27/01/2025
*Er staðsett á norðurlandi.
Kæru nuddþegar!
Gleðilegt nýtt ár og innilegar þakkir fyrir stuðninginn á liðnu ári! 🌟
Ég er komin aftur til landsins og er hafin síðusta önnin í nuddnáminu mínu. Nú er markmiðið að útskrifast í maí, og til þess þarf ég að safna mér góðum fjölda nuddtíma.
Eins og staðan er núna, þá hef ég ekki sett upp fasta tímaáætlun, en ég væri afar þakklát ef þið hefðuð samband með skilaboðum ef þið hafið áhuga á að koma í tíma – saman finnum við hentugan tíma sem hentar báðum aðilum.
Takk fyrir að vera hluti af þessari vegferð með mér. Ég hlakka til að hitta ykkur og halda áfram að veita góða þjónustu!
Ykkar nuddnemi,
Sigrún Ósk