
10/04/2025
Í dag kl. 18
Íþróttahús.
Síðasti tíminn þessa vorönn.
Við ætlum að kanna stöður sem mýkja og styrkja bakið. Hugsa fallega til hryggsúlunnar sem geymir taugakerfið okkar. Við snúum uppá okkur, teygjum úr okkur og pressum okkur saman til að örva og liðka þetta magnaða kerfi.
Í lok tímans tökum við góða stund fyrir slökun þannig að við mætum fersk og yfirveguð inn í páskatímabilið framundan.
Allir jógar velkomnir og fyrir þá sem enn hafa ekki látið eftir sér að prófa, þá er tækifærið í dag.