
28/06/2025
Kæru vinir, velunnarar og stuðningsaðilar.
Stórt, innilegt TAKK
Við viljum koma á framfæri okkar dýpsta þakklæti til allra sem tóku þátt og studdu við fjölskylduna á þessum krefjandi tímum. Þátttakan í Urriðarholtshlaupinu fór fram úr okkar björtustu vonum og sýndi svo sannarlega hversu mikill kærleikur og samhugur býr í samfélaginu okkar.
Í sameiningu náðum við að safna 4,5 milljónum króna - upphæðin sem hefur nú verið afhent fjölskyldunni og mun án efa veita þeim dýrmætan stuðning í því stóra verkefni sem þau eru í.
Við hjá Sigma heilsu og DÆINN Kaffihús & Vínbar erum bæði þakklát og stolt af því að tilheyra samfélagi sem einkennist af samtakamætti, náungakærleika og ómetanlegri samstöðu. Þessi reynsla minnir okkur á hversu öflug við getum verið þegar við stöndum saman.
Takk fyrir að vera hluti af því - hjartað slær sterkara þegar við höldumst í hendur.
Með hlýjum kveðjum