Sigma heilsa

Sigma heilsa Sigma heilsa er heilsumiðstöð staðsett í Urriðaholti , Garðabæ. Þar er starfandi osteópati, þjálfarar, sjúkraþjálfari og nuddari. Sigmaheilsa.is

Kæru vinir, velunnarar og stuðningsaðilar.Stórt, innilegt TAKKVið viljum koma á framfæri okkar dýpsta þakklæti til allra...
28/06/2025

Kæru vinir, velunnarar og stuðningsaðilar.

Stórt, innilegt TAKK
Við viljum koma á framfæri okkar dýpsta þakklæti til allra sem tóku þátt og studdu við fjölskylduna á þessum krefjandi tímum. Þátttakan í Urriðarholtshlaupinu fór fram úr okkar björtustu vonum og sýndi svo sannarlega hversu mikill kærleikur og samhugur býr í samfélaginu okkar.

Í sameiningu náðum við að safna 4,5 milljónum króna - upphæðin sem hefur nú verið afhent fjölskyldunni og mun án efa veita þeim dýrmætan stuðning í því stóra verkefni sem þau eru í.

Við hjá Sigma heilsu og DÆINN Kaffihús & Vínbar erum bæði þakklát og stolt af því að tilheyra samfélagi sem einkennist af samtakamætti, náungakærleika og ómetanlegri samstöðu. Þessi reynsla minnir okkur á hversu öflug við getum verið þegar við stöndum saman.

Takk fyrir að vera hluti af því - hjartað slær sterkara þegar við höldumst í hendur.

Með hlýjum kveðjum

Vá!! Þvílíkur dagur, þvílík orka og ótruleg samstaða 💙 fyrir hönd Sigma heilsu og Dæinn kaffihús þá langar mig til að þa...
13/06/2025

Vá!! Þvílíkur dagur, þvílík orka og ótruleg samstaða 💙 fyrir hönd Sigma heilsu og Dæinn kaffihús þá langar mig til að þakka ykkur öllum fyrir að koma og styrkja þetta góða málefni. Dagurinn í gær var hreint út sagt alveg frábær, gaman að sjá hvað það var mikið líf og fjör hér í hverfinu okkar.

Langar til að þakka öllum sem hjálpuðu okkur að gera daginn eftirminnilegan. Bæði einstaklingar og fyrirtæki. Þið vitið hver þið eruð!
Það voru ófá handtökin sem þurfti til þess að þetta gengi svona vel fyrir sig.

Frábærir tónlistarmenn sem komu fram, Úlfur Úlfur og Kristmundur Axel og svo hélt Heiðar Austmann uppi fjörinu líka. Takk fyrir ykkar framlög strákar.

Við erum svo þakklát og ánægð með þennan yndislega dag sem við áttum saman.

Endilega deilið myndum sem þið tókuð með okkur líka!

Það verður opið fyrir styrki þangað til á 17 júní þegar við afhendum Elvari og fjölskyldu styrkinn.

29/05/2025
01/10/2024

Hér er smá innsýn inn í part af æfingu hjá okkur.
Erum með laust pláss í stráka hópnum okkar sem æfir á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl 17.15.
Sendið okkur skilaboð ef það er áhugi fyrir því að vera með.

Við hjá Sigma heilsu erum með laust herbergi fyrir fagaðila. Sigma heilsa er glæsileg heilsumiðstöð staðsett í Urriðahol...
22/06/2024

Við hjá Sigma heilsu erum með laust herbergi fyrir fagaðila. Sigma heilsa er glæsileg heilsumiðstöð staðsett í Urriðaholti, Garðabæ. Þar eru starfandi osteópati, þjálfarar, sjúkraþjálfari og nuddari. Erum spennt að bæta við í þennan frábæra hóp. Ef þú hefur áhuga þá fara umsóknir fram í gegnum Sigmaheilsa@sigmaheilsa.is 📩📩

Gleðilegt sumar☀️☀️! Við ætlum að bjóða upp á prufutíma/æfingu fyrir börn/unglinga á aldrinum 12-14 ára þann 9 maí næstk...
27/04/2024

Gleðilegt sumar☀️☀️! Við ætlum að bjóða upp á prufutíma/æfingu fyrir börn/unglinga á aldrinum 12-14 ára þann 9 maí næstkomandi sem er frídagur! Ef þú hefur áhuga á því að koma með barnið/börnin eða unglinginn og fá að prófa að æfa hjá okkur undir handleiðslu þjalfarana okkar þá er skráning staðfest með tölvupóst á Sigmaheilsa@sigmaheilsa.is 💙
Tíminn verður klukkan 10.30 og eru takmörkuð pláss laus.

Við erum stödd í Urriðaholtinu, og er staðsetningin urriðaholtsstræti 22. Húsið er vel merkt að framan með Sigma merkingum.

Æfingarnar verða fjölbreyttar og skiptir engu máli hvort þú sért vanur eða ekki að æfa. Við mætum hverjum og einum persónulega og skölum æfingar ef þess þarf svo allir geti verið á sínum hraða.

Markmiðið er að hjálpa börnum/unglingum að læra rétta og góða beitingu, mynda skemmtilegan félagslegan hóp og að allir fái að njóta sín og finna fyrir bætingum og vellíðan í kjölfarið.

Við leggjum afar sterka áherslu á að allir okkar þjálfarar séu með reynslu af þjálfun og menntun og er rétt beiting ávallt númer 1, 2 og 10 hjá okkur.

Hlökkum til að sjá þig / ykkur og ef það eru einhverjar spurningar eða vangaveltur þá getið þið sent okkur skilaboð hér eða í gegnum tölvupóstinn Sigmaheilsa@sigmaheilsa.is 📩

S I G Σ A 💙Er stoltur af því hvert ég og við erum komin með SIGΣA á þessu rúma ári síðan við opnuðum dyrnar, frábært fag...
01/04/2024

S I G Σ A 💙
Er stoltur af því hvert ég og við erum komin með SIGΣA á þessu rúma ári síðan við opnuðum dyrnar, frábært fagfólk, notarlegur vinnustaður og yndislegir skjólstæðingar 💙 hlakka mikið til að halda áfram að byggja upp flotta heilsumiðstöð þar sem fólk getur stólað á góða þjónustu með stoðkerfisvandamál, komið í nudd og þjálfun.
Gaman að segja frá því að mín þróun sem osteópati hefur mikið þróast út í meðferðir á óléttum konum og hefur það satt að segja verið eitthvað sem hefur í raun gerst án þess að ég hafi einbeitt mér að þeirri vegferð sérstaklega, en það hefur gengið vel og ég hef gaman að því að sjá að ég get aðstoðað þennan hóp sem er jú einstaklega viðkvæmur á þessu stigi í þeirra lífi og því extra mikilvægt að þeim líði eins vel og mögulega hægt er áður en þær eignast þetta litla fallega líf sem vex í þeim. Svo er líka gaman að segja frá því að Ólafía sjúkraþjálfari sem er okkar nýjasta viðbót í fagaðila SIGMA er mikið að vinna með grindarbotn og kvennheilsu sem er ótrúlega gott og höfum við verið að sameina okkar krafta og hlakka ég til enn frekara samstarfs með henni, Trausti nuddari hjá okkur er einnig fær í meðgöngunuddi og svo þjálfar Karitas mín mæður inn í sal fyrir og eftir meðgöngu og því óhætt að segja að Sigma sé óvænt búið að taka stefnu í átt að konum og kvennheilsu þó það sé langt frá því að vera okkur eini fókus. En fyndið hvernig þróunin verður stundum, við hlökkum til komandi stunda í SIGΣA💙

Erum að leita af fagaðila á heilsusviði sem hefur áhuga á að starfa í frabærri heilsumiðstöð sem er staðsett á besta sta...
20/02/2024

Erum að leita af fagaðila á heilsusviði sem hefur áhuga á að starfa í frabærri heilsumiðstöð sem er staðsett á besta stað á höfuðborgarsvæðinu.

Ef þú hefur áhuga þá tökum við á móti umsóknum í gegnum tölvupóstinn Sigmaheilsa@sigmaheilsa.is📩

Við erum staðsett í Urriðaholtinu, við erum með starfandi osteópata, nuddara, þjálfara, sjúkraþjálfara og íþrótta-vísindafræðing💪
Sigma heilsa
Sigma heilsa - Urriðaholtsstræti 22

Ætlar þú að vera með í heilsuáskorun Sigma heilsu?Í boði verða þrjár týpur af æfingakerfum, eitt sem er eingöngu framkvæ...
27/12/2023

Ætlar þú að vera með í heilsuáskorun Sigma heilsu?

Í boði verða þrjár týpur af æfingakerfum, eitt sem er eingöngu framkvæmt með líkamsþyngd. Annað er framkvæmt með ketilbjöllu og teygju og auðvitað einnig líkamsþyngd og þriðja er prógramið sem hægt er að nota í þeirri líkamsrækt sem þú æfir í.

Programið sem er framkvæmt með teygju og ketilbjöllu er hægt að kaupa með búnaði frá sportvörum og græjum við þá búnaðinn á kostnaðarverði og afhendum ykkur í byrjun ef þess er óskað. Þ.e.a.s ef þið eigið ekki ketilbjöllu og teygju.

Allir sem taka þátt fá aðgengi af öllum þremur æfingakerfunum og geta þess vegna blandað þeim saman ef það er vilji fyrir því.

Einnig verða framkvæmdar mælingar fyrir þá sem vilja, það er alls ekki skylda en ef fólk vill mælanlegan árangur þá er mælt í byrjun og lokin. Hægt er að fá ummálsmælingu og þyngdarmælingu.

Markmiðið með þessu er að koma okkur af stað inn í nýtt ár og byrja að móta lífstíl sem raunhæft er að fylgja eftir svo okkur líði betur í eigin skinni, getum framkvæmt það sem við viljum í lífinu og leikið við börnin okkar t.d án verkja.

Við stefnum á að byrja 8 janúar og verða fyrstu mælingar framkvæmdar þá í Sigma heilsu, urriðaholtsstræti 22 í Urriðaholti.

Verð er 15.900 krónur og ef tekinn er búnaður kostar það aukalega eftir verðskrá í sportvörum.

Ef þið ætlið að taka þátt þá er skráning staðfest með millifærslu.

Kt 560620-1600
0133-26-000324

Setja nafn í skýringu og átak þar á bakvið.

Hlökkum til að keyra árið 2024 af stað með ykkur 💙

Address

Urriðaholtsstræti 22
Garðabær
210

Opening Hours

Monday 08:00 - 17:00

Alerts

Be the first to know and let us send you an email when Sigma heilsa posts news and promotions. Your email address will not be used for any other purpose, and you can unsubscribe at any time.

Contact The Practice

Send a message to Sigma heilsa:

Share