif á verk í stoðkerfi og mikilvægt að skoða:

Hegðun/lífsstíll:
Allt sem þú gerir í þínu daglega lífi getur haft áhrif á þig líffræðilega og sálfræðilega. Ertu neikvæður að eðlisfari? Hreyfir þig lítið? Borðar kannski óhollan mat? Mikil streita í vinnunni og heima? Þá ertu líklegri til þess að verða fyrir einhverskonar verk fremur en sá sem stundar reglulega hreyfingu, hugar að matarræði, takmarkar streitu og er jákvæður/opinn fyrir nýjum hlutum.

Félagslegir þættir og atvinna:
Félagsleg einangrun og/eða óánægja í starfi getur valdið ójafnvægi í kerfinu okkar og ýmsar rannsóknir benda til þess að það geti aukið líkur á verk í stoðkerfi í gegnum sálfræðilega þætti.

Hvað getur valdið verkjum í líkamanum? vol 3Mýta: þegar þú ert með verk í líkamanum þá áttu helst ekki að æfa/hreyfa þig...
08/09/2024

Hvað getur valdið verkjum í líkamanum? vol 3

Mýta: þegar þú ert með verk í líkamanum þá áttu helst ekki að æfa/hreyfa þig og hvíla þar til þú verður betri.

Staðreynd: Að hreyfa sig ekki og “hvíla” með því eyða tímanum sínum í kyrrsetu getur valdið því að verkurinn versni.

Að hreyfa sig er eitt af því besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf gegn verkjum í stoðkerfinu. Við viljum auðvitað ekki hlaupa maraþon á meðan verknum stendur en hæfileg hreyfing með réttu álagi getur hjálpað helling.

Einnig er mikilvægt er að hafa í huga eftirfarandi þætti þegar kemur að verk í líkamanum:

Einstaklingsbundnir þættir:
Öll erum við með mismunandi líkamsbyggingu, við lifum ólíku lífi og leggjum mismikið álag á líkamann hvort sem það sé í ræktinni eða almennt í daglegu amstri. Þess vegna er ómögulegt að segja að manneskja A og Manneskja B fái eða upplifi háls/bakverkinn á sama stað eða sama hátt.

Taugafræðilegir þættir:
Í taugakerfinu erum við með mismunandi tegundir af taugaviðtökum (sensory receptors) sem vinna úr allskyns skilaboðum sem líkaminn tekur við úr umhverfinu okkar. Meðal þeirra eru sársaukaviðtakar (nociceptive receptors). Við mismunandi kringumstæður þá virka þessir viðtakar misvel og geta valdið þá minni eða meiri sársauka upplifun hjá fólki.

Það er mikilvægt að vera meðvitaður um það að verkir í stoðkerfi geta verið af alskyns toga og alltaf er mikilvægt að útiloka ýmsa þætti eins og sjúkdóma og meiðsli áður en haldið er áfram með hreyfingu.

Hvað getur valdið verkjum í líkamanum? Vol 2Mýta: Að ein ákveðin líkamsstaða sé slæm fyrir þig eins og t.d. sitja hokinn...
05/09/2024

Hvað getur valdið verkjum í líkamanum? Vol 2

Mýta: Að ein ákveðin líkamsstaða sé slæm fyrir þig eins og t.d. sitja hokinn fyrir framan tölvuskjáinn

Staðreynd: Líkamsstaðan sem þú eyðir of miklum tíma í getur verið slæm fyrir þig og valdið stífleika/verk

Jafnvel geta fleiri þættir spilað inní verkinn þinn eins og t.d.

Sálfræðilegir þættir:
Andleg líðan getur haft áhrif á það hvernig við skynjum líkamann okkar og getur vanlíðan og stress (mikið andlegt álag) valdið verkjum í stoðkerfinu.

Lífmekaniskir þættir (biomechanical): Hvernig líkaminn hreyfir sig í sambandi við sitt innra umhverfi (bein, liðir, vöðvar, liðbönd, líffæri) og ytra umhverfi (vinnustaðurinn, ræktin, heimilið,) getur haft áhrif á stoðkerfið og valdið verkjum.

Fannst þér þetta hjálpa þér?

Fylgstu vel með næsta póst🩻👀

Hvað getur valdið verkjum í líkamanum? Mýta: veikur rassvöðvi veldur bakverkStaðreynd: það er oftast aldrei ein einföld ...
31/08/2024

Hvað getur valdið verkjum í líkamanum?

Mýta:
veikur rassvöðvi veldur bakverk

Staðreynd:
það er oftast aldrei ein einföld útskýring fyrir verknum þínum (nema um meiðsli eða sjúkdóm sé að ræða)

Verkur í stoðkerfi er flókið fyrirbæri og samblanda margra þátta getur haft áhrif.

Þessir þættir eru eftirfarandi:

Einstaklingsbundnir þættir
Sálfræðilegir þættir
Lífmekaniskir þættir (Biomechanical)
Taugafræðilegir þættir
Meiðsli eða sjúkdómur
Hegðun/Lífsstíll
Félagslegir þættir
Samhengisþættir

Á næstu dögum ætla ég að koma með fleiri mýtur og staðreyndir um verki í stoðkerfinu og útskýra betur hvern þátt fyrir sig sem getur haft áhrif.

Fylgstu með👀

Address

Höfðastígur 15
Bolungarvík
415

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Aron Ívar - Osteópati posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Aron Ívar - Osteópati:

Share

Share on Facebook Share on Twitter Share on LinkedIn
Share on Pinterest Share on Reddit Share via Email
Share on WhatsApp Share on Instagram Share on Telegram