22/09/2025
Hugmyndafræði Beactive hreyfivikunnar í Borgarbyggð árið 2025 byggir á samveru fjölskyldunnar og mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi. Við viljum skapa vettvang þar sem öll fjölskyldan – börn, foreldrar, ömmur og afar, frænkur og frændur, við öll – getum tekið þátt saman í skemmtilegum og hvetjandi viðburðum sem stuðla að bættri heilsu, vellíðan og tengslum.
Dagskráin er fjölbreytt og aðgengileg fyrir alla aldurshópa og öllum opin. Boðið er upp á opnar æfingar, danspartý, sameiginlegar göngur og ratleik þar sem gleðin og hreyfingin eru í fyrirrúmi. Einnig verða fyrirlestrar sem styðja við meginþema vikunnar: hreyfingu og samveru.
Kíktu á það sem er í boði og finndu þína hreyfingu!
BeActive Iceland Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ