
27/02/2025
Við minnum á hreyfiáskorunina okkar sem byrjar mánudaginn 3.mars. Viðtökurnar hafa verið frábærar og við getum ekki beðið eftir að byrja!
Skráning og frekari upplýsingar í linknum hér að neðan:
https://forms.gle/pk8Bhr8R2knD3zmZA
Mín besta heilsa, í samstarfi við Nönnu Kaaber íþróttafræðing, hvetur þig til hreyfingar og að bæta inn jákvæðum venjum í marsmánuði.
Áskorunin er hugsað fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í einhvers konar hreyfingu eða að byrja aftur eftir hlé og vilja koma sér af stað án þess að taka því of geyst.
Við vitum öll að hreyfing er okkur nauðsynleg en oft eigum við erfitt með að koma okkur af stað eða að koma henni inn í daglegu rútínuna okkar. Ef þig dreymir um að byrja að hreyfa þig, koma hreyfingunni að í daglegu lífi, stundað útivist, farið í göngur eða einfaldlega getað hreyft líkamann og finnast það gaman þá er þetta hreyfiáskorunin fyrir þig.
Ef þig langar að vera með og stuðla að heilbrigðara lífi, upplifa þína bestu heilsu - ekki hika þá við að skrá þig hér að neðan, þér að kostnaðarlausu.
Við byrjum mánudaginn 3.mars!
Skráning fer fram í gegnum þennan hlekk:
https://forms.gle/2c3AVd5PXmDvz3BSA