
02/11/2024
Maron Dagur er tíu mánaða gamall drengur sem glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn SMA týpu 1, en þrátt fyrir áskoranirnar hefur fjölskyldan sýnt ótrúlega styrk og seiglu. Foreldrar hans hafa staðið eins og klettar með honum og leita nú stuðnings til að mæta kostnaðinum við meðferð sem gæti bætt líf hans til muna.
Í dag tókum við í Hress Sjúkraþjálfun þátt í Hressleikunum í Hress Heilsurækt. Starfsmenn mættu í búningum til þess að gera daginn enn skemmtilegri 🥳 Við hvetjum alla fylgjendur okkar til að leggja sitt af mörkum og styðja Maron Dag og fjölskyldu hans í þessu mikilvæga verkefni.
Styrktarreikningur: 135-05-71304, kt. 540497-2149.